Mannréttindayfirlýsingin sjötíu ára og rædd í Veröld Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. desember 2018 08:00 Eleanor Roosevelt var formaður nefndarinnar sem samdi Mannréttindayfirlýsinguna. NORDICPHOTOS/GETTY Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er undirstaða mannréttindaverndar í heiminum,“ segir Björg Thorarensen lagaprófessor sem heldur í dag erindi á hátíðarfundi í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá undirritun yfirlýsingarinnar. Það voru 48 ríki sem skrifuðu undir yfirlýsinguna á þriðja allsherjarþinginu sem fram fór í París 1948. „Eftir seinni heimsstyrjöldina voru ríki viljug sem aldrei fyrr til að koma á skilvirkri samvinnu til að tryggja frið í heiminum. Það var viðurkennt eftir þær hörmungar sem styrjöldin hafði í för með sér að það væru tengsl milli heimsfriðar og virðingar fyrir mannréttindum.“ Björg segir að menn hafi á þessum tíma áttað sig á því að mannréttindi væru ekki innanríkismál heldur eitthvað sem varðar allt samfélag þjóðanna. Mannréttindanefnd undir forystu Eleanor Roosevelt var falið að gera drög að lista yfir það hvað teldist vera mannréttindi. „Yfirlýsingin er markmiðasetning en ekki þjóðréttarlegur samningur. Hún var mjög skynsamlegt fyrsta skref til að fá ríki til að fallast á hvað væru sameiginleg gildi sem stefna bæri að. Þarna eru talin upp í 30 greinum öll helstu mannréttindin í mjög breiðu samhengi.“ Það sé merkilegt að yfirlýsingin lýsi yfir algildi mannréttinda. „Þarna eru mannréttindi gerð að kjarna allra mannlegra samfélaga án tillits til aðstæðna. Þetta er bara eitt af því sem öll ríki fallast á við allar aðstæður.“ Annað sem sé merkilegt við yfirlýsinguna sé hvað hún sé í rauninni einföld. „Yfirlýsingin, sem er um 1.700 orð, nær að fanga kjarnann í stuttu og skýru máli. Hún er mjög læsileg og leiðarljós fyrir alla. Í einfaldleika sínum er Mannréttindayfirlýsingin enn þá drifkraftur og leiðarljós breytinga til að bæta réttindi einstaklinga á öllum sviðum.“ Þá byggi allir síðari mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna á yfirlýsingunni og vísi í inngangsorðum sínum til hennar. „Yfirlýsingin hefur líka haft áhrif á svæðasamvinnu og Mannréttindasáttmáli Evrópu vísar til hennar strax í fyrstu málsgrein. Svo hefur hún áhrif á innanlandsrétt og meðal annars á okkar stjórnarskrá. Mannréttindakafli okkar stjórnarskrár byggir á Mannréttindasáttmála Evrópu en hann tekur sum ákvæði algjörlega orðrétt upp úr yfirlýsingunni. Grunnurinn er alltaf í yfirlýsingunni, maður endar alltaf þar þegar maður er að rekja uppruna þessara mannréttindaákvæða.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er undirstaða mannréttindaverndar í heiminum,“ segir Björg Thorarensen lagaprófessor sem heldur í dag erindi á hátíðarfundi í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá undirritun yfirlýsingarinnar. Það voru 48 ríki sem skrifuðu undir yfirlýsinguna á þriðja allsherjarþinginu sem fram fór í París 1948. „Eftir seinni heimsstyrjöldina voru ríki viljug sem aldrei fyrr til að koma á skilvirkri samvinnu til að tryggja frið í heiminum. Það var viðurkennt eftir þær hörmungar sem styrjöldin hafði í för með sér að það væru tengsl milli heimsfriðar og virðingar fyrir mannréttindum.“ Björg segir að menn hafi á þessum tíma áttað sig á því að mannréttindi væru ekki innanríkismál heldur eitthvað sem varðar allt samfélag þjóðanna. Mannréttindanefnd undir forystu Eleanor Roosevelt var falið að gera drög að lista yfir það hvað teldist vera mannréttindi. „Yfirlýsingin er markmiðasetning en ekki þjóðréttarlegur samningur. Hún var mjög skynsamlegt fyrsta skref til að fá ríki til að fallast á hvað væru sameiginleg gildi sem stefna bæri að. Þarna eru talin upp í 30 greinum öll helstu mannréttindin í mjög breiðu samhengi.“ Það sé merkilegt að yfirlýsingin lýsi yfir algildi mannréttinda. „Þarna eru mannréttindi gerð að kjarna allra mannlegra samfélaga án tillits til aðstæðna. Þetta er bara eitt af því sem öll ríki fallast á við allar aðstæður.“ Annað sem sé merkilegt við yfirlýsinguna sé hvað hún sé í rauninni einföld. „Yfirlýsingin, sem er um 1.700 orð, nær að fanga kjarnann í stuttu og skýru máli. Hún er mjög læsileg og leiðarljós fyrir alla. Í einfaldleika sínum er Mannréttindayfirlýsingin enn þá drifkraftur og leiðarljós breytinga til að bæta réttindi einstaklinga á öllum sviðum.“ Þá byggi allir síðari mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna á yfirlýsingunni og vísi í inngangsorðum sínum til hennar. „Yfirlýsingin hefur líka haft áhrif á svæðasamvinnu og Mannréttindasáttmáli Evrópu vísar til hennar strax í fyrstu málsgrein. Svo hefur hún áhrif á innanlandsrétt og meðal annars á okkar stjórnarskrá. Mannréttindakafli okkar stjórnarskrár byggir á Mannréttindasáttmála Evrópu en hann tekur sum ákvæði algjörlega orðrétt upp úr yfirlýsingunni. Grunnurinn er alltaf í yfirlýsingunni, maður endar alltaf þar þegar maður er að rekja uppruna þessara mannréttindaákvæða.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira