Guðmundur: Færumst nær því að taka ákvörðun Anton Ingi Leifsson úr Laugardalshöll skrifar 28. desember 2018 21:56 Guðmundur á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að þjálfarateymi landsliðsins færist nær því að taka ákvörðun um hvaða sextán leikmenn spili með Íslandi á HM í janúar. Margir leikmenn fengu tækifæri með Íslandi í kvöld en Guðmundur valdi á dögunum tuttugu manna æfingahóp sem tekur þátt í þessum tveimur vináttulandsleik gegn Barein. „Ég var ánægður með byrjunina þar sem við vorum mjög flottir bæði í vörn og sókn. Það gekk upp sem við ætluðum okkur en síðan byrjum við að fá brottvísanir,“ sagði Guðmundur í leikslok. „Þetta voru klaufalegar brottvísanir og það er alltof mikið að fá á sig fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þá fannst mér þeir komast inn í leikinn og það slakknaði á einbeitingunni í hröðum upphlaupum.“ „Við erum að fara með fimm algjör dauðafæri í hröðum upphlaupum og það var dýrt í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi og við þéttum vörnina og stóðum vörnina mjög vel.“ „Við náðum mjög mörgum hraðaupphlaupum. Síðan mátti búast við því að það kæmi smá los á þetta. Við vorum að skipta rosa mikið inn á og það er erfitt að meta frammistöðu liðsins út frá því.“ Guðmundur segir að aðal áhersla leiksins í dag hafi farið í það að komast nær niðurstöðu um tvær stöður; miðjuna og línuna en í viðtali við Stöð 2 í gær sagði Guðmundur að hann myndi nýta leikinn í kvöld til þess að fá svör. „Við vorum að horfa á frammistöðu einstaka leikmanna í öllum stöðum en auðvitað erum við búnir að horfa mikið á miðju- og línumannsstöðuna. Það er engin launung,“ sagði Guðmundur sem segist vera kominn nær niðurstöðu. „Já, við færumst nær því að taka ákvörðun um hvernig þetta á að líta út. Það er hver leikur þegar út í það er komið,“ en á sunnudaginn mætast liðin aftur og þá fá fleiri tækifæri. „Maður eins og Janus Daði mun taka þátt í þeim leik. Við erum búnir að ákveða það. Við ákváðum að hann kæmi ekki inn í kvöld því við fengum fáar sóknir í síðari hálfleik. Þetta voru mikið af hraðaupphlaupum og okkur fannst ekki rétt að setja inn enn einn miðjumanninn.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að þjálfarateymi landsliðsins færist nær því að taka ákvörðun um hvaða sextán leikmenn spili með Íslandi á HM í janúar. Margir leikmenn fengu tækifæri með Íslandi í kvöld en Guðmundur valdi á dögunum tuttugu manna æfingahóp sem tekur þátt í þessum tveimur vináttulandsleik gegn Barein. „Ég var ánægður með byrjunina þar sem við vorum mjög flottir bæði í vörn og sókn. Það gekk upp sem við ætluðum okkur en síðan byrjum við að fá brottvísanir,“ sagði Guðmundur í leikslok. „Þetta voru klaufalegar brottvísanir og það er alltof mikið að fá á sig fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þá fannst mér þeir komast inn í leikinn og það slakknaði á einbeitingunni í hröðum upphlaupum.“ „Við erum að fara með fimm algjör dauðafæri í hröðum upphlaupum og það var dýrt í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi og við þéttum vörnina og stóðum vörnina mjög vel.“ „Við náðum mjög mörgum hraðaupphlaupum. Síðan mátti búast við því að það kæmi smá los á þetta. Við vorum að skipta rosa mikið inn á og það er erfitt að meta frammistöðu liðsins út frá því.“ Guðmundur segir að aðal áhersla leiksins í dag hafi farið í það að komast nær niðurstöðu um tvær stöður; miðjuna og línuna en í viðtali við Stöð 2 í gær sagði Guðmundur að hann myndi nýta leikinn í kvöld til þess að fá svör. „Við vorum að horfa á frammistöðu einstaka leikmanna í öllum stöðum en auðvitað erum við búnir að horfa mikið á miðju- og línumannsstöðuna. Það er engin launung,“ sagði Guðmundur sem segist vera kominn nær niðurstöðu. „Já, við færumst nær því að taka ákvörðun um hvernig þetta á að líta út. Það er hver leikur þegar út í það er komið,“ en á sunnudaginn mætast liðin aftur og þá fá fleiri tækifæri. „Maður eins og Janus Daði mun taka þátt í þeim leik. Við erum búnir að ákveða það. Við ákváðum að hann kæmi ekki inn í kvöld því við fengum fáar sóknir í síðari hálfleik. Þetta voru mikið af hraðaupphlaupum og okkur fannst ekki rétt að setja inn enn einn miðjumanninn.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira