Óli Kristjáns: Það má alveg kalla þetta yfirlýsingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 14:00 Ólafur Kristjánsson fagnar því að fá Björn Daníel til liðs við FH. vísir „Þetta var ekki mjúkur pakki,“ segir léttur Ólafur Kristjánsson um síðbúnu jólagjöfina sem að hann fékk í FH-liðið fyrir átökin í Pepsi-deildinni næstu fjögur árin. Björn Daníel Sverrisson samdi við uppeldisfélagið í Krikanum í dag en hann kemur til FH frá AGF í Danmörku. Hann fór frá FH til Viking árið 2013.Sjá einnig:Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín „Það er gott að fá Bjössa. Hann er öflugur, á góðum aldri og hungraður í að spila,“ segir Ólafur. „Hann er ekki gamall og ekki slitinn. Það er jákvætt að menn eru að koma hingað innan við þrítugt með reynslu og allt það frekar en að koma heim komnir yfir þrítugt á síðustu metrunum.“ „Hann á mörg ár eftir og við væntum mikils af honum. Oft er talað um að það sé erfitt að koma heim þannig við þurfum að nota næstu fimm til sex mánuði í það að tjúna leikmanninn inn á það að enginn kemur í þessa deild og slær slöku við. Þetta er alvöru deild og allir þurfa að vera einbeittir,“ segir hann.Ólafur Kristjánsson við undirskriftina í dag ásamt Birni og Jóni Rúnari Halldórssyni.vísir/tomÆtla að berjast um titla FH-ingar áttu í basli með að skora mörk á síðustu leiktíð, allavega nógu mörg til að vinna bikar eða komast í Evrópu. Björn Daníel er vissulega ekki framherji en ansi marksækinn miðjumaður sem ætti að nýtast FH-liðinu. „Hann skorar úr föstum leikatriðum, er með góð skot fyrir utan teig og getur líka stungið sér inn á teiginn þegar að það á við. Hann gerði það í Noregi og þegar að hann fékk tækifæri í Danmörku. Hann var að skila 5-10 mörkum á tímabili áður en hann fór út og vonandi getur það haldið áfram,“ segir Ólafur. FH hafði betur í samkeppni við Val um undirskrift Björns Daníel. Er þetta yfirlýsing frá FH um að það ætlar ekki að verða undir í baráttunni við Hlíðarendafélagið, eða hin toppliðin, hvorki innan né utan vallar? „Það er alveg ljóst að FH hefur alltaf haft mikinn metnað og síðasta tímabil var vonbrigði þegar kom að úrslitunum og hvernig við enduðum mótið. Hér eru menn ekkert að slá slöku við,“ segir Ólafur. „Er þetta yfirlýsing? Já, þú getur alveg sagt það. Við ætlum okkur að vera með. Við ætlum okkur að gera betur en á síðasta tímabili og setja FH þangað sem það á að vera sem er að berjast um titla á Íslandi,“ segir Ólafur Kristjánsson.Klippa: Ólafur Kristjánsson - Gott að fá Bjössa heim Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Björn Daníel Sverrisson fagnar því að vera kominn heim í FH. 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel kominn heim í FH FH-ingar fengu síðbúna jólagjöf í dag þegar að besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 sneri aftur heim. 28. desember 2018 12:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Þetta var ekki mjúkur pakki,“ segir léttur Ólafur Kristjánsson um síðbúnu jólagjöfina sem að hann fékk í FH-liðið fyrir átökin í Pepsi-deildinni næstu fjögur árin. Björn Daníel Sverrisson samdi við uppeldisfélagið í Krikanum í dag en hann kemur til FH frá AGF í Danmörku. Hann fór frá FH til Viking árið 2013.Sjá einnig:Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín „Það er gott að fá Bjössa. Hann er öflugur, á góðum aldri og hungraður í að spila,“ segir Ólafur. „Hann er ekki gamall og ekki slitinn. Það er jákvætt að menn eru að koma hingað innan við þrítugt með reynslu og allt það frekar en að koma heim komnir yfir þrítugt á síðustu metrunum.“ „Hann á mörg ár eftir og við væntum mikils af honum. Oft er talað um að það sé erfitt að koma heim þannig við þurfum að nota næstu fimm til sex mánuði í það að tjúna leikmanninn inn á það að enginn kemur í þessa deild og slær slöku við. Þetta er alvöru deild og allir þurfa að vera einbeittir,“ segir hann.Ólafur Kristjánsson við undirskriftina í dag ásamt Birni og Jóni Rúnari Halldórssyni.vísir/tomÆtla að berjast um titla FH-ingar áttu í basli með að skora mörk á síðustu leiktíð, allavega nógu mörg til að vinna bikar eða komast í Evrópu. Björn Daníel er vissulega ekki framherji en ansi marksækinn miðjumaður sem ætti að nýtast FH-liðinu. „Hann skorar úr föstum leikatriðum, er með góð skot fyrir utan teig og getur líka stungið sér inn á teiginn þegar að það á við. Hann gerði það í Noregi og þegar að hann fékk tækifæri í Danmörku. Hann var að skila 5-10 mörkum á tímabili áður en hann fór út og vonandi getur það haldið áfram,“ segir Ólafur. FH hafði betur í samkeppni við Val um undirskrift Björns Daníel. Er þetta yfirlýsing frá FH um að það ætlar ekki að verða undir í baráttunni við Hlíðarendafélagið, eða hin toppliðin, hvorki innan né utan vallar? „Það er alveg ljóst að FH hefur alltaf haft mikinn metnað og síðasta tímabil var vonbrigði þegar kom að úrslitunum og hvernig við enduðum mótið. Hér eru menn ekkert að slá slöku við,“ segir Ólafur. „Er þetta yfirlýsing? Já, þú getur alveg sagt það. Við ætlum okkur að vera með. Við ætlum okkur að gera betur en á síðasta tímabili og setja FH þangað sem það á að vera sem er að berjast um titla á Íslandi,“ segir Ólafur Kristjánsson.Klippa: Ólafur Kristjánsson - Gott að fá Bjössa heim
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Björn Daníel Sverrisson fagnar því að vera kominn heim í FH. 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel kominn heim í FH FH-ingar fengu síðbúna jólagjöf í dag þegar að besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 sneri aftur heim. 28. desember 2018 12:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Björn Daníel Sverrisson fagnar því að vera kominn heim í FH. 28. desember 2018 13:14
Björn Daníel kominn heim í FH FH-ingar fengu síðbúna jólagjöf í dag þegar að besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 sneri aftur heim. 28. desember 2018 12:30