Benjamín gegn Benjamín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2018 08:00 Benjamínarnir tveir, Gantz og Netanjahú. Nordicphotos/AFP Benjamín Gantz, fyrrverandi herforingi í Ísrael, stofnaði í gær nýjan stjórnmálaflokk sem mun bjóða fram í þingkosningum í apríl næstkomandi. Flokkurinn nefnist Ísraelski þrautseigjuflokkurinn en stefna hans hefur ekki verið opinberuð nema að takmörkuðu leyti. Ljóst er þó að flokkur Gantz mun leggja áherslu á þjóðaröryggi og efnahagsmál. Reuters greindi frá.Gantz mælist sterkur Gantz og flokkur hans mælast sterkustu andstæðingar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins. Í könnun Midgam sem birti var á jóladag, mældist Líkúd með 29 prósent og Gantz, er hafði ekki enn stofnað flokk sinn, með sextán prósent. Verði þetta raunin myndi það reyndar þýða að Líkúd bætti við sig fylgi. Flokkurinn fékk 23,4 prósent árið 2015. Ísraelska blaðið Haaretz birti greiningu á stöðunni í gær þar sem sagði að lögregla og ríkissaksóknaraembættið vildu ákæra manninn sem líklegast er að myndi stjórn eftir kosningar, Netanjahú, fyrir mútuþægni í að minnsta kosti tveimur ákæruliðum. Tekið var fram að líklega væru fá fordæmi fyrir þessu í hinum vestræna heimi. Lögregla mælti opinberlega með því í upphafi desembermánaðar að Netanjahú yrði ákærður fyrir mútuþægni. Málið snýst annars vegar um meintar gjafir frá milljarðamæringum sem sagðir eru vinir forsætisráðherrans og svo boð til fjölmiðils um innleiðingu hagstæðrar löggjafar gegn jákvæðri umfjöllun. Stjórnin liðaðist í sundur Netanjahú hefur sömuleiðis verið gagnrýndur vegna gerðar vopnahlés við Hamas. Sú ákvörðun leiddi til þess að einn samstarfsflokkanna sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfinu og minnkaði þingstyrk stjórnarinnar í 61 sæti af 120. Forsætisráðherrann ákvað svo að flýta kosningunum, sem upphaflega áttu að fara fram í nóvember, vegna þess að stjórn hans var að liðast í sundur vegna umdeilds frumvarps um að koma skyldi á herskyldu fyrir strangtrúuðustu gyðinga landsins. Haaretz fullyrti að auki að Netanjahú myndi reyna, ef hann nær kjöri, að þvinga væntanlega samstarfsflokka til þess að koma á löggjöf sem bannar að sitjandi forsætisráðherra sé ákærður. „Það hljómar vitfirrt en það er planið. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði í umfjölluninni. Vefmiðillinn Times of Israel greindi svo möguleika Gantz og talaði um „baráttu Benjamínanna tveggja“. Þar sagði að miðað við kannanir virtist ólíklegt að hefðbundnir stjórnarandstöðuflokkar næðu að steypa Netanjahú af stóli. Ef Netanjahú nær að halda forsætisráðuneytinu fram í lok júlí verður hann þaulsetnasti leiðtogi Ísraels. Skýst þannig upp fyrir David Ben-Gurion. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Benjamín Gantz, fyrrverandi herforingi í Ísrael, stofnaði í gær nýjan stjórnmálaflokk sem mun bjóða fram í þingkosningum í apríl næstkomandi. Flokkurinn nefnist Ísraelski þrautseigjuflokkurinn en stefna hans hefur ekki verið opinberuð nema að takmörkuðu leyti. Ljóst er þó að flokkur Gantz mun leggja áherslu á þjóðaröryggi og efnahagsmál. Reuters greindi frá.Gantz mælist sterkur Gantz og flokkur hans mælast sterkustu andstæðingar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins. Í könnun Midgam sem birti var á jóladag, mældist Líkúd með 29 prósent og Gantz, er hafði ekki enn stofnað flokk sinn, með sextán prósent. Verði þetta raunin myndi það reyndar þýða að Líkúd bætti við sig fylgi. Flokkurinn fékk 23,4 prósent árið 2015. Ísraelska blaðið Haaretz birti greiningu á stöðunni í gær þar sem sagði að lögregla og ríkissaksóknaraembættið vildu ákæra manninn sem líklegast er að myndi stjórn eftir kosningar, Netanjahú, fyrir mútuþægni í að minnsta kosti tveimur ákæruliðum. Tekið var fram að líklega væru fá fordæmi fyrir þessu í hinum vestræna heimi. Lögregla mælti opinberlega með því í upphafi desembermánaðar að Netanjahú yrði ákærður fyrir mútuþægni. Málið snýst annars vegar um meintar gjafir frá milljarðamæringum sem sagðir eru vinir forsætisráðherrans og svo boð til fjölmiðils um innleiðingu hagstæðrar löggjafar gegn jákvæðri umfjöllun. Stjórnin liðaðist í sundur Netanjahú hefur sömuleiðis verið gagnrýndur vegna gerðar vopnahlés við Hamas. Sú ákvörðun leiddi til þess að einn samstarfsflokkanna sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfinu og minnkaði þingstyrk stjórnarinnar í 61 sæti af 120. Forsætisráðherrann ákvað svo að flýta kosningunum, sem upphaflega áttu að fara fram í nóvember, vegna þess að stjórn hans var að liðast í sundur vegna umdeilds frumvarps um að koma skyldi á herskyldu fyrir strangtrúuðustu gyðinga landsins. Haaretz fullyrti að auki að Netanjahú myndi reyna, ef hann nær kjöri, að þvinga væntanlega samstarfsflokka til þess að koma á löggjöf sem bannar að sitjandi forsætisráðherra sé ákærður. „Það hljómar vitfirrt en það er planið. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði í umfjölluninni. Vefmiðillinn Times of Israel greindi svo möguleika Gantz og talaði um „baráttu Benjamínanna tveggja“. Þar sagði að miðað við kannanir virtist ólíklegt að hefðbundnir stjórnarandstöðuflokkar næðu að steypa Netanjahú af stóli. Ef Netanjahú nær að halda forsætisráðuneytinu fram í lok júlí verður hann þaulsetnasti leiðtogi Ísraels. Skýst þannig upp fyrir David Ben-Gurion.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent