Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2018 07:45 Þotan er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það kom svolítið á óvart að það hafi verið nógu hált til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jens Þórðarson, yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair, um aðdraganda þess að ein af þotum félagsins skemmdist að kvöldi jóladags. Þotan sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737 Max 1, framleidd á þessu ári. Hún er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. „Hún stóð við rana og snerist til í vindinum,“ segir Jens sem kveður hvassviðrið ekki síður en hálkuna á jóladagskvöld hafa komið mönnum dálítið í opna skjöldu. „En svona gerist alveg og við höfum lent í þessu áður. Hún rakst utan í ranann utan við flugstöðina,“ segir Jens sem kveður framenda á væng hafa rekist utan í landganginn. „Það urðu einhverjar skemmdir, ekki óskaplega miklar en það þarf að gera við þær og koma vélinni í gagnið aftur.“ Þotan var dregin inn í flugskýli eftir óhappið og er þar enn. „Það þarf að hanna svona viðgerðir og svo eru líka jól og þá tekur þetta lengri tíma,“ segir Jens um það hvenær áætlað er að þotan verði flughæf á ný. Látrabjarg kom til landsins frá París á aðfangadag klukkan hálf fjögur. Óhappið varð hins vegar á jóladagskvöld og þá stóð þotan mannlaus við einn landganga Leifsstöðvar enda engin flug hjá Icelandair á þeim tíma. Aðspurður kveðst Jens ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón Icelandair beri vegna skemmdanna. „Það fer allt í gegn um tryggingafélag en er ekkert eitthvað svakalegt,“ segir hann. Samkvæmt loftfaraskrá er TF-ICY í eigu Lagoon Leasing Co., Ltd. í Japan. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira
Það kom svolítið á óvart að það hafi verið nógu hált til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jens Þórðarson, yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair, um aðdraganda þess að ein af þotum félagsins skemmdist að kvöldi jóladags. Þotan sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737 Max 1, framleidd á þessu ári. Hún er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. „Hún stóð við rana og snerist til í vindinum,“ segir Jens sem kveður hvassviðrið ekki síður en hálkuna á jóladagskvöld hafa komið mönnum dálítið í opna skjöldu. „En svona gerist alveg og við höfum lent í þessu áður. Hún rakst utan í ranann utan við flugstöðina,“ segir Jens sem kveður framenda á væng hafa rekist utan í landganginn. „Það urðu einhverjar skemmdir, ekki óskaplega miklar en það þarf að gera við þær og koma vélinni í gagnið aftur.“ Þotan var dregin inn í flugskýli eftir óhappið og er þar enn. „Það þarf að hanna svona viðgerðir og svo eru líka jól og þá tekur þetta lengri tíma,“ segir Jens um það hvenær áætlað er að þotan verði flughæf á ný. Látrabjarg kom til landsins frá París á aðfangadag klukkan hálf fjögur. Óhappið varð hins vegar á jóladagskvöld og þá stóð þotan mannlaus við einn landganga Leifsstöðvar enda engin flug hjá Icelandair á þeim tíma. Aðspurður kveðst Jens ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón Icelandair beri vegna skemmdanna. „Það fer allt í gegn um tryggingafélag en er ekkert eitthvað svakalegt,“ segir hann. Samkvæmt loftfaraskrá er TF-ICY í eigu Lagoon Leasing Co., Ltd. í Japan.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira