Erlent

Á fimmta tug látinn eftir árás öfgamanna í Kabúl

Kjartan Kjartansson skrifar
Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið vopnaðir rifflum og handsprengjum.
Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið vopnaðir rifflum og handsprengjum. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 43 eru látnir eftir að sjálfsmorðssprengjumaður og íslamskir öfgamenn vopnaðir hríðskotarifflum gerðu árás á stjórnarbyggingar í Kabúl, höfuðborg Afganistan á aðfangadag. Einn lögreglumaður og þrír vígamenn hafa fallið í skotbardaga í byggingunum.

Árásin hófst á því að sjálfsmorðssprengja var sprengd í bíl fyrir framan byggingu sem hýsir velferðarmálaráðuneyti í austurhluta borgarinnar. Nokkrir árásarmenn réðust svo inn í ráðuneyti píslarvotta og fatlaðra þar sem þeir hnepptu starfsmenn í gíslingu og börðust við lögreglumenn í nokkrar klukkustundir.

Alls hafa 43 lík fundist og tíu til viðbótar eru særðir. Afgönskum öryggissveitum tókst að koma 350 óbreyttum borgurum úr byggingunum.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en Reuters-fréttastofan segir að hún hafi verið eins og fyrri árásir uppreisnarmanna talibana á skrifstofur ríkisstjórnarinnar, herstöðvar og bækistöðvar erlendra ríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×