Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. desember 2018 13:00 Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. Formaður Postula slasaðist illa á mótorhjóli í fyrra sumar eftir að hafa verið í heimsókn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum. Þrátt fyrir að það sé hávetur og hálka þá komu tveir félagar í Postulunum á mótorhjólunum sínum í heimsóknina til sjúkraflutningamannanna í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, aðrir komu á bílunum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var að færa sjúkraflutningamönnum á vakt yfir jólahátíðina gott að borða og eitthvað að drekka með svo engin verði svangur. Sjúkraflutningamenn er sá hópur fólks sem við þurfum að reiða okkur á ef eitthvað bjátar á . Okkur finnst að þau fái ekki nóg hrós fyrir og langaði því að gleðja þennan flotta hóp með smá kræsingum í kringum hátíðirnar“, segir Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Magnús HlynurSteinþór lenti í móturhjólaslysi á Suðurlandsveginum í ágúst 2017 þar sem sjúkraflutningamenn voru fljótir á vettvang en hann var að koma úr heimsókn frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum en Postularnir fengu heimboð frá Guðna. „Það var nú bara tæpt á tímabili en þökk sé þessu flotta fólki hér, þá er ég hér uppistandandi og bara nokkuð góður“.Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður.Magnús HlynurSjúkraflutningamennirnir eru ákaflega ánægðir þegar munað er eftir þeim. „Mér finnst svo gaman þegar við fáum svona til baka frá þeim aðilum, sem við höfum aðstoða út í feltinu, að fá einstaklinga sem við höfum aðstoðað sem þakka okkur fyrir, það er svo mikilvægt fyrir okkur að vita af þessu og það lyftir okkur upp, það bústar upp egóið hjá okkur að fá að vita beint í æð að við séum að gera vel og að fólk sé ánægt með okkur. Mér finnst þetta bara algjörlega frábært og mjög flott hjá þeim“, segir Stefán Pétursson sjúkraflutningamaður. Jól Jólamatur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. Formaður Postula slasaðist illa á mótorhjóli í fyrra sumar eftir að hafa verið í heimsókn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum. Þrátt fyrir að það sé hávetur og hálka þá komu tveir félagar í Postulunum á mótorhjólunum sínum í heimsóknina til sjúkraflutningamannanna í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, aðrir komu á bílunum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var að færa sjúkraflutningamönnum á vakt yfir jólahátíðina gott að borða og eitthvað að drekka með svo engin verði svangur. Sjúkraflutningamenn er sá hópur fólks sem við þurfum að reiða okkur á ef eitthvað bjátar á . Okkur finnst að þau fái ekki nóg hrós fyrir og langaði því að gleðja þennan flotta hóp með smá kræsingum í kringum hátíðirnar“, segir Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Magnús HlynurSteinþór lenti í móturhjólaslysi á Suðurlandsveginum í ágúst 2017 þar sem sjúkraflutningamenn voru fljótir á vettvang en hann var að koma úr heimsókn frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum en Postularnir fengu heimboð frá Guðna. „Það var nú bara tæpt á tímabili en þökk sé þessu flotta fólki hér, þá er ég hér uppistandandi og bara nokkuð góður“.Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður.Magnús HlynurSjúkraflutningamennirnir eru ákaflega ánægðir þegar munað er eftir þeim. „Mér finnst svo gaman þegar við fáum svona til baka frá þeim aðilum, sem við höfum aðstoða út í feltinu, að fá einstaklinga sem við höfum aðstoðað sem þakka okkur fyrir, það er svo mikilvægt fyrir okkur að vita af þessu og það lyftir okkur upp, það bústar upp egóið hjá okkur að fá að vita beint í æð að við séum að gera vel og að fólk sé ánægt með okkur. Mér finnst þetta bara algjörlega frábært og mjög flott hjá þeim“, segir Stefán Pétursson sjúkraflutningamaður.
Jól Jólamatur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira