Parið sem handtekið var vegna drónaflugs yfir Gatwick-flugvöll í London á Englandi í vikunni hefur verið sleppt úr haldi.
Parið er ekki talið bera ábyrgð á verknaðnum. Guardian greinir frá því að lögreglan í Sussex hafi sleppt tvímenningunum úr haldi og muni ekki leggja fram kæru.
Jason Tingley hjá lögreglunni í Sussex sagði í yfirlýsingu að mikilvægt væri að almenningur áttaði sig á því þó að aðilar væru handteknir við rannsókn sakamála væru þau ekki endilega sek. Tingley sagði enn fremur að nöfn aðilanna yrðu ekki birt.
Fram hefur þó komið að um var að ræða 47 ára gamlan mann og 54 ára gamla konu frá bænum Crawley.
Drónaflugið setti ferðaáætlanir um 140.000 farþega úr skorðum en Gatwick var lokað í þrígang í vikunni. Ekki hafa jafnmiklar tafir verið á flugum í Gatwick síðan að Eyjafjallajökull gaus árið 2010.
Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi
Andri Eysteinsson skrifar

Mest lesið


Barn á öðru aldursári lést
Innlent

„Þetta er bara klúður“
Innlent

Heiða liggur enn undir feldi
Innlent





