Guðjón Valur og Þórey Rósa handknattleiksfólk ársins Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. desember 2018 18:00 Handknattleiksfólk ársins 2018 Facebook/HSÍ Handknattleikssamband Íslands hefur tilkynnt um val á handknattleiksfólki ársins 2018. Landsliðshornamennirnir Þórey Rósa Stefánsdóttir og Guðjón Valur Sigurðsson urðu fyrir valinu að þessu sinni. Umsögn HSÍ um handknattleiksfólk ársins má sjá hér fyrir neðan.Handknattleikskona ársins: Þórey Rósa StefánsdóttirHandknattleikskona ársins 2018 er Þórey Rósa Stefánsdóttir, hægri hornamaður úr Fram í Reykjavík. Þórey Rósa er 29 ára, fædd 14. ágúst 1989. Hún spilaði með ÍR til 16 ára aldurs þegar hún skipti yfir í Fram og hóf þar sinn feril með meistaraflokki haustið 2005. Þórey tók þátt í miklum uppgangi kvennaliðs Fram áður en hún fór í atvinnumennsku til hollenska liðsins E&O Emmen. Þá spilaði Þórey í stuttan tíma með Vfl Oldenburg áður en hún flutti sig til Team Tvis Holstebro í Danmörku sumarið 2011. Hún var Evrópumeistari vorið 2013 með Holstebro en flutti sig síðar það sumar til Noregs þar sem Þórey spilaði með Vipers Kristiansand næstu 4 ár í toppbaráttu í norsku deildinni. Þórey flutti heim 2017 og gekk til liðs við Fram á nýjan leik, þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram nú í vor. Þann 20. apríl 2011 lék Þórey sinn fyrsta landsleik í Antalya í Tyrklandi gegn heimakonum og skoraði 2 mörk í leiknum. Þórey hefur verið lykilmaður í A landsliði kvenna undanfarin ár, hún hefur spilað 96 landsleiki og skorað í þeim 275 mörk. Auk þess lék Þórey á sínum tíma 31 unglingalandsleik og skoraði í þeim 72 mörk. Þá var Þórey Rósa fyrirliði A landsliðs kvenna sem tryggði sér sæti í umspilsleikjum fyrir HM næsta sumar.Handknattleiksmaður ársins: Guðjón Valur Sigurðsson Handknattleiksmaður ársins 2018 er Guðjón Valur Sigurðsson, vinstri hornamaður Rhein-Necker Löwen í Þýskalandi og fyrirliði A landsliðs karla. Guðjón Valur er 39 ára, fæddur 8. ágúst 1979. Hann er alinn upp í Gróttu og steig þar sín fyrstu skref með meistaraflokki. Guðjón Valur spilaði með KA á Akureyri um tíma en fór í atvinnumennsku til Þýskalands sumarið 2001. Í Þýskalandi spilaði hann með Essen og varð Evrópumeistari með þeim árið 2005, seinna það ár gekk hann til liðs við Gummersbach. Árið 2008 gekk hann til liðs við Rein-Neckar Löwen. Það var síðan tímabilið 2011-2012 sem hann söðlaði um og fór til Danmerkur og spilaði þar með AG Köbenhavn. Hann fór aftur til Þýskalands 2012 og gekk þá til liðs við THW Kiel. Hann varð Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með Kiel 2013 og Þýskalandsmeistari 2014. Guðjón Valur gekk til liðs við Barcelona sumarið 2014 og þar sem hann vann alla titla sem í boði voru vorið 2015. Eftir annan Spánarmeistaratitilinn í röð vorið 2016 hélt Guðjón Valur á ný til Þýskalands og gekk í annað sinn í raðir Rhein-Necker Löwen. Með Rhein-Necker Löwen var Guðjón Þýskalandsmeistari vorið 2017 ásamt því að vera fjórði markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar en vorið 2018 endaði liðið í 2. sæti. Guðjón spilaði sinn fyrsta A-landsleik 16. desember 1999 í Haarlem í Hollandi á móti Rúmeníu og skoraði þar 2 mörk. Þá hefur hann verið lykilmaður í landsliðinu um langt skeið. Guðjón náði stórum áfanga á árinu þegar hann varð markahæsti landsliðsmaður í heiminum frá upphafi. Hann hefur leikið 348 A-landsleiki og skorað í þeim 1816 mörk. Þá lék hann 14 leiki með yngri landsliðum og skoraði í þeim 23 mörk. Sem atvinnumaður hefur Guðjón Valur verið frábær fyrirmynd ungra handboltaiðkenda bæði hér á landi og erlendis í bráðum tvo áratugi. Íslenski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Blóðgaði dómara Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur tilkynnt um val á handknattleiksfólki ársins 2018. Landsliðshornamennirnir Þórey Rósa Stefánsdóttir og Guðjón Valur Sigurðsson urðu fyrir valinu að þessu sinni. Umsögn HSÍ um handknattleiksfólk ársins má sjá hér fyrir neðan.Handknattleikskona ársins: Þórey Rósa StefánsdóttirHandknattleikskona ársins 2018 er Þórey Rósa Stefánsdóttir, hægri hornamaður úr Fram í Reykjavík. Þórey Rósa er 29 ára, fædd 14. ágúst 1989. Hún spilaði með ÍR til 16 ára aldurs þegar hún skipti yfir í Fram og hóf þar sinn feril með meistaraflokki haustið 2005. Þórey tók þátt í miklum uppgangi kvennaliðs Fram áður en hún fór í atvinnumennsku til hollenska liðsins E&O Emmen. Þá spilaði Þórey í stuttan tíma með Vfl Oldenburg áður en hún flutti sig til Team Tvis Holstebro í Danmörku sumarið 2011. Hún var Evrópumeistari vorið 2013 með Holstebro en flutti sig síðar það sumar til Noregs þar sem Þórey spilaði með Vipers Kristiansand næstu 4 ár í toppbaráttu í norsku deildinni. Þórey flutti heim 2017 og gekk til liðs við Fram á nýjan leik, þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram nú í vor. Þann 20. apríl 2011 lék Þórey sinn fyrsta landsleik í Antalya í Tyrklandi gegn heimakonum og skoraði 2 mörk í leiknum. Þórey hefur verið lykilmaður í A landsliði kvenna undanfarin ár, hún hefur spilað 96 landsleiki og skorað í þeim 275 mörk. Auk þess lék Þórey á sínum tíma 31 unglingalandsleik og skoraði í þeim 72 mörk. Þá var Þórey Rósa fyrirliði A landsliðs kvenna sem tryggði sér sæti í umspilsleikjum fyrir HM næsta sumar.Handknattleiksmaður ársins: Guðjón Valur Sigurðsson Handknattleiksmaður ársins 2018 er Guðjón Valur Sigurðsson, vinstri hornamaður Rhein-Necker Löwen í Þýskalandi og fyrirliði A landsliðs karla. Guðjón Valur er 39 ára, fæddur 8. ágúst 1979. Hann er alinn upp í Gróttu og steig þar sín fyrstu skref með meistaraflokki. Guðjón Valur spilaði með KA á Akureyri um tíma en fór í atvinnumennsku til Þýskalands sumarið 2001. Í Þýskalandi spilaði hann með Essen og varð Evrópumeistari með þeim árið 2005, seinna það ár gekk hann til liðs við Gummersbach. Árið 2008 gekk hann til liðs við Rein-Neckar Löwen. Það var síðan tímabilið 2011-2012 sem hann söðlaði um og fór til Danmerkur og spilaði þar með AG Köbenhavn. Hann fór aftur til Þýskalands 2012 og gekk þá til liðs við THW Kiel. Hann varð Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með Kiel 2013 og Þýskalandsmeistari 2014. Guðjón Valur gekk til liðs við Barcelona sumarið 2014 og þar sem hann vann alla titla sem í boði voru vorið 2015. Eftir annan Spánarmeistaratitilinn í röð vorið 2016 hélt Guðjón Valur á ný til Þýskalands og gekk í annað sinn í raðir Rhein-Necker Löwen. Með Rhein-Necker Löwen var Guðjón Þýskalandsmeistari vorið 2017 ásamt því að vera fjórði markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar en vorið 2018 endaði liðið í 2. sæti. Guðjón spilaði sinn fyrsta A-landsleik 16. desember 1999 í Haarlem í Hollandi á móti Rúmeníu og skoraði þar 2 mörk. Þá hefur hann verið lykilmaður í landsliðinu um langt skeið. Guðjón náði stórum áfanga á árinu þegar hann varð markahæsti landsliðsmaður í heiminum frá upphafi. Hann hefur leikið 348 A-landsleiki og skorað í þeim 1816 mörk. Þá lék hann 14 leiki með yngri landsliðum og skoraði í þeim 23 mörk. Sem atvinnumaður hefur Guðjón Valur verið frábær fyrirmynd ungra handboltaiðkenda bæði hér á landi og erlendis í bráðum tvo áratugi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Blóðgaði dómara Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira