Innlent

Segir Ólaf og Karl Gauta hafa verið búna að færa sig til Miðflokksins

Samúel Karl Ólason skrifar
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm
Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru búnir að færa sig yfir í Miðflokkinn áður en þeir voru reknir úr Flokki fólksins í kjölfar opinberunar upptökunnar á Klausturbar á Austurvelli. Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í dag. Hún segir þingflokkinn hafa verið orðinn óstarfhæfan.

„Það sem er að gerast þarna er að okkar menn voru farnir yfir í Miðflokkinn, þó það hafi ekki að forminu verið komið svo langt,“ sagði Inga þegar hún hringdi inn í símatíma á Útvarpi Sögu í morgun.



Þá spurði hún Pétur Gunnlaugsson, þáttastjórnanda, hvort nokkur stjórnmálaflokkur hefði getað starfað á þingi „með svona svikum eins og augljóslega voru í gangi gagnvart okkur á þessum tímapunkti og búið að vera í rauninni miklu lengur.“

Hún sagðist hafa séð það betur eftir á, hver raunveruleikinn hefði verið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×