Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. desember 2018 08:30 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Fréttablaðið/Ernir Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á fundi nefndarinnar. Formaður SGS segist leiður yfir að svona hafi farið en vonast til að félög landsins muni vinna saman þó að þau verði ekki saman í hóp. Fyrr í þessari viku felldi fundur aðildarfélaga SGS tillögu um að vísa kjarasamningaviðræðum strax til ríkissáttasemjara. Ellefu félög greiddu atkvæði gegn því en sjö vildu samþykkja. Meðal þeirra sem vildu samþykkja var Efling. Var haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún teldi niðurstöðuna ranga og rétt hefði verið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara áður en jólin gengju í garð. Boðað var til fundar í Eflingu í gær. „Þetta var því sem næst einróma niðurstaða fundarins og næstu skref eru að ég hef heimild frá samninganefndinni til að taka ákvörðun um hvenær við munum vísa viðræðunum til sáttasemjara,“ segir Sólveig Anna. „Það hefur alltaf verið okkar mikli vilji að vera saman í bandalagi og fara fram saman með VR. Þegar við skiluðum samningsumboði Eflingar til SGS gerðum við það með þeim fyrirvara að af slíku sambandi yrði og við töldum að það væri samhugur um það innan vébanda SGS. Því miður var það ekki raunin,“ segir hún. „Félög geta auðvitað hvenær sem er dregið umboð sitt til baka ef þau eru ekki ánægð. Það er ákvörðun hvers og eins en auðvitað finnst mér það miður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Þegar Fréttablaðið náði í Björn hafði honum ekki verið tilkynnt formlega um niðurstöðu fundarins en þó frétt af henni. Hann segir ekki óþekkt að félög vinni í mismunandi hópum. „Það hefur auðvitað alltaf áhrif ef menn vinna ekki í sameiningu. Þetta þýðir að félögin verða ekki saman í hóp en ég vonast til þess að þau geti unnið saman þrátt fyrir það. Þau félög sem eftir verða innan SGS munu auðvitað fylkja liði og vinna að því að ná góðum kjarasamningum,“ segir Björn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort fleiri félög myndu fylgja fordæmi Eflingar og draga umboð sitt til SGS til baka. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafði lýst því yfir að afar líklegt væri að félag hans myndi fylgja í kjölfar Eflingar ef svo færi. Fréttablaðið reyndi að ná í Vilhjálm í gær en árangurslaust. Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, báru jafn mikinn ávöxt Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á fundi nefndarinnar. Formaður SGS segist leiður yfir að svona hafi farið en vonast til að félög landsins muni vinna saman þó að þau verði ekki saman í hóp. Fyrr í þessari viku felldi fundur aðildarfélaga SGS tillögu um að vísa kjarasamningaviðræðum strax til ríkissáttasemjara. Ellefu félög greiddu atkvæði gegn því en sjö vildu samþykkja. Meðal þeirra sem vildu samþykkja var Efling. Var haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún teldi niðurstöðuna ranga og rétt hefði verið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara áður en jólin gengju í garð. Boðað var til fundar í Eflingu í gær. „Þetta var því sem næst einróma niðurstaða fundarins og næstu skref eru að ég hef heimild frá samninganefndinni til að taka ákvörðun um hvenær við munum vísa viðræðunum til sáttasemjara,“ segir Sólveig Anna. „Það hefur alltaf verið okkar mikli vilji að vera saman í bandalagi og fara fram saman með VR. Þegar við skiluðum samningsumboði Eflingar til SGS gerðum við það með þeim fyrirvara að af slíku sambandi yrði og við töldum að það væri samhugur um það innan vébanda SGS. Því miður var það ekki raunin,“ segir hún. „Félög geta auðvitað hvenær sem er dregið umboð sitt til baka ef þau eru ekki ánægð. Það er ákvörðun hvers og eins en auðvitað finnst mér það miður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Þegar Fréttablaðið náði í Björn hafði honum ekki verið tilkynnt formlega um niðurstöðu fundarins en þó frétt af henni. Hann segir ekki óþekkt að félög vinni í mismunandi hópum. „Það hefur auðvitað alltaf áhrif ef menn vinna ekki í sameiningu. Þetta þýðir að félögin verða ekki saman í hóp en ég vonast til þess að þau geti unnið saman þrátt fyrir það. Þau félög sem eftir verða innan SGS munu auðvitað fylkja liði og vinna að því að ná góðum kjarasamningum,“ segir Björn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort fleiri félög myndu fylgja fordæmi Eflingar og draga umboð sitt til SGS til baka. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafði lýst því yfir að afar líklegt væri að félag hans myndi fylgja í kjölfar Eflingar ef svo færi. Fréttablaðið reyndi að ná í Vilhjálm í gær en árangurslaust. Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, báru jafn mikinn ávöxt
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira