Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Bára í héraðsdómi í vikunni ásamt lögmönnum sínum. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. „Við áttum von á því að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur. Stjórn Persónuverndar muni funda um málið í dag og spennandi verði að sjá hvernig tekið verði á því þar. „Svo er að bíða og sjá hvort þessir fjórir þingmenn kæri niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar eða fari beint í það að höfða einkamál,“ heldur Auður áfram. Þriðji möguleikinn sé að þeir kæri til lögreglunnar. Enginn fjórmenninganna svaraði Fréttablaðinu í gær og lögmaður þeirra, Reimar Pétursson, ekki heldur. Framhaldið er því er óljóst. „Við metum það heldur líklegra vegna þess að beiðnin til héraðsdóms byggði ekki á því að þetta væri nauðsynlegt til þess að ákveða hvort það ætti að fara í mál heldur að það væri stefnan að fara í mál og til þess að ákveðin gögn færu ekki til spillis væri verið að biðja um þau núna. Uppleggið þeirra hljómaði eins og þeir væru búnir að gera upp hug sinn,“ segir Auður. Ekki varð opinbert hver hefði staðið að upptökunum á Klaustri 21. nóvember fyrr en að Bára Halldórsdóttir steig fram 7. desember. Beiðni fjórmenninganna var sett fram 6. desember. Í úrskurði Lárentsínusar Kristjánssonar dómara kemur fram að lögmaður Báru hafi bent á að eftir að hún hafi stigið fram skorti þingmennina fjóra lögvarða hagsmuni af beiðni sinni. Í úrskurðinum er vikið að þeirri kenningu fjórmenninganna að líklegt sé að fleiri en Bára hafi staðið að því að hljóðrita samtal þeirra á Klaustri. „Slíkar kenningar og vangaveltur verða þó að mati dómsins að byggjast á einhverju öðru en því að hlutaðeigendur telji þetta eða hitt líklegt án þess að það sé rökstutt sérstaklega og með afmörkuðum hætti hvers vegna slíkar grunsemdir séu uppi,“ segir Lárentsínus í úrskurðinum. „Það er að minnsta kosti gott að þetta fór svona. Svo sjáum við hvað gerist næst,“ segir Bára Halldórsdóttir um niðurstöðu héraðsdóms. Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. „Við áttum von á því að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur. Stjórn Persónuverndar muni funda um málið í dag og spennandi verði að sjá hvernig tekið verði á því þar. „Svo er að bíða og sjá hvort þessir fjórir þingmenn kæri niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar eða fari beint í það að höfða einkamál,“ heldur Auður áfram. Þriðji möguleikinn sé að þeir kæri til lögreglunnar. Enginn fjórmenninganna svaraði Fréttablaðinu í gær og lögmaður þeirra, Reimar Pétursson, ekki heldur. Framhaldið er því er óljóst. „Við metum það heldur líklegra vegna þess að beiðnin til héraðsdóms byggði ekki á því að þetta væri nauðsynlegt til þess að ákveða hvort það ætti að fara í mál heldur að það væri stefnan að fara í mál og til þess að ákveðin gögn færu ekki til spillis væri verið að biðja um þau núna. Uppleggið þeirra hljómaði eins og þeir væru búnir að gera upp hug sinn,“ segir Auður. Ekki varð opinbert hver hefði staðið að upptökunum á Klaustri 21. nóvember fyrr en að Bára Halldórsdóttir steig fram 7. desember. Beiðni fjórmenninganna var sett fram 6. desember. Í úrskurði Lárentsínusar Kristjánssonar dómara kemur fram að lögmaður Báru hafi bent á að eftir að hún hafi stigið fram skorti þingmennina fjóra lögvarða hagsmuni af beiðni sinni. Í úrskurðinum er vikið að þeirri kenningu fjórmenninganna að líklegt sé að fleiri en Bára hafi staðið að því að hljóðrita samtal þeirra á Klaustri. „Slíkar kenningar og vangaveltur verða þó að mati dómsins að byggjast á einhverju öðru en því að hlutaðeigendur telji þetta eða hitt líklegt án þess að það sé rökstutt sérstaklega og með afmörkuðum hætti hvers vegna slíkar grunsemdir séu uppi,“ segir Lárentsínus í úrskurðinum. „Það er að minnsta kosti gott að þetta fór svona. Svo sjáum við hvað gerist næst,“ segir Bára Halldórsdóttir um niðurstöðu héraðsdóms.
Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira