Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2018 07:45 Netflix og Spotify fengu að lesa persónuleg skilaboð. Nordicphotos/Getty Nordicphotos/Getty Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. Að minnsta kosti ef horft er til hneykslismála. Cambridge Analytica-hneykslið er stærsta og þekktasta málið en að auki uppgötvuðust gallar sem stefndu öryggi persónulegra upplýsinga ítrekað í hættu. Þá er ótalin ráðning á andstæðingarannsóknabatteríi Repúblikana sem setti af stað falsfréttaherferð fyrir hönd miðilsins. The New York Times hefur nú greint frá enn einu málinu. Í ítarlegri og langri umfjöllun þriggja blaðamanna var greint frá því að Facebook hefði veitt stórum tæknifyrirtækjum, til að mynda Microsoft, Amazon og Spotify, mun víðtækari heimildir til að skoða gögn Facebook-notenda en miðillinn hafði áður sagt frá. Viðtöl við 60 fyrrverandi starfsmenn og viðskiptafélaga leiddu í ljós að Facebook hefði hugsanlega brotið gegn samþykkt við viðskiptaráð alríkisstjórnarinnar frá árinu 2011 um að ekki mætti deila upplýsingum notenda án skýrs samþykkis. Apple fékk að skoða dagatöl og vini notenda, meira að segja þeirra sem höfðu sérstaklega valið að deila þeim upplýsingum ekki. Amazon fékk nöfn og upplýsingar um netföng og símanúmer. Microsoft fékk sams konar upplýsingar. Apple segist aldrei hafa skoðað upplýsingarnar, Amazon sagði sína notkun vera alfarið viðeigandi og Microsoft kvaðst hafa eytt upplýsingunum. Öllu verra er hins vegar að Facebook leyfði Spotify, Netflix og Royal Bank of Canada hreinlega að lesa persónuleg skilaboð notenda, send í gegn um Messenger. Netflix sagðist þó aldrei hafa beðið um heimildina né lesið skilaboð. Sams konar svar fékkst frá Spotify. Ekki er þó hægt að útiloka að starfsmenn fyrirtækjanna hafi nýtt sér heimildina á einhvern hátt án leyfis stjórnenda. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. Að minnsta kosti ef horft er til hneykslismála. Cambridge Analytica-hneykslið er stærsta og þekktasta málið en að auki uppgötvuðust gallar sem stefndu öryggi persónulegra upplýsinga ítrekað í hættu. Þá er ótalin ráðning á andstæðingarannsóknabatteríi Repúblikana sem setti af stað falsfréttaherferð fyrir hönd miðilsins. The New York Times hefur nú greint frá enn einu málinu. Í ítarlegri og langri umfjöllun þriggja blaðamanna var greint frá því að Facebook hefði veitt stórum tæknifyrirtækjum, til að mynda Microsoft, Amazon og Spotify, mun víðtækari heimildir til að skoða gögn Facebook-notenda en miðillinn hafði áður sagt frá. Viðtöl við 60 fyrrverandi starfsmenn og viðskiptafélaga leiddu í ljós að Facebook hefði hugsanlega brotið gegn samþykkt við viðskiptaráð alríkisstjórnarinnar frá árinu 2011 um að ekki mætti deila upplýsingum notenda án skýrs samþykkis. Apple fékk að skoða dagatöl og vini notenda, meira að segja þeirra sem höfðu sérstaklega valið að deila þeim upplýsingum ekki. Amazon fékk nöfn og upplýsingar um netföng og símanúmer. Microsoft fékk sams konar upplýsingar. Apple segist aldrei hafa skoðað upplýsingarnar, Amazon sagði sína notkun vera alfarið viðeigandi og Microsoft kvaðst hafa eytt upplýsingunum. Öllu verra er hins vegar að Facebook leyfði Spotify, Netflix og Royal Bank of Canada hreinlega að lesa persónuleg skilaboð notenda, send í gegn um Messenger. Netflix sagðist þó aldrei hafa beðið um heimildina né lesið skilaboð. Sams konar svar fékkst frá Spotify. Ekki er þó hægt að útiloka að starfsmenn fyrirtækjanna hafi nýtt sér heimildina á einhvern hátt án leyfis stjórnenda.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09