Nokkur spurningarmerki í þessum hóp vegna meiðsla Hjörvar Ólafsson skrifar 20. desember 2018 10:00 Guðmundur Þórður og Gunnar Magnússon kynna hópinn. Fréttablaðið/Eyþór Guðmundur Þórður Guðmundsson skar niður þann 28 leikmanna hóp, sem hann hefur skráð sem mögulega leikmenn fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer í janúar, í 20 leikmanna æfingahóp. Guðmundur segir að taka þurfi stöðuna á þremur leikmönnum liðsins hvað meiðsli varðar og erfiðast hafi verið að velja þá tvo leikmenn sem skipa munu stöðu vinstri hornamanns að þessu sinni. „Mesti hausverkurinn var klárlega að velja þá tvo leikmenn sem við ætluðum að hafa í vinstra horninu. Það var einkar erfitt að ákveða það að skilja Bjarka Má Elísson eftir og það var erfitt að tilkynna honum þá ákvörðun. Mér fannst hins vegar betra að taka þessa ákvörðun strax í stað þess að láta þá mæta til æfinga og bítast um stöðuna. Það sama á við um hægra hornið og markmannsstöðuna,“ segir hann um valið. „Svo erum við að ganga í gegnum kynslóðaskipti og það er mikil uppstokkun í liðinu. Það tók nokkurn tíma að finna út hvernig best væri að hafa hópinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa verið að glíma við meiðsli undanfarið og við munum nota æfingarnar á komandi dögum og leikina milli jóla og nýárs til þess að meta stöðuna á þeim. Ég hef verið í töluverðum samskiptum við Alfreð Gíslason [þjálfara Kiel] um Gísla Þorgeir og hann hefur tjáð mér að málin séu í góðum farvegi hjá Gísla,“ segir Guðmundur um stöðuna á hópnum. „Við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa liðið og það bætir svo sannarlega ekki úr skák hversu seint deildirnar í Noregi og Svíþjóð klárast. Það er til að mynda bikarúrslitaleikur í Noregi 29. desember sem mér finnst fráleitt og mjög undarlegt að alþjóða handboltasambandið láti það viðgangast. Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum og mun einblína meira á að fara yfir varnarleikinn í undirbúningnum. Við þurfum til að mynda að æfa það hvernig við verjumst sjö á móti sex sem er afbrigði sem Króatía og Makedónía hafa mikið beitt,“ segir hann um komandi vikur. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson skar niður þann 28 leikmanna hóp, sem hann hefur skráð sem mögulega leikmenn fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer í janúar, í 20 leikmanna æfingahóp. Guðmundur segir að taka þurfi stöðuna á þremur leikmönnum liðsins hvað meiðsli varðar og erfiðast hafi verið að velja þá tvo leikmenn sem skipa munu stöðu vinstri hornamanns að þessu sinni. „Mesti hausverkurinn var klárlega að velja þá tvo leikmenn sem við ætluðum að hafa í vinstra horninu. Það var einkar erfitt að ákveða það að skilja Bjarka Má Elísson eftir og það var erfitt að tilkynna honum þá ákvörðun. Mér fannst hins vegar betra að taka þessa ákvörðun strax í stað þess að láta þá mæta til æfinga og bítast um stöðuna. Það sama á við um hægra hornið og markmannsstöðuna,“ segir hann um valið. „Svo erum við að ganga í gegnum kynslóðaskipti og það er mikil uppstokkun í liðinu. Það tók nokkurn tíma að finna út hvernig best væri að hafa hópinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa verið að glíma við meiðsli undanfarið og við munum nota æfingarnar á komandi dögum og leikina milli jóla og nýárs til þess að meta stöðuna á þeim. Ég hef verið í töluverðum samskiptum við Alfreð Gíslason [þjálfara Kiel] um Gísla Þorgeir og hann hefur tjáð mér að málin séu í góðum farvegi hjá Gísla,“ segir Guðmundur um stöðuna á hópnum. „Við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa liðið og það bætir svo sannarlega ekki úr skák hversu seint deildirnar í Noregi og Svíþjóð klárast. Það er til að mynda bikarúrslitaleikur í Noregi 29. desember sem mér finnst fráleitt og mjög undarlegt að alþjóða handboltasambandið láti það viðgangast. Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum og mun einblína meira á að fara yfir varnarleikinn í undirbúningnum. Við þurfum til að mynda að æfa það hvernig við verjumst sjö á móti sex sem er afbrigði sem Króatía og Makedónía hafa mikið beitt,“ segir hann um komandi vikur.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira