Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Barein 36-19 | Þægilegur undirbúningur fyrir strákana Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 30. desember 2018 18:30 Guðmundur á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Íslenska landsliðið í handbolta vann í dag 36-19 sigur á Barein í æfingaleik. Þetta var síðasti heimaleikur Íslands fyrir HM og því mikilvægt fyrir liðið að kveðja með sigri. Íslenska liðið fór hægt af stað og voru undir 4-3 þegar tæplega tíu mínútur voru búnar af leiknum. Íslenska liðinu fannst hinsvegar ekkert gaman að vera undir og skoruðu fimm mörk í röð. Ísland var aldrei aftur undir í leiknum og sigurinn var aldrei í hættu.Af hverju vann Ísland? Vörnin hjá Íslandi var geggjuð í dag, hún skapaði fullt af hraðaupphlaupum sem gerði það að verkum að forystan stækkaði bara og stækkaði. Andstæðingurinn var án lykilmanna og ekki í sama gæðaflokki og Ísland svo það á ekki að koma neinum á óvart að Ísland hafi unnið.Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að velja upp úr á milli þeirra sem voru að spila vörn í dag. Björgvin Páll var með tæplega 50% markvörslu í leiknum og gerði mjög vel. Guðjón Valur og Sigvaldi voru báðir frábærir í að refsa þegar Ísland stal boltanum og skoruðu samtals 15 mörk í kvöld. Ómar Ingi var örugglega sá leikmaður sem spilaði best sóknarlega á móti uppstilltri vörn en hann náði að skapa góð færi fyrir sjálfan sig og liðsfélaga sína.Hvað gekk illa? Mjög mikið hjá Barein í dag. Sérstaklega þegar vörnin okkar setti pressu á þá vissu þeir ekkert hvað þeir áttu að gera og voru duglegir að senda á bláa treyju frekar en rauða.Hvað gerist næst? Undirbúningurinn fyrir HM heldur áfram en íslenska landsliðið fer til Noregs eftir áramót þar sem þeir spila á æfingamóti áður en þeir fara á HM.Gummi: Ætla að bíða og heyra hvað læknarnir segja „Það jákvæða í leiknum er að við spiluðum mjög góða vörn. Við héldum einbeitingu sem var ekki einfalt þar sem þeir spiluðu frekar langar sóknir. Það krefst mikillar einbeitingar hjá varnarmönnunum að halda það út. Mér fannst við gera það mjög vel. Við fengum auðvitað ekki það mörg tækifæri til að stilla upp í uppstilltar sóknir þar sem það voru auðvitað mörg hraðaupphlaup. Þegar við gerðum það fannst mér við spila af skynsemi. Við skoruðum úr öllum stöðum getum við sagt og það er mjög jákvætt, “sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands eftir leikinn. En hvað má taka neikvætt úr leiknum? „Eiginlega ekki neitt. Að þessu sinni vill ég bara segja það að mér fannst við bara gera þetta á flestum stöðum mjög vel. Það vantar tvo lykilmenn í liðið hjá þeim og einn mikilvægasta leikmanninn þeirra svo að þeir eru ekki með sitt sterkasta lið. Þess vegna getum við ekki verið of mikið að skoða úrslitin í þessum leik. Við verðum að sjá það eftir æfingamótið í Noregi hvar við stöndum. Þar spilum við við eitt besta landslið heims, Norðmenn, í fyrsta leik og þá vitum við betur hvar við stöndum nákvæmlegea.” Hvað getur þú sagt mér um stöðuna á Arnari Frey þar sem hann var ekki með í dag? „Já ekkert nema það að hann fór í læknisskoðun núna áðan. Við erum að fá niðurstöður úr því hægt og sígandi þannig að ég held að hann verði að taka einhverja daga í pásu. Það á eftir að koma í ljós hvort hann komi með til Noregs eða ekki.” Einhverjar heimildir vilja meina að Arnar sé nefbrotinn, getur þú staðfest það? „Já ég ætla nú bara að bíða eftir að heyra hvað læknirnar segja um það.” Hefur staðan á Arnari einhver áhrif á lokahópinn? „Það gæti gert það. Eftir þær fréttir sem ég hef fengið ætti hann að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik á HM. Ég ætla bara að bíða með allar yfirlýsingar hvað það varðar.” „Við vonum að hann sé ekki með inflúensu. Við vonum að hann sé með einhvern vírus sem myndi taka þá skemmri tíma. Við vitum ekki meira en það. Hann liggur bara alveg flatur á koddanum. Við verðum bara að vona að hann orðinn betri á nýársdag,” sagði Guðmundur um Stefán Rafn Sigurmansson en Stefán er veikur og var þar af leiðandi ekki með í leik dagsins. „Ég er ekki búinn að velja endanlegan lokahóp en við veljum bara fyrst hóp sem fer til Noregs. Við höldum bara ýmsu opnu og við ætlum bara að skoða allt. Við erum með 28 menn sem við getum kallað inn, við höfum verið að breikka hópinn mjög markvisst núna undanfarin misseri. Þannig að mjög líklega fara 17 leikmenn með til Noregs,” sagði Guðmundur um hvernig staðan væri á lokahópnum fyrir HM. Sigvaldi: Vonast bara eftir að vera í hópnum „Mér fannst vörnin bara vera rosalega sterk hjá okkur. Síðan vorum við bara að spila flottan handbolta allan leikinn,” sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Bara mjög vel mig hlakkar bara til. Vonast bara eftir að vera í þessum 16 manna hóp fyrir HM,” sagði Sigvaldi aðspurður hvort hann væri spenntur fyrir verkefninu sem er að fara af stað. Sigvaldi fór á kostum í leiknum og skoraði sjö mörk í níu skotum. Það á eftir að gefa út lokahópinn svo Sigvaldi er ekki endilega að fara á HM. Aðspurður hvort hann haldi að frammistaðan í dag hafi hjálpað honum að tryggja farseðil á HM svaraði hann að það myndi vonandi hjálpa. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku
Íslenska landsliðið í handbolta vann í dag 36-19 sigur á Barein í æfingaleik. Þetta var síðasti heimaleikur Íslands fyrir HM og því mikilvægt fyrir liðið að kveðja með sigri. Íslenska liðið fór hægt af stað og voru undir 4-3 þegar tæplega tíu mínútur voru búnar af leiknum. Íslenska liðinu fannst hinsvegar ekkert gaman að vera undir og skoruðu fimm mörk í röð. Ísland var aldrei aftur undir í leiknum og sigurinn var aldrei í hættu.Af hverju vann Ísland? Vörnin hjá Íslandi var geggjuð í dag, hún skapaði fullt af hraðaupphlaupum sem gerði það að verkum að forystan stækkaði bara og stækkaði. Andstæðingurinn var án lykilmanna og ekki í sama gæðaflokki og Ísland svo það á ekki að koma neinum á óvart að Ísland hafi unnið.Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að velja upp úr á milli þeirra sem voru að spila vörn í dag. Björgvin Páll var með tæplega 50% markvörslu í leiknum og gerði mjög vel. Guðjón Valur og Sigvaldi voru báðir frábærir í að refsa þegar Ísland stal boltanum og skoruðu samtals 15 mörk í kvöld. Ómar Ingi var örugglega sá leikmaður sem spilaði best sóknarlega á móti uppstilltri vörn en hann náði að skapa góð færi fyrir sjálfan sig og liðsfélaga sína.Hvað gekk illa? Mjög mikið hjá Barein í dag. Sérstaklega þegar vörnin okkar setti pressu á þá vissu þeir ekkert hvað þeir áttu að gera og voru duglegir að senda á bláa treyju frekar en rauða.Hvað gerist næst? Undirbúningurinn fyrir HM heldur áfram en íslenska landsliðið fer til Noregs eftir áramót þar sem þeir spila á æfingamóti áður en þeir fara á HM.Gummi: Ætla að bíða og heyra hvað læknarnir segja „Það jákvæða í leiknum er að við spiluðum mjög góða vörn. Við héldum einbeitingu sem var ekki einfalt þar sem þeir spiluðu frekar langar sóknir. Það krefst mikillar einbeitingar hjá varnarmönnunum að halda það út. Mér fannst við gera það mjög vel. Við fengum auðvitað ekki það mörg tækifæri til að stilla upp í uppstilltar sóknir þar sem það voru auðvitað mörg hraðaupphlaup. Þegar við gerðum það fannst mér við spila af skynsemi. Við skoruðum úr öllum stöðum getum við sagt og það er mjög jákvætt, “sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands eftir leikinn. En hvað má taka neikvætt úr leiknum? „Eiginlega ekki neitt. Að þessu sinni vill ég bara segja það að mér fannst við bara gera þetta á flestum stöðum mjög vel. Það vantar tvo lykilmenn í liðið hjá þeim og einn mikilvægasta leikmanninn þeirra svo að þeir eru ekki með sitt sterkasta lið. Þess vegna getum við ekki verið of mikið að skoða úrslitin í þessum leik. Við verðum að sjá það eftir æfingamótið í Noregi hvar við stöndum. Þar spilum við við eitt besta landslið heims, Norðmenn, í fyrsta leik og þá vitum við betur hvar við stöndum nákvæmlegea.” Hvað getur þú sagt mér um stöðuna á Arnari Frey þar sem hann var ekki með í dag? „Já ekkert nema það að hann fór í læknisskoðun núna áðan. Við erum að fá niðurstöður úr því hægt og sígandi þannig að ég held að hann verði að taka einhverja daga í pásu. Það á eftir að koma í ljós hvort hann komi með til Noregs eða ekki.” Einhverjar heimildir vilja meina að Arnar sé nefbrotinn, getur þú staðfest það? „Já ég ætla nú bara að bíða eftir að heyra hvað læknirnar segja um það.” Hefur staðan á Arnari einhver áhrif á lokahópinn? „Það gæti gert það. Eftir þær fréttir sem ég hef fengið ætti hann að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik á HM. Ég ætla bara að bíða með allar yfirlýsingar hvað það varðar.” „Við vonum að hann sé ekki með inflúensu. Við vonum að hann sé með einhvern vírus sem myndi taka þá skemmri tíma. Við vitum ekki meira en það. Hann liggur bara alveg flatur á koddanum. Við verðum bara að vona að hann orðinn betri á nýársdag,” sagði Guðmundur um Stefán Rafn Sigurmansson en Stefán er veikur og var þar af leiðandi ekki með í leik dagsins. „Ég er ekki búinn að velja endanlegan lokahóp en við veljum bara fyrst hóp sem fer til Noregs. Við höldum bara ýmsu opnu og við ætlum bara að skoða allt. Við erum með 28 menn sem við getum kallað inn, við höfum verið að breikka hópinn mjög markvisst núna undanfarin misseri. Þannig að mjög líklega fara 17 leikmenn með til Noregs,” sagði Guðmundur um hvernig staðan væri á lokahópnum fyrir HM. Sigvaldi: Vonast bara eftir að vera í hópnum „Mér fannst vörnin bara vera rosalega sterk hjá okkur. Síðan vorum við bara að spila flottan handbolta allan leikinn,” sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Bara mjög vel mig hlakkar bara til. Vonast bara eftir að vera í þessum 16 manna hóp fyrir HM,” sagði Sigvaldi aðspurður hvort hann væri spenntur fyrir verkefninu sem er að fara af stað. Sigvaldi fór á kostum í leiknum og skoraði sjö mörk í níu skotum. Það á eftir að gefa út lokahópinn svo Sigvaldi er ekki endilega að fara á HM. Aðspurður hvort hann haldi að frammistaðan í dag hafi hjálpað honum að tryggja farseðil á HM svaraði hann að það myndi vonandi hjálpa.