Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 22:10 Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefndi í 200 milljónir króna. vísir/vilhelm Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar fækkunar sjúkraflutningamanna á svæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þetta kemur fram í ályktun sem LSS sendi frá sér í morgun. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Í ályktun LSS segir að afleiðingar af fyrirhugaðri fækkun sjúkraflutningamanna séu óþekktar en að ljóst sé að viðbragð muni skerðast. Þá sé líklegt að útkallstími lengist. „Frekari afleiðingar er aukið álag á þá starfsmenn sem sinna þjónustunni og í allri umræðu um kulnun og streitu ganga svona aðgerðir þvert á það markmið að skapa heilbrigt vinnuumhverfi. Hvetur LSS yfirstjórn HSU til að endurskoða þessa ákvörðun og óskar jafnframt eftir aðkomu heilbrigðisráðuneytis til að setja viðmiðunarreglur um staðsetningu starfsstöðva og lágmarksviðmið fyrir staðarvakt sjúkraflutninga,“ segir í ályktuninni.Rekstarvandi Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefndi í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sagði breytingarnar á rekstrinum nauðsynlegar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Fækkunin ætti þó ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um rúm 5% á síðasta ári. 2. janúar 2019 20:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar fækkunar sjúkraflutningamanna á svæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þetta kemur fram í ályktun sem LSS sendi frá sér í morgun. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Í ályktun LSS segir að afleiðingar af fyrirhugaðri fækkun sjúkraflutningamanna séu óþekktar en að ljóst sé að viðbragð muni skerðast. Þá sé líklegt að útkallstími lengist. „Frekari afleiðingar er aukið álag á þá starfsmenn sem sinna þjónustunni og í allri umræðu um kulnun og streitu ganga svona aðgerðir þvert á það markmið að skapa heilbrigt vinnuumhverfi. Hvetur LSS yfirstjórn HSU til að endurskoða þessa ákvörðun og óskar jafnframt eftir aðkomu heilbrigðisráðuneytis til að setja viðmiðunarreglur um staðsetningu starfsstöðva og lágmarksviðmið fyrir staðarvakt sjúkraflutninga,“ segir í ályktuninni.Rekstarvandi Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefndi í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sagði breytingarnar á rekstrinum nauðsynlegar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Fækkunin ætti þó ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu.
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um rúm 5% á síðasta ári. 2. janúar 2019 20:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00
Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06
Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um rúm 5% á síðasta ári. 2. janúar 2019 20:30