Handbolti

Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Strákarnir bíða eftir töskunum.
Strákarnir bíða eftir töskunum. Vísir/tom
Íslenska landsliðið í handbolta lenti í München í Þýskalandi rétt eftir klukkan tólf að staðartíma í dag eftir ljúft flug frá Keflavík.

Þegar komið var inn í flugstöðina í München biðu þar tveir ljósmyndarar sem smelltu af strákunum er þeir gengu í átt að töskubeltunum en sömuleiðis vildu ungir krakkar sem í fluginu voru sjá íslensku strákana með berum augum.

Illa gekk að koma liðinu út úr flugstöðinni því seinagangur var í töskumálum. Í flugvélinni voru tugir íslenskra skíðakappa sem voru á leið í rútu til Austurríkis í brekkurnar þar enda meira og minna hætt að snjóa heima á Íslandi.

Farangur þeirra og farangur landsliðsins virtist þeim ofviða í flugstöðinni og þurftu strákarnir að bíða í um klukkustund eftir að allar töskur voru komnar og hægt var að fara upp í rútu áleiðis á liðshótelið.

Til stóð að æfa síðdegis í dag en íslenskir fjölmiðlar fengu þau skilaboð rétt áðna að æfingin hefði verið felld niður og fá strákarnir því að hvíla sig enn betur fyrir fyrstu æfingu sem er opin æfing á morgun.

Íslenska liðið þurfti að rísa úr rekkju í nótt til að vera komið hálf sex út í Leifsstöð en flugið átti að fara af stað klukkan 7.20. Sumir voru þvi ansi þreyttir í morgun og fagna aukinni hvíld fyrir átökin sem hefjast á föstudaginn gegn Króatíu.

Strákarnir myndaði við komuna til München.vísir/tom

Tengdar fréttir

Ungt lið hélt til München í morgun

Tveir dagar eru í það að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefji leik á HM sem haldið verður í Þýskalandi annars vegar og Danmörku hins vegar að þessu sinni. Íslenska liðið fékk slæmar fregnir rétt áður en hópurinn var kynntur í gær.

Bara einn silfurstrákur eftir í landsliðinu

Í ágúst síðastliðnum voru liðin tíu ár frá því að íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri frá upphafi með því að vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×