Bara einn silfurstrákur eftir í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 08:30 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Daníel Í ágúst síðastliðnum voru liðin tíu ár frá því að íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri frá upphafi með því að vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking. Á undanförnum árum hefur jafnt og þétt fækkað í hópi silfurstrákanna og stór hluti leikmannahópsins frá því 2008 er meira að segja ekki aðeins hættur í landsliðinu heldur eru einnig margir hættir að spila handbolta. Fjórtán leikmenn fengu silfurpeninginn um hálsinn og nú er svo komið að aðeins einn þeirra mun spila á heimsmeistaramótinu sem hefst á föstudaginn. Eini silfurstrákurinn sem er eftir í íslenska landsliðinu er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem var einmitt á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland fór alla leið í úrslitaleikinn í Peking fyrir rúmum áratug. Silfurstrákunum fækkaði um þrjá frá því á undanförnum tveimur stórmótum en þá voru auk Björgvins Páls þeir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson einnig með íslenska liðinu. Guðjón Valur Sigurðsson átti að fara á HM í ár en meiddist á loksprettinum og datt út úr hópnum eftir síðustu æfinguna eða aðeins rétt áður en Guðmundur tilkynnti lokahópinn sinn. Björgvin Páll Gústavsson stendur nú einn eftir en hann er á leiðinni á sitt tólfta stórmót í röð. Guðjón Valur Sigurðsson náði því að spila á 21. stórmóti í röð en á árunum 1998 til 2018 þá fór íslenska landsliðið ekki á stórmót án þess að hafa Guðjón Val með í för. Hér fyrir neðan má sjá hversu margir silfurstrákar hafa verið á stórmótum Íslands frá 2008 til 2019.Íslenska landsliðið sem endaði í 2. sæti á ÓL 2008.Vísir/VilhelmLandsliðsmennirnir fjórtán sem unnu silfur á ÓL í Peking 2018 Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sigfús Sigurðsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla Ásgeirsson (Bjarni Fritzson varamaður)Silfurstrákar á HM 2019 - 1 Björgvin Páll GústavssonSilfurstrákar á EM 2018 - 4(Urðu í 13. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á HM 2017 - 4(Urðu í 14. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á EM 2016 - 7(Urðu í 13. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn GuðjónssonSilfurstrákar á HM 2015 - 8(Urðu í 11. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2014 - 7(Urðu í 5. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2013 - 6(Urðu í 12. sæti) Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonLogi Geirsson með Ólympíusilfrið en með honum eru Sigfús Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson.Vísir/VilhelmSilfurstrákar á ÓL 2012 - 11(Urðu í 5. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2012 - 10(Urðu í 10. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2011 - 11(Urðu í 6. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2010 - 13(Unnu bronsverðlaun á mótinu) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla ÁsgeirssonGuðmundur Guðmundsson þjálfaði landsliðið árið 2008 alveg eins og núna. Hér er hann með Ólafi Stefánssyni.Vísir/Vilhelm HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
Í ágúst síðastliðnum voru liðin tíu ár frá því að íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri frá upphafi með því að vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking. Á undanförnum árum hefur jafnt og þétt fækkað í hópi silfurstrákanna og stór hluti leikmannahópsins frá því 2008 er meira að segja ekki aðeins hættur í landsliðinu heldur eru einnig margir hættir að spila handbolta. Fjórtán leikmenn fengu silfurpeninginn um hálsinn og nú er svo komið að aðeins einn þeirra mun spila á heimsmeistaramótinu sem hefst á föstudaginn. Eini silfurstrákurinn sem er eftir í íslenska landsliðinu er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem var einmitt á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland fór alla leið í úrslitaleikinn í Peking fyrir rúmum áratug. Silfurstrákunum fækkaði um þrjá frá því á undanförnum tveimur stórmótum en þá voru auk Björgvins Páls þeir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson einnig með íslenska liðinu. Guðjón Valur Sigurðsson átti að fara á HM í ár en meiddist á loksprettinum og datt út úr hópnum eftir síðustu æfinguna eða aðeins rétt áður en Guðmundur tilkynnti lokahópinn sinn. Björgvin Páll Gústavsson stendur nú einn eftir en hann er á leiðinni á sitt tólfta stórmót í röð. Guðjón Valur Sigurðsson náði því að spila á 21. stórmóti í röð en á árunum 1998 til 2018 þá fór íslenska landsliðið ekki á stórmót án þess að hafa Guðjón Val með í för. Hér fyrir neðan má sjá hversu margir silfurstrákar hafa verið á stórmótum Íslands frá 2008 til 2019.Íslenska landsliðið sem endaði í 2. sæti á ÓL 2008.Vísir/VilhelmLandsliðsmennirnir fjórtán sem unnu silfur á ÓL í Peking 2018 Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sigfús Sigurðsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla Ásgeirsson (Bjarni Fritzson varamaður)Silfurstrákar á HM 2019 - 1 Björgvin Páll GústavssonSilfurstrákar á EM 2018 - 4(Urðu í 13. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á HM 2017 - 4(Urðu í 14. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á EM 2016 - 7(Urðu í 13. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn GuðjónssonSilfurstrákar á HM 2015 - 8(Urðu í 11. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2014 - 7(Urðu í 5. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2013 - 6(Urðu í 12. sæti) Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonLogi Geirsson með Ólympíusilfrið en með honum eru Sigfús Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson.Vísir/VilhelmSilfurstrákar á ÓL 2012 - 11(Urðu í 5. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2012 - 10(Urðu í 10. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2011 - 11(Urðu í 6. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2010 - 13(Unnu bronsverðlaun á mótinu) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla ÁsgeirssonGuðmundur Guðmundsson þjálfaði landsliðið árið 2008 alveg eins og núna. Hér er hann með Ólafi Stefánssyni.Vísir/Vilhelm
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira