Bara einn silfurstrákur eftir í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 08:30 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Daníel Í ágúst síðastliðnum voru liðin tíu ár frá því að íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri frá upphafi með því að vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking. Á undanförnum árum hefur jafnt og þétt fækkað í hópi silfurstrákanna og stór hluti leikmannahópsins frá því 2008 er meira að segja ekki aðeins hættur í landsliðinu heldur eru einnig margir hættir að spila handbolta. Fjórtán leikmenn fengu silfurpeninginn um hálsinn og nú er svo komið að aðeins einn þeirra mun spila á heimsmeistaramótinu sem hefst á föstudaginn. Eini silfurstrákurinn sem er eftir í íslenska landsliðinu er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem var einmitt á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland fór alla leið í úrslitaleikinn í Peking fyrir rúmum áratug. Silfurstrákunum fækkaði um þrjá frá því á undanförnum tveimur stórmótum en þá voru auk Björgvins Páls þeir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson einnig með íslenska liðinu. Guðjón Valur Sigurðsson átti að fara á HM í ár en meiddist á loksprettinum og datt út úr hópnum eftir síðustu æfinguna eða aðeins rétt áður en Guðmundur tilkynnti lokahópinn sinn. Björgvin Páll Gústavsson stendur nú einn eftir en hann er á leiðinni á sitt tólfta stórmót í röð. Guðjón Valur Sigurðsson náði því að spila á 21. stórmóti í röð en á árunum 1998 til 2018 þá fór íslenska landsliðið ekki á stórmót án þess að hafa Guðjón Val með í för. Hér fyrir neðan má sjá hversu margir silfurstrákar hafa verið á stórmótum Íslands frá 2008 til 2019.Íslenska landsliðið sem endaði í 2. sæti á ÓL 2008.Vísir/VilhelmLandsliðsmennirnir fjórtán sem unnu silfur á ÓL í Peking 2018 Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sigfús Sigurðsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla Ásgeirsson (Bjarni Fritzson varamaður)Silfurstrákar á HM 2019 - 1 Björgvin Páll GústavssonSilfurstrákar á EM 2018 - 4(Urðu í 13. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á HM 2017 - 4(Urðu í 14. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á EM 2016 - 7(Urðu í 13. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn GuðjónssonSilfurstrákar á HM 2015 - 8(Urðu í 11. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2014 - 7(Urðu í 5. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2013 - 6(Urðu í 12. sæti) Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonLogi Geirsson með Ólympíusilfrið en með honum eru Sigfús Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson.Vísir/VilhelmSilfurstrákar á ÓL 2012 - 11(Urðu í 5. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2012 - 10(Urðu í 10. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2011 - 11(Urðu í 6. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2010 - 13(Unnu bronsverðlaun á mótinu) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla ÁsgeirssonGuðmundur Guðmundsson þjálfaði landsliðið árið 2008 alveg eins og núna. Hér er hann með Ólafi Stefánssyni.Vísir/Vilhelm HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Í ágúst síðastliðnum voru liðin tíu ár frá því að íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri frá upphafi með því að vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking. Á undanförnum árum hefur jafnt og þétt fækkað í hópi silfurstrákanna og stór hluti leikmannahópsins frá því 2008 er meira að segja ekki aðeins hættur í landsliðinu heldur eru einnig margir hættir að spila handbolta. Fjórtán leikmenn fengu silfurpeninginn um hálsinn og nú er svo komið að aðeins einn þeirra mun spila á heimsmeistaramótinu sem hefst á föstudaginn. Eini silfurstrákurinn sem er eftir í íslenska landsliðinu er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem var einmitt á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland fór alla leið í úrslitaleikinn í Peking fyrir rúmum áratug. Silfurstrákunum fækkaði um þrjá frá því á undanförnum tveimur stórmótum en þá voru auk Björgvins Páls þeir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson einnig með íslenska liðinu. Guðjón Valur Sigurðsson átti að fara á HM í ár en meiddist á loksprettinum og datt út úr hópnum eftir síðustu æfinguna eða aðeins rétt áður en Guðmundur tilkynnti lokahópinn sinn. Björgvin Páll Gústavsson stendur nú einn eftir en hann er á leiðinni á sitt tólfta stórmót í röð. Guðjón Valur Sigurðsson náði því að spila á 21. stórmóti í röð en á árunum 1998 til 2018 þá fór íslenska landsliðið ekki á stórmót án þess að hafa Guðjón Val með í för. Hér fyrir neðan má sjá hversu margir silfurstrákar hafa verið á stórmótum Íslands frá 2008 til 2019.Íslenska landsliðið sem endaði í 2. sæti á ÓL 2008.Vísir/VilhelmLandsliðsmennirnir fjórtán sem unnu silfur á ÓL í Peking 2018 Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sigfús Sigurðsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla Ásgeirsson (Bjarni Fritzson varamaður)Silfurstrákar á HM 2019 - 1 Björgvin Páll GústavssonSilfurstrákar á EM 2018 - 4(Urðu í 13. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á HM 2017 - 4(Urðu í 14. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á EM 2016 - 7(Urðu í 13. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn GuðjónssonSilfurstrákar á HM 2015 - 8(Urðu í 11. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2014 - 7(Urðu í 5. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2013 - 6(Urðu í 12. sæti) Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonLogi Geirsson með Ólympíusilfrið en með honum eru Sigfús Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson.Vísir/VilhelmSilfurstrákar á ÓL 2012 - 11(Urðu í 5. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2012 - 10(Urðu í 10. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2011 - 11(Urðu í 6. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2010 - 13(Unnu bronsverðlaun á mótinu) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla ÁsgeirssonGuðmundur Guðmundsson þjálfaði landsliðið árið 2008 alveg eins og núna. Hér er hann með Ólafi Stefánssyni.Vísir/Vilhelm
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira