Handbolti

Keilan hitti strákana á leiðinni til München

Tómas Þór Þórðarson í Leifsstöð skrifar
Strákarnir okkar í Saga Lounge í morgun.
Strákarnir okkar í Saga Lounge í morgun. vísir/tom
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta flugu til München í morgun þar sem þeir hefja leik á HM 2019 í handbolta á föstudaginn en fyrsti mótherji er stórlið Króatíu.

Íslenska liðið mætti eldsnemma í morgun í Leifsstöð en rútan rann að dyrum um hálf sex. Þeir nutu svo lífsins í Saga Lounge fram að flugi þar sem að þeir fengu að borða og drekka og horfðu svo á skemmtilegt myndband frá vinum og vandamönnum.

Liðssmyndatakan fyrir mótið fór fram í Saga Lounge og eftir að nokkrar myndir voru teknar kallaði einhver: "Hvar er keilan?" og vísaði til keilunnar frægu sem laumaðist á mynd með íslenska fótboltalandsliðinu fyrir EM 2016. Hún varð svo fræg að hún fékk sitt eigið sæti í fluginu á HM 2018.

Keilan var að sjálfsögðu á staðnum og var skellt fyrir framan strákana þar sem að hún tók sig vel út með íslenska liðinu.

Strákarnir lenda um hádegisbil í München og æfa svo síðdegis í keppnishöllinni en fyrsti leikur er sem fyrr segir á föstudaginn á móti Króatíu.

Vísir er með í för og mun flytja ykkur fréttir allt mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×