Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. janúar 2019 06:00 Þorgrímur man ekki önnur eins snjóþyngsli við hótel sitt. Mynd/Þorgrímur Það væsir ekki um þá Íslendinga sem dvelja á skíðahóteli Þorgríms og Þuríðar í austurrísku Ölpunum en þar kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Snjóflóðahætta er víða á skíðasvæðum í Ölpunum eftir mikla snjókomu um helgina og minnst fjórir skíðamenn hafa látist, þrír í snjóflóðum og einn sem varð undir tré sem féll vegna snjóþyngsla. Fréttavefur BBC greindi frá því að björgunarfólk væri víða að leita að fólki á skíðasvæðum bæði í austurrísku og ítölsku Ölpunum, fjölda fjallvega hefði verið lokað og skíðafólk varað við. „Það er nú meira í nágrenni við Tíról og eins á skíðasvæðinu í Obertauern sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá okkur, það er snjóflóðahætta þar,“ segir Þorgrímur Kristinsson, staðarhaldari á skíðahóteli Íslendinga í Speirereck-fjalli í Austurríki, sem er um það bil 100 kílómetra suður af Salzburg. Þorgrímur segist fylgjast mjög vel með öllum aðstæðum á skíðasvæðunum og mögulegri snjóflóðahættu. „Það er engin snjóflóðahætta hér hjá okkur en ég hef eitthvað heyrt í fréttum um slys á fólki. „Þau verða helst þegar fólk er að fara utanbrautar í svona aðstæðum sem er algjörlega bannað,“ segir hann og kveðst ekki muna eftir jafnmiklum snjó á svæðinu og ekkert lát virðist ætla að verða á ofankomunni. „Það er spáð snjókomu hér allavega næstu fjóra dagana. En fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil klettafjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóðahætta er ekki eins mikil hjá okkur og þar.“ Aðspurður segist Þorgrímur ekki vita til þess að veðrið og snjóþyngslin á svæðinu hafi valdið Íslendingum vandræðum. „Nei, ég veit ekki til þess og allir á hótelinu hjá mér eru fínir,“ segir hann. Langflestir hótelgesta hans eru Íslendingar. „Það er góð stemning meðal Íslendinganna hjá okkur og frá næstu viku og alveg út febrúar verður alveg vitlaust að gera hjá okkur.“ Snjókoman truflar ekki skíðaiðkunina að sögn Þorgríms. Þó hafi skíðalyftum verið lokað um stundarsakir vegna fannkyngi. „En í dag var þetta mjög fínt hjá okkur og frábært skíðafæri. En þetta er samt komið gott,“ segir Þorgrímur sem á því frekar að venjast að biðja um meiri snjó en óska þess að lát verði á ofankomu. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Veður Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Það væsir ekki um þá Íslendinga sem dvelja á skíðahóteli Þorgríms og Þuríðar í austurrísku Ölpunum en þar kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Snjóflóðahætta er víða á skíðasvæðum í Ölpunum eftir mikla snjókomu um helgina og minnst fjórir skíðamenn hafa látist, þrír í snjóflóðum og einn sem varð undir tré sem féll vegna snjóþyngsla. Fréttavefur BBC greindi frá því að björgunarfólk væri víða að leita að fólki á skíðasvæðum bæði í austurrísku og ítölsku Ölpunum, fjölda fjallvega hefði verið lokað og skíðafólk varað við. „Það er nú meira í nágrenni við Tíról og eins á skíðasvæðinu í Obertauern sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá okkur, það er snjóflóðahætta þar,“ segir Þorgrímur Kristinsson, staðarhaldari á skíðahóteli Íslendinga í Speirereck-fjalli í Austurríki, sem er um það bil 100 kílómetra suður af Salzburg. Þorgrímur segist fylgjast mjög vel með öllum aðstæðum á skíðasvæðunum og mögulegri snjóflóðahættu. „Það er engin snjóflóðahætta hér hjá okkur en ég hef eitthvað heyrt í fréttum um slys á fólki. „Þau verða helst þegar fólk er að fara utanbrautar í svona aðstæðum sem er algjörlega bannað,“ segir hann og kveðst ekki muna eftir jafnmiklum snjó á svæðinu og ekkert lát virðist ætla að verða á ofankomunni. „Það er spáð snjókomu hér allavega næstu fjóra dagana. En fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil klettafjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóðahætta er ekki eins mikil hjá okkur og þar.“ Aðspurður segist Þorgrímur ekki vita til þess að veðrið og snjóþyngslin á svæðinu hafi valdið Íslendingum vandræðum. „Nei, ég veit ekki til þess og allir á hótelinu hjá mér eru fínir,“ segir hann. Langflestir hótelgesta hans eru Íslendingar. „Það er góð stemning meðal Íslendinganna hjá okkur og frá næstu viku og alveg út febrúar verður alveg vitlaust að gera hjá okkur.“ Snjókoman truflar ekki skíðaiðkunina að sögn Þorgríms. Þó hafi skíðalyftum verið lokað um stundarsakir vegna fannkyngi. „En í dag var þetta mjög fínt hjá okkur og frábært skíðafæri. En þetta er samt komið gott,“ segir Þorgrímur sem á því frekar að venjast að biðja um meiri snjó en óska þess að lát verði á ofankomu.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Veður Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira