Hinn 26 ára gamli framherji hafði betur gegn samherja sínum hjá Liverpool, Sadio Mane, og framherja Arsenal Pierre-Emerick Aubameyang í baráttunni um titilinn.
Hann tók við titlinum á hátið sem var haldinn í Senegal í kvöld en hann var einnig valinn besti afríski leikmaðurinn af BBC í desember.
„Mig hefur dreymt um að vinna þennan titil síðan að ég var krakki og núna hef ég unnið hann tvisvar í röð,“ sagði Salah er hann tók við verðlaununum.
Knattspyrnukona árins í Afríku var Thembi Kgatlana en hún er frá Suður-Afríku. Hún spilar með Houston Dash sem spilar í NWSL-deildinni.
Mohamed Salah has been named the Caf African Player of the Year for the second time running https://t.co/mLoCZYxhbp #LFC pic.twitter.com/VZO99fCKh8
— BBC Sport (@BBCSport) January 8, 2019