Öll púslin skipta máli Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Tilnefningarnefndir og góðir stjórnarhættir hafa verið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Hvers vegna ætli það sé? Skýringarnar eru vafalaust margar en meðal þeirra gæti verið frétt frá síðasta vori, þar sem sagt var frá bréfaskriftum bandaríska eignastýringafyrirtækisins Eaton Vance til stjórna þeirra skráðu félaga þar sem sjóðurinn var hluthafi. Í ljósi þessa mikla áhuga blása útgefendur leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja til morgunverðarfundar um tilnefningarnefndir á Grand Hótel í fyrramálið. En hvað gera þessar tilnefningarnefndir? Þær eru ekki hluti af árlegri veitingu Óskarsverðlaunanna eins og álykta mætti af nafninu í fyrstu heldur gagnlegt verkfæri hluthafa til að stuðla að góðum stjórnarháttum. Hlutverk tilnefningarnefnda er í sem stystu máli að meta heildstætt og tilnefna einstaklinga sem mynda heildstæðan og fjölhæfan hóp til stjórnarsetu í aðdraganda aðal- eða hluthafafundar. Í áðurnefndri frétt segir meðal annars: „Fram kemur í bréfinu […] að góðir stjórnarhættir leiði til aukins virðis fyrir hluthafa til lengri tíma litið. Eitt mikilvægasta atriðið til að tryggja góða stjórnarhætti sé að skipa tilnefningarnefnd. Vakin er athygli á því að 95% af skráðum fyrirtækjum í Svíþjóð hafi yfir að ráða slíkum nefndum.“ Í störfum sínum skal tilnefningarnefnd vinna að hagsmunum allra hluthafa og gæta þess að einstaklingar sem tilnefndir eru búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu til þess að rækja hlutverk sitt, eins og segir í nýjustu útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins gefa út. Í inngangi leiðbeininganna er þeim sérstaklega beint að „einingum tengdum almannahagsmunum, en það eru fyrirtæki með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, lífeyrissjóðir, lánastofnanir og vátryggingafélög.“ Tilnefningarnefndir komu fyrst fram í leiðbeiningum um góða stjórnarhætti árið 2009. Þrátt fyrir það voru lengst af einungis tvær tilnefningarnefndir starfandi í skráðum félögum. Sýn, áður Fjarskipti, setti á fót tilnefningarnefnd haustið 2014 og Skeljungur árið 2016.Og stjórnarsætið hlýtur?… Undanfarin misseri hafa tveir fagfjárfestar öðrum fremur kallað eftir tilnefningarnefndum í skráðum félögum: Eaton Vance og Lífeyrissjóðurinn Gildi. Töluvert hefur dregið til tíðinda fyrir áhugafólk um stjórnarhætti fyrirtækja í þessum efnum því í hóp Sýnar og Skeljungs hafa bæst Arion banki, Eik, Festi, Hagar, Origo, Reginn, Reitir, Síminn, Sjóvá, TM og VÍS. Í sumar samþykkti svo hluthafafundur HB Granda að fela stjórn að undirbúa að koma á fót tilnefningarnefnd innan félagsins. Af átján félögum á aðallista Kauphallarinnar eru því fjórtán ýmist með tilnefningarnefnd starfandi, í burðarliðnum eða með í skoðun að koma upp slíkri nefnd. Þessari miklu aukningu á þessum skamma tíma ber að fagna.Bæði verkfæri og markmið Sú staðreynd að bæði innlendir lífeyrissjóðir og erlendur eignastýringasjóður leggja kapp á að íslensk fyrirtæki komi á fót tilnefningarnefndum segir ákveðna sögu. Í áðurnefndri frétt teflir Eaton Vance þannig fram því einfalda sjónarmiði að góðir stjórnarhættir og tilvist tilnefningarnefnda innan fyrirtækja leiði til aukins virðis fyrirtækja til lengri tíma. Sjónarmiðið er því ekki eingöngu að góðir stjórnarhættir séu eftirsóknarverðir sem sjálfstætt markmið heldur leiði góðir stjórnarhættir til aukins virðis fyrir hluthafa, og að einn hornsteina góðra stjórnarhátta sé einmitt tilnefningarnefndir. Þetta ætti að vera hluthöfum hvatning til að í það minnsta skoða gaumgæfilega að koma á fót tilnefningarnefndum í sínum félögum til að tryggja fjölbreytni og fjölhæfni í stjórnum. Því þótt allir sem hafa lagst yfir púsluspil byrji á að finna hornpúslin væri útkoman heldur hrörleg, eða myndin sem birtist mjög smá, ef öll púslin væru hornpúsl. Sömu sögu má segja af stjórnum fyrirtækja. Séu stjórnarmenn of einsleitir, jafnvel þótt hver og einn þeirra sé mjög hæfur, kann það að draga úr styrk stjórna því styrkur stjórna felst öðru fremur í þeirri heild sem stjórnarmennirnir mynda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Dofri Ólafsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Tilnefningarnefndir og góðir stjórnarhættir hafa verið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Hvers vegna ætli það sé? Skýringarnar eru vafalaust margar en meðal þeirra gæti verið frétt frá síðasta vori, þar sem sagt var frá bréfaskriftum bandaríska eignastýringafyrirtækisins Eaton Vance til stjórna þeirra skráðu félaga þar sem sjóðurinn var hluthafi. Í ljósi þessa mikla áhuga blása útgefendur leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja til morgunverðarfundar um tilnefningarnefndir á Grand Hótel í fyrramálið. En hvað gera þessar tilnefningarnefndir? Þær eru ekki hluti af árlegri veitingu Óskarsverðlaunanna eins og álykta mætti af nafninu í fyrstu heldur gagnlegt verkfæri hluthafa til að stuðla að góðum stjórnarháttum. Hlutverk tilnefningarnefnda er í sem stystu máli að meta heildstætt og tilnefna einstaklinga sem mynda heildstæðan og fjölhæfan hóp til stjórnarsetu í aðdraganda aðal- eða hluthafafundar. Í áðurnefndri frétt segir meðal annars: „Fram kemur í bréfinu […] að góðir stjórnarhættir leiði til aukins virðis fyrir hluthafa til lengri tíma litið. Eitt mikilvægasta atriðið til að tryggja góða stjórnarhætti sé að skipa tilnefningarnefnd. Vakin er athygli á því að 95% af skráðum fyrirtækjum í Svíþjóð hafi yfir að ráða slíkum nefndum.“ Í störfum sínum skal tilnefningarnefnd vinna að hagsmunum allra hluthafa og gæta þess að einstaklingar sem tilnefndir eru búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu til þess að rækja hlutverk sitt, eins og segir í nýjustu útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins gefa út. Í inngangi leiðbeininganna er þeim sérstaklega beint að „einingum tengdum almannahagsmunum, en það eru fyrirtæki með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, lífeyrissjóðir, lánastofnanir og vátryggingafélög.“ Tilnefningarnefndir komu fyrst fram í leiðbeiningum um góða stjórnarhætti árið 2009. Þrátt fyrir það voru lengst af einungis tvær tilnefningarnefndir starfandi í skráðum félögum. Sýn, áður Fjarskipti, setti á fót tilnefningarnefnd haustið 2014 og Skeljungur árið 2016.Og stjórnarsætið hlýtur?… Undanfarin misseri hafa tveir fagfjárfestar öðrum fremur kallað eftir tilnefningarnefndum í skráðum félögum: Eaton Vance og Lífeyrissjóðurinn Gildi. Töluvert hefur dregið til tíðinda fyrir áhugafólk um stjórnarhætti fyrirtækja í þessum efnum því í hóp Sýnar og Skeljungs hafa bæst Arion banki, Eik, Festi, Hagar, Origo, Reginn, Reitir, Síminn, Sjóvá, TM og VÍS. Í sumar samþykkti svo hluthafafundur HB Granda að fela stjórn að undirbúa að koma á fót tilnefningarnefnd innan félagsins. Af átján félögum á aðallista Kauphallarinnar eru því fjórtán ýmist með tilnefningarnefnd starfandi, í burðarliðnum eða með í skoðun að koma upp slíkri nefnd. Þessari miklu aukningu á þessum skamma tíma ber að fagna.Bæði verkfæri og markmið Sú staðreynd að bæði innlendir lífeyrissjóðir og erlendur eignastýringasjóður leggja kapp á að íslensk fyrirtæki komi á fót tilnefningarnefndum segir ákveðna sögu. Í áðurnefndri frétt teflir Eaton Vance þannig fram því einfalda sjónarmiði að góðir stjórnarhættir og tilvist tilnefningarnefnda innan fyrirtækja leiði til aukins virðis fyrirtækja til lengri tíma. Sjónarmiðið er því ekki eingöngu að góðir stjórnarhættir séu eftirsóknarverðir sem sjálfstætt markmið heldur leiði góðir stjórnarhættir til aukins virðis fyrir hluthafa, og að einn hornsteina góðra stjórnarhátta sé einmitt tilnefningarnefndir. Þetta ætti að vera hluthöfum hvatning til að í það minnsta skoða gaumgæfilega að koma á fót tilnefningarnefndum í sínum félögum til að tryggja fjölbreytni og fjölhæfni í stjórnum. Því þótt allir sem hafa lagst yfir púsluspil byrji á að finna hornpúslin væri útkoman heldur hrörleg, eða myndin sem birtist mjög smá, ef öll púslin væru hornpúsl. Sömu sögu má segja af stjórnum fyrirtækja. Séu stjórnarmenn of einsleitir, jafnvel þótt hver og einn þeirra sé mjög hæfur, kann það að draga úr styrk stjórna því styrkur stjórna felst öðru fremur í þeirri heild sem stjórnarmennirnir mynda.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun