Beitt fyndni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. janúar 2019 07:00 Húmor er beitt vopn sem nýtist einkar vel til að opinbera hina margvíslegu meinsemdir sem leynast í þjóðfélaginu. Nærtækt er að líta til síðasta áramótaskaups þar sem dónakarlar voru afhjúpaðir og gerðir hlægilegir, auk þess sem sá síðasti þeirra var jarðaður við mikla lukku viðstaddra. Þetta var skaup með brýnt erindi, skapað af hópi hæfileikafólks. Þar á meðal var Jón Gnarr sem brá sér fyrirhafnarlítið í fjölmörg hlutverk og túlkaði þau frábærlega, eins og honum er lagið. Hann er sannur listamaður sem hefur lengi glatt þjóð sína, og átti þar að auki sögulegan aukaferil sem einkar farsæll borgarstjóri. Seint verður slíkur maður stimplaður sem auðnuleysingi, hvað þá letingi. Langflestir einstaklingar ættu að geta notið beitts húmors, en um leið verður að viðurkennast að hann er ekki ætíð þægilegur og getur jafnvel valdið óþægindum. Grínistar skjóta í allar áttir því þeim er ekkert heilagt. Þannig á það einmitt að vera. Þeir verða að hafa fullt frelsi til tjáningar en ekki að búa við þær aðstæður að þurfa sífellt að horfa áhyggjufullir um öxl til að athuga hvort þeir séu að valda einhverjum óþægindum eða leiða vegna gríns síns. Í vestrænu nútímasamfélagi hefur tjáningarfrelsi mikið vægi, en í auknum mæli er þó sótt að því. Það er meðal annars gert í krafti þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að upplifa eitthvað sem því þyki óþægilegt. Þetta er vel meinandi viðhorf en erfitt í framkvæmd og á alveg sérlega illa við í listsköpun. Þegar kemur að gríni getur það engan veginn gengið upp því þar er afar erfitt að koma í veg fyrir að einhver móðgist, verði sár eða finni fyrir óþægindatilfinningu. Því beittara sem grínið er því líklegra er að viðbrögðin verði á þann veg á einhverjum bæjum. Erlendis hefur nokkuð borið á því að grínistar, sérstaklega uppistandarar, hafi kvartað undan ritskoðunartilburðum. Eitt slíkt mál var áberandi í bresku pressunni fyrir jól. Uppistandari sem koma átti fram í háskóla var beðinn um að undirrita samning um að hann myndi ekki ræða þar efni sem gætu komið einhverjum viðstaddra í uppnám. Uppistandarinn, sem er rússneskur innflytjandi sem gerir gjarnan grín að Rússum og Bretum, harðneitaði og málið komst í fjölmiðla. Sem betur var það ríkjandi skoðun að gengið hefði verið freklega á rétt uppistandarans til tjáningarfrelsis. Þegar um grín er að ræða er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver móðgist eða reiðist, eins og gerðist til dæmis eftir sýningu á vel heppnuðu áramótaskaupi á gamlárskvöld. Annar vinkill kom svo upp þegar bent var á að beitt atriði sem sneru að kynferðisofbeldi hefðu verið líkleg til að skapa óþægindatilfinningu hjá fórnarlömbum og því hefði verið rétt að vara við þeim fyrirfram. Sú athugasemd lýsir vissulega umhyggju. Það er hins vegar afar vafasamt að taka upp þann sið að biðja fólk um að vara sig á beittum húmor grínista og uppistandara. Mun brýnna er að vernda rétt þeirra til tjáningarfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Húmor er beitt vopn sem nýtist einkar vel til að opinbera hina margvíslegu meinsemdir sem leynast í þjóðfélaginu. Nærtækt er að líta til síðasta áramótaskaups þar sem dónakarlar voru afhjúpaðir og gerðir hlægilegir, auk þess sem sá síðasti þeirra var jarðaður við mikla lukku viðstaddra. Þetta var skaup með brýnt erindi, skapað af hópi hæfileikafólks. Þar á meðal var Jón Gnarr sem brá sér fyrirhafnarlítið í fjölmörg hlutverk og túlkaði þau frábærlega, eins og honum er lagið. Hann er sannur listamaður sem hefur lengi glatt þjóð sína, og átti þar að auki sögulegan aukaferil sem einkar farsæll borgarstjóri. Seint verður slíkur maður stimplaður sem auðnuleysingi, hvað þá letingi. Langflestir einstaklingar ættu að geta notið beitts húmors, en um leið verður að viðurkennast að hann er ekki ætíð þægilegur og getur jafnvel valdið óþægindum. Grínistar skjóta í allar áttir því þeim er ekkert heilagt. Þannig á það einmitt að vera. Þeir verða að hafa fullt frelsi til tjáningar en ekki að búa við þær aðstæður að þurfa sífellt að horfa áhyggjufullir um öxl til að athuga hvort þeir séu að valda einhverjum óþægindum eða leiða vegna gríns síns. Í vestrænu nútímasamfélagi hefur tjáningarfrelsi mikið vægi, en í auknum mæli er þó sótt að því. Það er meðal annars gert í krafti þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að upplifa eitthvað sem því þyki óþægilegt. Þetta er vel meinandi viðhorf en erfitt í framkvæmd og á alveg sérlega illa við í listsköpun. Þegar kemur að gríni getur það engan veginn gengið upp því þar er afar erfitt að koma í veg fyrir að einhver móðgist, verði sár eða finni fyrir óþægindatilfinningu. Því beittara sem grínið er því líklegra er að viðbrögðin verði á þann veg á einhverjum bæjum. Erlendis hefur nokkuð borið á því að grínistar, sérstaklega uppistandarar, hafi kvartað undan ritskoðunartilburðum. Eitt slíkt mál var áberandi í bresku pressunni fyrir jól. Uppistandari sem koma átti fram í háskóla var beðinn um að undirrita samning um að hann myndi ekki ræða þar efni sem gætu komið einhverjum viðstaddra í uppnám. Uppistandarinn, sem er rússneskur innflytjandi sem gerir gjarnan grín að Rússum og Bretum, harðneitaði og málið komst í fjölmiðla. Sem betur var það ríkjandi skoðun að gengið hefði verið freklega á rétt uppistandarans til tjáningarfrelsis. Þegar um grín er að ræða er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver móðgist eða reiðist, eins og gerðist til dæmis eftir sýningu á vel heppnuðu áramótaskaupi á gamlárskvöld. Annar vinkill kom svo upp þegar bent var á að beitt atriði sem sneru að kynferðisofbeldi hefðu verið líkleg til að skapa óþægindatilfinningu hjá fórnarlömbum og því hefði verið rétt að vara við þeim fyrirfram. Sú athugasemd lýsir vissulega umhyggju. Það er hins vegar afar vafasamt að taka upp þann sið að biðja fólk um að vara sig á beittum húmor grínista og uppistandara. Mun brýnna er að vernda rétt þeirra til tjáningarfrelsis.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun