Minnissjúkdómar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 9. janúar 2019 07:00 Minningar tengja okkur við vini og ástvini. Þess vegna tökum við ljósmyndir, geymum alls konar hluti á hinum og þessum stöðum í híbýlum okkar og erum alltaf að segja sögur. Við erum vegna þess að við munum. Það er uppsöfnuð og varðveitt reynsla okkar sem veldur því að við getum ráðið í umhverfið, fundið öryggi í samfélagi við fólk og jafnvel gert okkur í hugarlund atburðarás áður en hún verður. Þess vegna eru fáir sjúkdómar jafn þjáningarfullir og minnissjúkdómar. Einstaklingur sem man ekki sögu sína er sviptur sjálfum sér því það býr í mannlegu eðli að safna sögum, varðveita minningar og reynslu. Fjölskylda sem ekki rifjar upp og segir sögur gliðnar með tímanum. Við sem höfum átt minnissjúkan ástvin vitum hvað það er langt og átakamikið sorgarferli að sjá hinn veika hverfa hægt en ákveðið inn í græna landið sem tilheyrir ekki okkur. Við verðum vitni að því á löngum tíma hvernig vöggugjafirnar eru teknar í burtu og sameiginleg saga þurrkast út og við sitjum jafnvel með minningar sem ekki er hægt að deila með öðrum. Það verða einmana minningar. Ég heyri stundum þá fullyrðingu að það sé til lítils að heimsækja heilabilaða einstaklinga af því að þeir muni ekkert. En það er eitt sem aldrei þurrkast út, það er þörfin fyrir nánd. Ástvinur sem man ekki lengur þarf áfram nánd og umhyggju. Ég hef líka lært það að kærleikur, þolinmæði og húmor eru eiginleikar sem hjálpa í glímu við minnissjúkdóma. Og til að skapa öryggi er mikilvægt að vera ekki í stöðugum leiðréttingum heldur leiða samtal og nærveru inn á kunnuglegar brautir. Gamlar hefðir, tónlist og uppáhaldsmatur eru verkfæri sem gott er að styðjast við. Gleymum ekki hinum gleymnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Minningar tengja okkur við vini og ástvini. Þess vegna tökum við ljósmyndir, geymum alls konar hluti á hinum og þessum stöðum í híbýlum okkar og erum alltaf að segja sögur. Við erum vegna þess að við munum. Það er uppsöfnuð og varðveitt reynsla okkar sem veldur því að við getum ráðið í umhverfið, fundið öryggi í samfélagi við fólk og jafnvel gert okkur í hugarlund atburðarás áður en hún verður. Þess vegna eru fáir sjúkdómar jafn þjáningarfullir og minnissjúkdómar. Einstaklingur sem man ekki sögu sína er sviptur sjálfum sér því það býr í mannlegu eðli að safna sögum, varðveita minningar og reynslu. Fjölskylda sem ekki rifjar upp og segir sögur gliðnar með tímanum. Við sem höfum átt minnissjúkan ástvin vitum hvað það er langt og átakamikið sorgarferli að sjá hinn veika hverfa hægt en ákveðið inn í græna landið sem tilheyrir ekki okkur. Við verðum vitni að því á löngum tíma hvernig vöggugjafirnar eru teknar í burtu og sameiginleg saga þurrkast út og við sitjum jafnvel með minningar sem ekki er hægt að deila með öðrum. Það verða einmana minningar. Ég heyri stundum þá fullyrðingu að það sé til lítils að heimsækja heilabilaða einstaklinga af því að þeir muni ekkert. En það er eitt sem aldrei þurrkast út, það er þörfin fyrir nánd. Ástvinur sem man ekki lengur þarf áfram nánd og umhyggju. Ég hef líka lært það að kærleikur, þolinmæði og húmor eru eiginleikar sem hjálpa í glímu við minnissjúkdóma. Og til að skapa öryggi er mikilvægt að vera ekki í stöðugum leiðréttingum heldur leiða samtal og nærveru inn á kunnuglegar brautir. Gamlar hefðir, tónlist og uppáhaldsmatur eru verkfæri sem gott er að styðjast við. Gleymum ekki hinum gleymnu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun