Handbolti

Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Getty/ Simon Hofmann
Guðjón Valur Sigurðsson missir af fyrsta stórmótinu í tvo áratugi og þeir Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson eru allir HM-hópi íslenska handboltalandsliðsins sem var valinn í dag. Haukur Þrastarson fer út sem sautjándi maður.

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi í dag HM-hópinn sinn en íslenska liðið spilar á föstudaginn sinn fyrsta leik á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku. .

Guðmudur byrjaði blaðamannafundinn á því að tilkynna það að hann hafi þurft að gera tvær breytingar á lokahópnum rétt fyrir fundinn. Aron Rafn Eðvarðsson og Guðjón Valur Sigurðsson duttu báðir út á síðustu stundu.

Liðin mega vera með sextán leikmenn í hóp en Guðmundur ákvað að velja einn varamann og fer því með sautján leikmenn út til Þýskalands. Haukur Þrastarason fer út sem sautjándi maður.

Guðmundur var búinn að gera ýmsar breytingar á tuttugu manna hópnum sem hann valdi á milli jóla og nýárs en alls hafði hann úr 28 manna lista að velja.

Íslenska landsliðið spilaði fimm leiki í lokaundirbúningi sínum fyrir HM, tvo heimaleiki á móti Barein og svo þrjá leiki á æfingamóti í Noregi þar sem íslenska landsliðið náði öðru sætinu.

Sex leikmenn sem spiluðu á æfingamótinu í Noregi um síðustu helgi komust ekki í HM-hópinn en það eru þeir Aron Rafn Eðvarðsson, Guðjón Valur Sigurðsson (meiddur), Heimir Óli Heimisson, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Rúnar Kárason.

Á mótinu í Noregi þá fór Guðjón Valur Sigurðsson útaf meiddur á hné og í dag kom í ljós að hann er ekki leikfær. Hann hefur verið með á öllum stórmótum frá og með EM 2000 í Króatíu.

Guðmundur var líka með þrjá markmenn á mótinu í Noregi en fer bara með tvo markmenn á HM. Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur og fer ekki með.

Hópur íslenska landsliðsins á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku:

Markmenn:

Björgvin Páll Gústavsson

Ágúst Elí Björgvinsson

Vinstra horn:

Bjarki Már Elísson

Stefán Rafn Sigurmannsson

Vinstri skytta:

Aron Pálmarsson

Ólafur Andrés Guðmundsson

Miðjumenn:

Elvar Örn Jónsson

Gísli Þorgeir Kristjánsson

Haukur Þrastarson (17. maður)

Hægri skytta:

Ómar Ingi Magnússon

Teitur Örn Einarsson

Hægra horn:

Arnór Þór Gunnarsson

Sigvaldi Guðjónsson

Lína:

Arnar Freyr Arnarsson

Ýmir Örn Gíslason

Varnarmenn:

Daníel Þór Ingason

Ólafur Gústafsson

Þessir leikmenn duttu út (Voru með á Noregsmótinu):

Aron Rafn Eðvarðsson (meiddur)

Guðjón Valur Sigurðsson (meiddur)

Heimir Óli Heimisson

Janus Daði Smárason

Óðinn Þór Ríkharðsson

Rúnar Kárason




Fleiri fréttir

Sjá meira


×