Neysla unglinga á orkudrykkjum mest á Akureyri Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 10:15 Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. Vísir/Vilhelm Unglingar á Akureyri drekka mun meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu samkvæmt rannsókn Rannsóknar og greiningar. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar- og frístundadeildar Akureyrarbæjar, áttar sig ekki á því af hverju þetta sé svona mikið á Norðurlandi, en telur smæð samfélagsins jafnvel geta spilað þar inn í. Hún segir foreldra þurfa að fylgjast vel með magninu sem fer ofan í börnin þeirra. Árið 2017 seldust tæplega 5,2 milljónir 330 milli lítra dósa af vinsælustu orkudrykkjunum á Íslandi. Rannsóknin Ungt fólk sem framkvæmd er af Rannsóknarmiðstöðinni Rannsókn og greining sýnir að unglingar á Akureyri drekki töluvert meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra víða um land. Þetta kemur fram á frétta- og afþreyingarvefnum kaffid.is en þar lýstu forvarnarfulltrúar á Akureyri yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Samkvæmt rannsókninni drekka þrjátíu prósent unglinga orkudrykki daglega á Akureyri en landsmeðaltalið er um tíu prósent. fjörutíu og átta prósent unglinga fæddir árið 2001 með búsetu á Akureyri segjast drekka einn eða fleiri orkudrykki á dag meðan landsmeðaltal meðal jafnaldra þeirra er fjórtán prósent. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar og frístundadeildar Akureyrabæjar, segir alveg ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu og vill auka forvarnir þegar kemur að drykkju orkudrykkja. „Við teljum enga augljósa skýringu á þessu. Hugmyndir eru um tísku og þetta er minni og kannski einsleitari hópur hvað svona tískubylgju varðar. Svo er þetta líka bara spurningu um hvort foreldrar séu frjálslyndari gagnvart þessu hér en annarsstaðar, ég veit það ekki,“ segir hún aðspurð um hvað hún telji að valdi þessu. Hún segir mikilvægt að vekja athygli á þessu og mikilvægt að höfða til ábyrgðar foreldra og upplýsa unglinga um skaðsemi ofnotkunar á orkudrykkjum. Einnig kom fram í rannsókninni að unglingar á Akureyri sofa minna en þeim er hollt og telur hún það jafnvel geta verið tenging við orkudrykkja notkunina. Bregðast á við með því að vera með málþing í lok janúar og auka fræðslu inn í skólanna. „Svo gerist það kannski bara að við verðum eitthvað ónæm fyrir ákveðnum hlutum, þá þarf að minna okkur. Ég held að þetta sé dæmi um það að við þurfum að fara í almennar aðgerðir til að vekja athygli foreldra á þessari stöðu svo þau geti brugðist við,“ segir hún. Akureyri Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Unglingar á Akureyri drekka mun meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu samkvæmt rannsókn Rannsóknar og greiningar. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar- og frístundadeildar Akureyrarbæjar, áttar sig ekki á því af hverju þetta sé svona mikið á Norðurlandi, en telur smæð samfélagsins jafnvel geta spilað þar inn í. Hún segir foreldra þurfa að fylgjast vel með magninu sem fer ofan í börnin þeirra. Árið 2017 seldust tæplega 5,2 milljónir 330 milli lítra dósa af vinsælustu orkudrykkjunum á Íslandi. Rannsóknin Ungt fólk sem framkvæmd er af Rannsóknarmiðstöðinni Rannsókn og greining sýnir að unglingar á Akureyri drekki töluvert meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra víða um land. Þetta kemur fram á frétta- og afþreyingarvefnum kaffid.is en þar lýstu forvarnarfulltrúar á Akureyri yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Samkvæmt rannsókninni drekka þrjátíu prósent unglinga orkudrykki daglega á Akureyri en landsmeðaltalið er um tíu prósent. fjörutíu og átta prósent unglinga fæddir árið 2001 með búsetu á Akureyri segjast drekka einn eða fleiri orkudrykki á dag meðan landsmeðaltal meðal jafnaldra þeirra er fjórtán prósent. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar og frístundadeildar Akureyrabæjar, segir alveg ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu og vill auka forvarnir þegar kemur að drykkju orkudrykkja. „Við teljum enga augljósa skýringu á þessu. Hugmyndir eru um tísku og þetta er minni og kannski einsleitari hópur hvað svona tískubylgju varðar. Svo er þetta líka bara spurningu um hvort foreldrar séu frjálslyndari gagnvart þessu hér en annarsstaðar, ég veit það ekki,“ segir hún aðspurð um hvað hún telji að valdi þessu. Hún segir mikilvægt að vekja athygli á þessu og mikilvægt að höfða til ábyrgðar foreldra og upplýsa unglinga um skaðsemi ofnotkunar á orkudrykkjum. Einnig kom fram í rannsókninni að unglingar á Akureyri sofa minna en þeim er hollt og telur hún það jafnvel geta verið tenging við orkudrykkja notkunina. Bregðast á við með því að vera með málþing í lok janúar og auka fræðslu inn í skólanna. „Svo gerist það kannski bara að við verðum eitthvað ónæm fyrir ákveðnum hlutum, þá þarf að minna okkur. Ég held að þetta sé dæmi um það að við þurfum að fara í almennar aðgerðir til að vekja athygli foreldra á þessari stöðu svo þau geti brugðist við,“ segir hún.
Akureyri Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira