Hverjir hljóta náð fyrir augum Guðmundar? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. janúar 2019 12:00 Guðmundur liggur örugglega enn yfir valinu. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á blaðamannafundi klukkan 15, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi, hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. Guðmundur mun tilkynna sextán manna hóp en fastlega er búist við því að hann taki sautján leikmenn með sér út. Einhver þarf að taka að sér að byrja upp í stúku. Það er nokkuð ljóst að markverðirnir verða tveir að mati íþróttadeildar. Náttúruhamfarir munu ekki hrófla við því að Björgvin Páll Gústavsson fer út. Aron Rafn Eðvarðsson var nokkuð öruggur með sitt sæti en innkoma Ágústar Elí á dögunum gæti breytt þeim plönum.Kemur markvarðarval á óvart? Guðmundur kom á óvart til að mynda í markvarðarmálum sínum fyrir ÓL 2008 er hann tók ungan Björgvin Pál inn í liðið. Sú ákvörðun reyndist ansi góð svo ekki sé meira sagt. Hann gæti freistast til þess að veðja aftur á óreyndan mann. Ágúst Elí fór með á síðasta mót og er því ekki alveg blautur á bak við eyrun í stórmótabransanum. Ágúst Elí gæti þess vegna farið með sem sautjándi maður og sett pressu á hina tvo. Þegar þetta er ritað hefur ekkert fengist staðfest um meiðsli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem var í ómskoðun í gær. Tveir vinstri hornamenn fara út sama hvort Guðjón getur spilað eður ei. Ef Guðjón er ekki tilbúinn þá kemur Bjarki Már Elísson inn. Stefán Rafn hefur svo verið veikur og ef bæði hann og Guðjón eru ekki alveg heilir heilsu þá gæti Bjarki líka farið með. Annað hvort sem hluti af sextán manna hóp eða sem sautjándi maður. FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson eru pottþéttir í hópinn. Við veðjum einnig á að Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson fari út.Hvað með Hauk Þrastar? Janus Daði Smárason mun væntanlega þurfa að bíta í það súra epli að vera heima að þessu sinni. Margir vildu sjá hinn unga og stórefnilega Hauk Þrastarson fara með. Jafnvel sem sautjánda mann en það virðist vera hans eini möguleiki eins og staðan er núna. Öxlin hefur verið að plaga Gísla Þorgeir og því gæti ekki verið vitlaust að taka Hauk með út. Ómar Ingi Magnússon er með öruggt sæti hægra megin en það fréttist af Teiti Erni Einarssyni á æfingu liðsins í gær. Væntanlega þar sem þjálfararnir voru ekki nógu ánægðir með frammistöðu Rúnars Kárasonar í Noregi. Hann er því ekki alveg öruggur með sitt sæti þó svo hann fari líklega með. Við veðjum á tvo hægri hornamenn. Arnór Þór á þá stöðu en Sigvaldi Guðjónsson hefur komið mjög sterkur inn og sett pressu á Arnór. Hann hefur unnið inn fyrir sætinu. Nefbrotinn Arnar Freyr Arnarsson mun fara í slagsmálin á línunni og Ýmir Örn Gíslason mun leysa hann af þar ásamt því að taka á því í vörninni. Við spáum því að Heimir Óli Heimisson nái ekki inn að þessu sinni. Varnarmennirnir Daníel Þór Ingason og Ólafur Gústafsson fara einnig með liðinu að því við spáum.16-manna hópurinn að mati Vísis:Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson Aron Rafn Eðvarðsson - 80% líkur Ágúst Elí Björgvinsson - 20% líkurVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (ef heill heilsu) Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonMiðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir KristjánssonHægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Rúnar KárasonHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn GíslasonVörn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonKoma til greina sem sautjándi maður: Markvörður (Aron Rafn eða Ágúst Elí) Bjarki Már Elísson Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á blaðamannafundi klukkan 15, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi, hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. Guðmundur mun tilkynna sextán manna hóp en fastlega er búist við því að hann taki sautján leikmenn með sér út. Einhver þarf að taka að sér að byrja upp í stúku. Það er nokkuð ljóst að markverðirnir verða tveir að mati íþróttadeildar. Náttúruhamfarir munu ekki hrófla við því að Björgvin Páll Gústavsson fer út. Aron Rafn Eðvarðsson var nokkuð öruggur með sitt sæti en innkoma Ágústar Elí á dögunum gæti breytt þeim plönum.Kemur markvarðarval á óvart? Guðmundur kom á óvart til að mynda í markvarðarmálum sínum fyrir ÓL 2008 er hann tók ungan Björgvin Pál inn í liðið. Sú ákvörðun reyndist ansi góð svo ekki sé meira sagt. Hann gæti freistast til þess að veðja aftur á óreyndan mann. Ágúst Elí fór með á síðasta mót og er því ekki alveg blautur á bak við eyrun í stórmótabransanum. Ágúst Elí gæti þess vegna farið með sem sautjándi maður og sett pressu á hina tvo. Þegar þetta er ritað hefur ekkert fengist staðfest um meiðsli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem var í ómskoðun í gær. Tveir vinstri hornamenn fara út sama hvort Guðjón getur spilað eður ei. Ef Guðjón er ekki tilbúinn þá kemur Bjarki Már Elísson inn. Stefán Rafn hefur svo verið veikur og ef bæði hann og Guðjón eru ekki alveg heilir heilsu þá gæti Bjarki líka farið með. Annað hvort sem hluti af sextán manna hóp eða sem sautjándi maður. FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson eru pottþéttir í hópinn. Við veðjum einnig á að Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson fari út.Hvað með Hauk Þrastar? Janus Daði Smárason mun væntanlega þurfa að bíta í það súra epli að vera heima að þessu sinni. Margir vildu sjá hinn unga og stórefnilega Hauk Þrastarson fara með. Jafnvel sem sautjánda mann en það virðist vera hans eini möguleiki eins og staðan er núna. Öxlin hefur verið að plaga Gísla Þorgeir og því gæti ekki verið vitlaust að taka Hauk með út. Ómar Ingi Magnússon er með öruggt sæti hægra megin en það fréttist af Teiti Erni Einarssyni á æfingu liðsins í gær. Væntanlega þar sem þjálfararnir voru ekki nógu ánægðir með frammistöðu Rúnars Kárasonar í Noregi. Hann er því ekki alveg öruggur með sitt sæti þó svo hann fari líklega með. Við veðjum á tvo hægri hornamenn. Arnór Þór á þá stöðu en Sigvaldi Guðjónsson hefur komið mjög sterkur inn og sett pressu á Arnór. Hann hefur unnið inn fyrir sætinu. Nefbrotinn Arnar Freyr Arnarsson mun fara í slagsmálin á línunni og Ýmir Örn Gíslason mun leysa hann af þar ásamt því að taka á því í vörninni. Við spáum því að Heimir Óli Heimisson nái ekki inn að þessu sinni. Varnarmennirnir Daníel Þór Ingason og Ólafur Gústafsson fara einnig með liðinu að því við spáum.16-manna hópurinn að mati Vísis:Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson Aron Rafn Eðvarðsson - 80% líkur Ágúst Elí Björgvinsson - 20% líkurVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (ef heill heilsu) Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonMiðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir KristjánssonHægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Rúnar KárasonHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn GíslasonVörn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonKoma til greina sem sautjándi maður: Markvörður (Aron Rafn eða Ágúst Elí) Bjarki Már Elísson Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira