Neytendasamtökunum borist fjöldi fyrirspurna vegna Indlandsflugsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2019 07:50 Indlandsflug Wow Air var skammlíft. Vísir/Vilhelm Neytendasamtökunum hefur borist nokkur fjöldi fyrirspurna vegna aflýsingar á Indlandsflugi Wow Air. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna en neytendum er bent á reglugerð um réttindi flugfarþega. Í fréttinni segir að efni fyrirspurnanna varði réttarstöðu þeirra sem áttu pantað flug til Indlands eftir að Wow Air lét af ferðum sínum þangað. Farþegar hafi kvartað undan því að þeim hafi eingöngu verið boðin endurgreiðsla á farmiðum, ýmist í formi peninga eða gjafabréfs. „Þeir einstaklingar sem leitað hafa til samtakanna hafa þá velt fyrir sér hvort að aðrir möguleikar ættu ekki að standa þeim til boða.“ Neytendasamtökin benda á að reglugerð um réttindi flugfarþega veiti farþegum rétt á þremur valkostum þegar flugi er aflýst. „Í fyrsta lagi að fá endurgreiðslu á ferðinni, í öðru lagi að fá flugleið breytt og komast til lokaákvörðunarstaðar eins fljótt og unnt er, og í þriðja lagi að breyta flugleið og komast þannig til lokaákvörðunarstaðar síðar meir við fyrsta hentugleika fyrir farþegann.“ Farþegar ættu því að geta valið um það hvort þeir þiggi endurgreiðslu á flugmiðanum eða óski eftir því að flugfélagið útvegi þeim nýtt flug á lokaáfangastað. Wow Air tilkynnti í maí síðastliðinn að félagið hæfi beint áætlunarflug til Indlands í desember. Flugið var slegið af skömmu síðar vegna mikilla hagræðinga innan félagsins. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Fólki í fæðingarorlofi sagt upp og VR vill svör Nokkrir fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa leitað til VR til að kanna réttarstöðu sína vegna uppsagna. Fólki í fæðingarorlofi sagt upp án þess að fyrir lægi skriflegur rökstuðningur eins og lög gera ráð fyrir. VR rukkar WOW um svör. 3. janúar 2019 06:15 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars Sjá meira
Neytendasamtökunum hefur borist nokkur fjöldi fyrirspurna vegna aflýsingar á Indlandsflugi Wow Air. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna en neytendum er bent á reglugerð um réttindi flugfarþega. Í fréttinni segir að efni fyrirspurnanna varði réttarstöðu þeirra sem áttu pantað flug til Indlands eftir að Wow Air lét af ferðum sínum þangað. Farþegar hafi kvartað undan því að þeim hafi eingöngu verið boðin endurgreiðsla á farmiðum, ýmist í formi peninga eða gjafabréfs. „Þeir einstaklingar sem leitað hafa til samtakanna hafa þá velt fyrir sér hvort að aðrir möguleikar ættu ekki að standa þeim til boða.“ Neytendasamtökin benda á að reglugerð um réttindi flugfarþega veiti farþegum rétt á þremur valkostum þegar flugi er aflýst. „Í fyrsta lagi að fá endurgreiðslu á ferðinni, í öðru lagi að fá flugleið breytt og komast til lokaákvörðunarstaðar eins fljótt og unnt er, og í þriðja lagi að breyta flugleið og komast þannig til lokaákvörðunarstaðar síðar meir við fyrsta hentugleika fyrir farþegann.“ Farþegar ættu því að geta valið um það hvort þeir þiggi endurgreiðslu á flugmiðanum eða óski eftir því að flugfélagið útvegi þeim nýtt flug á lokaáfangastað. Wow Air tilkynnti í maí síðastliðinn að félagið hæfi beint áætlunarflug til Indlands í desember. Flugið var slegið af skömmu síðar vegna mikilla hagræðinga innan félagsins.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Fólki í fæðingarorlofi sagt upp og VR vill svör Nokkrir fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa leitað til VR til að kanna réttarstöðu sína vegna uppsagna. Fólki í fæðingarorlofi sagt upp án þess að fyrir lægi skriflegur rökstuðningur eins og lög gera ráð fyrir. VR rukkar WOW um svör. 3. janúar 2019 06:15 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars Sjá meira
Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44
Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30
Fólki í fæðingarorlofi sagt upp og VR vill svör Nokkrir fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa leitað til VR til að kanna réttarstöðu sína vegna uppsagna. Fólki í fæðingarorlofi sagt upp án þess að fyrir lægi skriflegur rökstuðningur eins og lög gera ráð fyrir. VR rukkar WOW um svör. 3. janúar 2019 06:15