Hvalir með júmbóþotu til Keflavíkurflugvallar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2019 07:30 Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá flytja til Heimaeyjar í vor. Fréttablaðið/GVA Flugfélagið Cargolux ætlar að kosta ferð Boeing 747 flutningavélar, svokallaðrar júmbóþotu, með tvo hvali nærri 10 þúsund kílómetra leið frá Kína til Vestmannaeyja. Fram kemur á flugvefnum aircargonews.net að flogið verði með hvalina tvo, sem eru mjaldrar, til Íslands, vorið 2019. Mjaldrarnir tveir, Litla-Grá og Litla-Hvít, eru nú í sjávardýragarði í Sjanghaí í Kína. Frá og með næsta vori eiga hvalirnir að fá athvarf í og við Heimaey og þar er nú unnið að því að búa þeim samastað. Það er fyrirtækið Merlin Entertainments sem stendur að baki verkefninu. „Þetta er flókið en sannarlega gefandi verkefni að vinna að og við erum Cargolux sérstaklega þakklát fyrir örlæti þeirra að verða opinber samstarfsaðili okkar og hjálpa okkur og koma Litlu-Hvít og Litlu-Grá í sitt nýja, náttúrulega heimili,“ hefur aircargonews.net eftir Andy Bool, formanni Sea Life Trust. Bool segir enn fremur við aircargonews.net að hvalirnir tveir hafi á síðustu mánuðum verið í þjálfun fyrir flutninginn. Þegar að honum komi verði lið sérfræðinga á sólarhringsvakt til að tryggja að allt gangi vel. Áætlað er að ferðalagið frá Kína til Heimaeyjar taki 24 klukkustundir. „Mjöldrunum verður lyft hvorum fyrir sig á sérhannaðar börur og þeir settir varlega í sérsmíðuð búr áður en þeim er lyft úr lauginni með krana og komið varlega fyrir á tveimur flutningabílum,“ segir aircargonews.net. Síðan verði hvalirnir fluttir landleiðina til Pu Dong-alþjóðaflugvallarins þaðan sem flogið verður með þá til Keflavíkurflugvallar. Síðan bíði þeirra bílferð og 30 mínútna ferjuferð til Vestmannaeyja. Að lokum sé síðan stutt bílferð að nýju heimkynnunum. „Vonin er sú að þetta verkefni hvetji til þess að í framtíðinni verði fönguðum hvölum fundin ný heimkynni í náttúrulegra umhverfi og eins til þess að einn daginn verði bundinn endi á nýtingu hvala og höfrunga til að skemmta mönnum,“ segir Cathy Williamson hjá dýraverndunarsamtökunum WDC við aircargonews.net. Cargolux var stofnað árið 1970 af forvera Icelandair, Loftleiðum, Luxair og fleirum. Íslenska félagið seldi síðar hlut sinn í Cargolux. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Dýr Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Flugfélagið Cargolux ætlar að kosta ferð Boeing 747 flutningavélar, svokallaðrar júmbóþotu, með tvo hvali nærri 10 þúsund kílómetra leið frá Kína til Vestmannaeyja. Fram kemur á flugvefnum aircargonews.net að flogið verði með hvalina tvo, sem eru mjaldrar, til Íslands, vorið 2019. Mjaldrarnir tveir, Litla-Grá og Litla-Hvít, eru nú í sjávardýragarði í Sjanghaí í Kína. Frá og með næsta vori eiga hvalirnir að fá athvarf í og við Heimaey og þar er nú unnið að því að búa þeim samastað. Það er fyrirtækið Merlin Entertainments sem stendur að baki verkefninu. „Þetta er flókið en sannarlega gefandi verkefni að vinna að og við erum Cargolux sérstaklega þakklát fyrir örlæti þeirra að verða opinber samstarfsaðili okkar og hjálpa okkur og koma Litlu-Hvít og Litlu-Grá í sitt nýja, náttúrulega heimili,“ hefur aircargonews.net eftir Andy Bool, formanni Sea Life Trust. Bool segir enn fremur við aircargonews.net að hvalirnir tveir hafi á síðustu mánuðum verið í þjálfun fyrir flutninginn. Þegar að honum komi verði lið sérfræðinga á sólarhringsvakt til að tryggja að allt gangi vel. Áætlað er að ferðalagið frá Kína til Heimaeyjar taki 24 klukkustundir. „Mjöldrunum verður lyft hvorum fyrir sig á sérhannaðar börur og þeir settir varlega í sérsmíðuð búr áður en þeim er lyft úr lauginni með krana og komið varlega fyrir á tveimur flutningabílum,“ segir aircargonews.net. Síðan verði hvalirnir fluttir landleiðina til Pu Dong-alþjóðaflugvallarins þaðan sem flogið verður með þá til Keflavíkurflugvallar. Síðan bíði þeirra bílferð og 30 mínútna ferjuferð til Vestmannaeyja. Að lokum sé síðan stutt bílferð að nýju heimkynnunum. „Vonin er sú að þetta verkefni hvetji til þess að í framtíðinni verði fönguðum hvölum fundin ný heimkynni í náttúrulegra umhverfi og eins til þess að einn daginn verði bundinn endi á nýtingu hvala og höfrunga til að skemmta mönnum,“ segir Cathy Williamson hjá dýraverndunarsamtökunum WDC við aircargonews.net. Cargolux var stofnað árið 1970 af forvera Icelandair, Loftleiðum, Luxair og fleirum. Íslenska félagið seldi síðar hlut sinn í Cargolux.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Dýr Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11
Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00