Elvar Már: Erfiðara að verða þreyttur í þessum leikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 7. janúar 2019 21:27 Elvar Már Friðriksson vísir/daníel „Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. „Ég held það séu fimm ár síðan ég spilaði grannaslag síðast og ef ég á að vera hreinskilinn þá man ég ekki hvernig fór, ég held að við höfum þá unnið hér í Keflavík. Það var sætt að koma hingað og taka þá aftur og sérstaklega eftir að Tindastóll tapaði í gær. Við vildum byrja seinni hluta mótsins á að vera efstir og búa til smá bil niður til Keflavíkur,“ bætti Elvar Már við en með sigrinum er Njarðvík nú sex stigum á undan nágrönnum sínum sem eru í þriðja sæti deildarinnar. Elvar var eins og áður segir frábær í kvöld. Hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Hann viðurkenndi að það væri öðruvísi að spila þessa nágrannaslagi heldur en aðra leiki. Hann skoraði 21 stig í fyrri hálfleik en átti aðeins erfiðara uppdráttar í þeim síðari enda tóku Keflvíkingar töluvert harðar á honum þá heldur en fyrir hlé. „Í venjulegum leik var þetta kannski aðeins of mikið en ekki í Njarðvík-Keflavík, svona eru bara þessir leikir. Maður verður bara að halda haus og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki og vera með villulausar æfingar því við vitum hvernig þessir leikir eru. Ég missti hausinn í smá stund og fékk tæknivillu en svo nær maður einbeitingu aftur og koma sér aftur inn í hlutina.“ Með sigrinum eru Njarðvíkingar einir á toppnum en þeir voru jafnir Tindastóli fyrir umferðina sem töpuðu gegn Þór í Þorlákshöfn í gær. „Við förum í alla leiki til að vinna og þetta er langt tímabil. Við tökum einn leik í einu og metum stöðuna eftir hverng leik sem við spilum. Við stefnum á að vera á toppnum í lokin til að hafa heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagnum Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. 7. janúar 2019 22:00 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
„Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. „Ég held það séu fimm ár síðan ég spilaði grannaslag síðast og ef ég á að vera hreinskilinn þá man ég ekki hvernig fór, ég held að við höfum þá unnið hér í Keflavík. Það var sætt að koma hingað og taka þá aftur og sérstaklega eftir að Tindastóll tapaði í gær. Við vildum byrja seinni hluta mótsins á að vera efstir og búa til smá bil niður til Keflavíkur,“ bætti Elvar Már við en með sigrinum er Njarðvík nú sex stigum á undan nágrönnum sínum sem eru í þriðja sæti deildarinnar. Elvar var eins og áður segir frábær í kvöld. Hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Hann viðurkenndi að það væri öðruvísi að spila þessa nágrannaslagi heldur en aðra leiki. Hann skoraði 21 stig í fyrri hálfleik en átti aðeins erfiðara uppdráttar í þeim síðari enda tóku Keflvíkingar töluvert harðar á honum þá heldur en fyrir hlé. „Í venjulegum leik var þetta kannski aðeins of mikið en ekki í Njarðvík-Keflavík, svona eru bara þessir leikir. Maður verður bara að halda haus og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki og vera með villulausar æfingar því við vitum hvernig þessir leikir eru. Ég missti hausinn í smá stund og fékk tæknivillu en svo nær maður einbeitingu aftur og koma sér aftur inn í hlutina.“ Með sigrinum eru Njarðvíkingar einir á toppnum en þeir voru jafnir Tindastóli fyrir umferðina sem töpuðu gegn Þór í Þorlákshöfn í gær. „Við förum í alla leiki til að vinna og þetta er langt tímabil. Við tökum einn leik í einu og metum stöðuna eftir hverng leik sem við spilum. Við stefnum á að vera á toppnum í lokin til að hafa heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagnum Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. 7. janúar 2019 22:00 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagnum Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. 7. janúar 2019 22:00