Logi bjartsýnn fyrir HM: Vil fá miklu meira frá Aroni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2019 19:30 Aron Pálmarsson í leik með íslenska liðinu. Vísir/Daníel Logi Geirsson er bjartsýnn fyrir hönd íslenska liðsins vegna HM í handbolta sem hefst síðar í vikunni. Ísland hefur leik gegn sterku liði Króata á föstudag en eftir æfingamót helgarinnar í Ósló telur Logi að það sé góður bragur á leik íslenska liðsins. „Ég vil aðallega horfa á hlutina jákvætt. Nú er stutt í stórmót og þrátt fyrir að það væru mörg spurningamerki í kringum íslenska liðið fannst mér það vera á réttri leið. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sé einhvern „Gummabrag“ yfir liðinu,“ sagði Logi. Hann telur að það sé annað og betra jafnvægi á íslenska liðinu, sérstaklega eftir að Guðmundur landsliðsþjálfari gerði breytingar á skyttustöðum liðsins. „Eftir að Gummi tók við liðinu notar hann Aron Pálmarsson meira vinstra megin og Ómar Inga hægra megin. Þar með er hann búinn að skipta út Ólafi Guðmundssyni og Rúnari Kárasyni. Mér finnst að það muni minnka sveiflurnar í íslenska liðinu,“ sagði Logi en Íslandi hefur ekki vegnað vel á síðustu stórmótum. Ísland féll til að mynda úr leik eftir riðlakeppnina á EM í Króatíu í fyrra. „Það er rannsóknarefni hvernig við spiluðum síðustu 20 mínúturnar í leikjunum okkar á síðasta stórmóti. Núna finnst mér meira jafnvægi á liðinu og það sem ég hef kallað leikgreind hjá skyttunum sem skilar sér í því að við erum að tapa færri boltum en áður. Ég reikna því ekki með að sjá þessa slæmu kafla sem hafa verið hjá okkur. Við sáum líka þegar Aron Kristjánsson var með liðið að þá voru fyrstu fimmtán mínúturnar okkar í leikjum á stórmótum oft mjög erfiðar, sem fór oft með leiki hjá okkur.“ Logi telur að í Noregi hafi Ísland mætt ofjörlum sínum þegar strákarnir okkar lágu fyrir heimamönnum í fyrsta leik. En það breytir því ekki að Logi er spenntur fyrir framhaldinu. „Gummi er að koma inn með nýja hluti og er ég spenntur fyrir stórmótinu sem er framundan að því leyti að riðillinn er góður fyrir okkur. Við munum vinna Makedóníu, Barein og Japan og gætum jafnvel stolið stigi af Króatíu. En það sem bíður okkar í milliriðli verður of sterkt fyrir okkur. En liðið er að taka breytingum, Gummi hefur beðið um að fá þrjú ár til að ná sínu í gegn og þá verður hann að fá þessi þrjú ár.“ En hefur Logi ekki áhyggjur af neinu eftir að hafa fylgst með liðinu í Noregi? „Ég hef oft nefnt það og það sjá allir að markvarslan var verulega döpur. Gummi fékk samt Tomas Svensson í þjálfaraliðið sitt, einn besta markvörð allra tíma. Það hefur því miður ekki borið árangur, miðað við það sem ég hef séð hingað til. En stórmóta-Bjöggi, hann getur alveg dottið í gírinn og þá geta hlutirnir gerst.“ Logi fer heldur ekki leynt með það að hann er ekki ánægður með það sem að Aron Pálmarsson hefur haft fram að færa í íslensku landsliðstreyjunni síðustu misseri. „Nei, ef ég segi hreint út þá finnst mér það ekki. Aron hefur margoft sýnt það að hann er einn besti leikmaður í heimi, hann spilar með Barcelona þar sem hann er í lykilhlutverki. Við viljum fá miklu meira frá honum, ég held að við séum öll sammála um það. Hann þarf að sýna meira á þessu móti.“ „Í fyrra var hann í vandræðum með félagsliðin sín og það var erfitt fyrir hann að losna frá Veszprem. Hann náði sér engan veginn á strik á síðasta stórmóti, þar sem hann var með flesta tapaða bolta af öllum í riðlakeppninni. Þetta er maður sem tapar varla bolta. Ég hef trú á því að við munum sjá allt annan Aron Pálmarsson á þessu móti, hann hefur spilað vel með Barcelona og ég bið hann um að taka keflið og leiða liðið almennilega.“ Ísland hefur ekki verið meðal tíu efstu þjóða á síðustu fjórum stórmótum og Logi telur að það væri ásættanleg niðurstaða að ná þeim áfanga á ný nú. „Við munum lenda í þriðja sæti í riðlinum, það er alveg klárt. Makedónía hefur verið að spila mjög illa. En ég veit að það má ekki tala svona - Gummi verður brjálaður þegar hann horfir á þetta í tölvunni sinni. En ég get sagt það að það er mjög líklegt að við lendum í þriðja sæti, við gætum jafnvel kroppað stig af Króötunum í fyrsta leiknum. Í milliriðlinum bíður okkar svakaleg lið - Þýskaland, Frakkland og að öllum líkindum Rússland. Það væri því mjög ásættanlegt að liðinu tækist að stimpla sig inn í topp tíu,“ sagði Logi Geirsson. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Loga Geirsson.Klippa: Logi Geirsson um handboltalandsliðið HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Logi Geirsson er bjartsýnn fyrir hönd íslenska liðsins vegna HM í handbolta sem hefst síðar í vikunni. Ísland hefur leik gegn sterku liði Króata á föstudag en eftir æfingamót helgarinnar í Ósló telur Logi að það sé góður bragur á leik íslenska liðsins. „Ég vil aðallega horfa á hlutina jákvætt. Nú er stutt í stórmót og þrátt fyrir að það væru mörg spurningamerki í kringum íslenska liðið fannst mér það vera á réttri leið. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sé einhvern „Gummabrag“ yfir liðinu,“ sagði Logi. Hann telur að það sé annað og betra jafnvægi á íslenska liðinu, sérstaklega eftir að Guðmundur landsliðsþjálfari gerði breytingar á skyttustöðum liðsins. „Eftir að Gummi tók við liðinu notar hann Aron Pálmarsson meira vinstra megin og Ómar Inga hægra megin. Þar með er hann búinn að skipta út Ólafi Guðmundssyni og Rúnari Kárasyni. Mér finnst að það muni minnka sveiflurnar í íslenska liðinu,“ sagði Logi en Íslandi hefur ekki vegnað vel á síðustu stórmótum. Ísland féll til að mynda úr leik eftir riðlakeppnina á EM í Króatíu í fyrra. „Það er rannsóknarefni hvernig við spiluðum síðustu 20 mínúturnar í leikjunum okkar á síðasta stórmóti. Núna finnst mér meira jafnvægi á liðinu og það sem ég hef kallað leikgreind hjá skyttunum sem skilar sér í því að við erum að tapa færri boltum en áður. Ég reikna því ekki með að sjá þessa slæmu kafla sem hafa verið hjá okkur. Við sáum líka þegar Aron Kristjánsson var með liðið að þá voru fyrstu fimmtán mínúturnar okkar í leikjum á stórmótum oft mjög erfiðar, sem fór oft með leiki hjá okkur.“ Logi telur að í Noregi hafi Ísland mætt ofjörlum sínum þegar strákarnir okkar lágu fyrir heimamönnum í fyrsta leik. En það breytir því ekki að Logi er spenntur fyrir framhaldinu. „Gummi er að koma inn með nýja hluti og er ég spenntur fyrir stórmótinu sem er framundan að því leyti að riðillinn er góður fyrir okkur. Við munum vinna Makedóníu, Barein og Japan og gætum jafnvel stolið stigi af Króatíu. En það sem bíður okkar í milliriðli verður of sterkt fyrir okkur. En liðið er að taka breytingum, Gummi hefur beðið um að fá þrjú ár til að ná sínu í gegn og þá verður hann að fá þessi þrjú ár.“ En hefur Logi ekki áhyggjur af neinu eftir að hafa fylgst með liðinu í Noregi? „Ég hef oft nefnt það og það sjá allir að markvarslan var verulega döpur. Gummi fékk samt Tomas Svensson í þjálfaraliðið sitt, einn besta markvörð allra tíma. Það hefur því miður ekki borið árangur, miðað við það sem ég hef séð hingað til. En stórmóta-Bjöggi, hann getur alveg dottið í gírinn og þá geta hlutirnir gerst.“ Logi fer heldur ekki leynt með það að hann er ekki ánægður með það sem að Aron Pálmarsson hefur haft fram að færa í íslensku landsliðstreyjunni síðustu misseri. „Nei, ef ég segi hreint út þá finnst mér það ekki. Aron hefur margoft sýnt það að hann er einn besti leikmaður í heimi, hann spilar með Barcelona þar sem hann er í lykilhlutverki. Við viljum fá miklu meira frá honum, ég held að við séum öll sammála um það. Hann þarf að sýna meira á þessu móti.“ „Í fyrra var hann í vandræðum með félagsliðin sín og það var erfitt fyrir hann að losna frá Veszprem. Hann náði sér engan veginn á strik á síðasta stórmóti, þar sem hann var með flesta tapaða bolta af öllum í riðlakeppninni. Þetta er maður sem tapar varla bolta. Ég hef trú á því að við munum sjá allt annan Aron Pálmarsson á þessu móti, hann hefur spilað vel með Barcelona og ég bið hann um að taka keflið og leiða liðið almennilega.“ Ísland hefur ekki verið meðal tíu efstu þjóða á síðustu fjórum stórmótum og Logi telur að það væri ásættanleg niðurstaða að ná þeim áfanga á ný nú. „Við munum lenda í þriðja sæti í riðlinum, það er alveg klárt. Makedónía hefur verið að spila mjög illa. En ég veit að það má ekki tala svona - Gummi verður brjálaður þegar hann horfir á þetta í tölvunni sinni. En ég get sagt það að það er mjög líklegt að við lendum í þriðja sæti, við gætum jafnvel kroppað stig af Króötunum í fyrsta leiknum. Í milliriðlinum bíður okkar svakaleg lið - Þýskaland, Frakkland og að öllum líkindum Rússland. Það væri því mjög ásættanlegt að liðinu tækist að stimpla sig inn í topp tíu,“ sagði Logi Geirsson. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Loga Geirsson.Klippa: Logi Geirsson um handboltalandsliðið
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira