„Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 16:30 Alexandria Ocasio-Cortez hefur komið inn sem stormsveipur í stjórnmálin í Bandaríkjunum. Getty/Cheriss May Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé „engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. Hin 29 ára gamla Ocasio-Cortez er yngsta konan sem kjörin hefur verið á Bandaríkjaþing. Gefur hún sig út fyrir að vera róttækur vinstri sinni og hefur hún heldur betur hrist upp í þinginu frá því að hún tók sæti í síðustu viku. Í viðtalinu var hún spurð að því hvort hún teldi Trump forseta vera kynþáttahatara. „Já, engin spurning,“ svaraði Ocasio-Cortez áður en hún hélt áfram. „Þegar þú skoðar orðin sem hann notar, sem sögulega séð eru einskonar kallmerki hvítra þjóðernissinna, þegar þú skoðar hvernig hann brást við atvikinu í Charlottesville, þar sem nýnasistar myrtu konu og berð það svo saman við hvernig hann býr til vandamál eins og við landamærin þar sem innflytjendur óska eftir hæli á löglegan hátt. Munurinn er eins og munurinn á degi og nóttu,“ sagði Ocasio CortezRepúblikanar og aðrir sem eru mótfallnir því sem Ocasio-Cortez segist standa fyrir hafa reynt að koma höggi á hana frá því að ljóst var að hún hefði náð kjöri á þing. Hefur hún verið kölluð róttæklingur og öfgamaður en hún segist stolt af því að vera kallaður róttæklingur. „Þeir einu sem hafa breytt heiminum hafa verið róttæklingar,“ sagði Cortez sem meðal annars hefur lagt til að settur verði 70 prósent skattur á hæstu tekjur einstaklinga í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58 Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé „engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. Hin 29 ára gamla Ocasio-Cortez er yngsta konan sem kjörin hefur verið á Bandaríkjaþing. Gefur hún sig út fyrir að vera róttækur vinstri sinni og hefur hún heldur betur hrist upp í þinginu frá því að hún tók sæti í síðustu viku. Í viðtalinu var hún spurð að því hvort hún teldi Trump forseta vera kynþáttahatara. „Já, engin spurning,“ svaraði Ocasio-Cortez áður en hún hélt áfram. „Þegar þú skoðar orðin sem hann notar, sem sögulega séð eru einskonar kallmerki hvítra þjóðernissinna, þegar þú skoðar hvernig hann brást við atvikinu í Charlottesville, þar sem nýnasistar myrtu konu og berð það svo saman við hvernig hann býr til vandamál eins og við landamærin þar sem innflytjendur óska eftir hæli á löglegan hátt. Munurinn er eins og munurinn á degi og nóttu,“ sagði Ocasio CortezRepúblikanar og aðrir sem eru mótfallnir því sem Ocasio-Cortez segist standa fyrir hafa reynt að koma höggi á hana frá því að ljóst var að hún hefði náð kjöri á þing. Hefur hún verið kölluð róttæklingur og öfgamaður en hún segist stolt af því að vera kallaður róttæklingur. „Þeir einu sem hafa breytt heiminum hafa verið róttæklingar,“ sagði Cortez sem meðal annars hefur lagt til að settur verði 70 prósent skattur á hæstu tekjur einstaklinga í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58 Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58
Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11
Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58