Handbolti

HB Statz: Arnór og Ómar stóðu sig best í Noregi en Björgvin Páll var slakastur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. Vísir/Daníel
Arnór Þór Gunnarsson og Ómar Ingi Magnússon stóðu sig best af íslensku landsliðsmönnunum á æfingamótinu í Noregi samkvæmt tölfræðimati HB Statz. Betri leikur Björgvin Páls á móti Hollandi kom honum ekki upp úr neðsta sætinu.

Íslenska handboltalandsliðið endaði í öðru sæti á æfingamótinu í Osló eftir sigra á Brasilíu og Hollandi í tveimur síðustu leikjum sínum.

Hægri hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var með hæsta meðaleinkunn hjá HB Statz á mótinu eða 7,08 en hann var rétt á undan hægri skyttunni Ómar Ingi Magnússon sem var með 7,07 í meðaleinkunnu. Þeir tveir voru einu leikmennirnir með yfir sjö.

Arnór Þór Gunnarsson var með 4,7 mörk að meðaltali í leik og nýtt 67 prósent skota sinna. Hann skoraði 7 af 14 mörkum sínum af vítapunktinum.

Ómar Ingi Magnússon var með 3,0 mörk og 2,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann nýtti 56,3 prósent skota sinna í leiknum. Ómar Ingi var einnig með 3,7 stopp að meðaltali í leik.

Aron Pálmarsson var í þriðja sætinu (6,64 í meðaleinkunn) og í næstu sætum komu síðan ungu strákarnir Ýmir Örn Gíslason (6,39) og Gísli Þorgeir Kristjánsson (6,37).

Ómar Ingi Magnússon var besti sóknarmaður íslenska liðsins á mótinu með 7,57 í meðaleinkunn fyrir sóknarleikinn en næstir komu þeir Arnór Þór Gunnarsson (7,39) og Bjarki Már Elísson (7,37).

Daníel Ingason var besti varnarmaður íslenska liðsins á mótinu með 7,55 í meðaleinkunn fyrir sóknarleikinn en næstir komu þeir Arnór Þór Gunnarsson (7,48) og Ómar Ingi Magnússon(7,00).

Ágúst Elí Björgvinsson var besti markvörður íslenska liðsins á mótinu með 6,54 í meðaleinkunn en hann var á undan bæði Aroni Rafni Eðvarðssyni (6,42) og Björgvini Páli Gústavssyni (6,22).

Björgvin Páll Gústavsson byrjaði mótið skelfilega á móti Noregi en stóð sig mun betur í lokaleiknum á móti Hollandi. Það kom þó ekki í veg fyrir að aðalmarkvörður landsliðsins var með slökustu meðaleinkunnina af öllum leikmönnum íslenska liðsins á mótinu.

Meðaleinkunn leikmanna Íslands á Noregsmótinu samkvæmt HB Statz:

1. Arnór Þór Gunnarsson    7.08

2. Ómar Ingi Magnússon    7.07     

3. Aron Pálmarsson    6.64

4. Ýmir Örn Gíslason    6.39     

5. Gísli Þorgeir Kristjánsson    6.37     

6. Elvar Örn Jónsson    6.36     

7. Bjarki Már Elísson    6.33     

8. Guðjón Valur Sigurðsson    6.18     

9. Óðinn Þór Ríkharðsson    5.96     

10. Ólafur Guðmundsson    5.88     

11. Aron Rafn Eðvarðsson    5.83     

12. Daníel Ingason    5.68     

13. Ólafur Gústafsson    5.41     

14. Janus Daði Smárason    5.20     

15. Rúnar Kárason    5.19     

16. Ágúst Elí Björgvinsson    5.16     

17. Heimir Óli Heimisson    5.15     

18. Björgvin Páll Gústavsson    5.06     




Fleiri fréttir

Sjá meira


×