Hvítt verður svart í Mosfellsbænum Benedikt Bóas skrifar 7. janúar 2019 07:30 Gleðipinnar ehf. er ört vaxandi félag á markaði veitinga og afþreyingar. Félagið á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgarafabrikkunni. Hér eru frá vinstri; Jóhannes, Karl Viggó og Jón Gunnar. „Það eru komnir nýir aðilar inn og tveir sköllóttir pitsusalar því búnir að sameinast, ég og Jói Ásbjörns,“ segir Jón Gunnar Geirdal en Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pitsustaðnum Blackbox í Borgartúni. Þeir ætla að stækka fyrirtækið og opna fleiri Blackbox staði, sá fyrsti verður í Mosfellsbæ og er húsnæðið þegar fundið – þar sem Hvíti riddarinn stóð keikur í mörg ár. „Við Jói þekkjumst síðan í gamla daga þegar við vorum saman á Mónó, þeirri frábæru útvarpsstöð. Pálma Guðmunds, sem nú er sjónvarpsstjóri Símans, datt í hug að búa til 70 mínútur og það fór svo í sjónvarp og ég tók yfir Mónó. Þetta gefur okkur vængi til að fara hratt og örugglega í stækkun,“ segir Jón. Blackbox Pizzeria var opnaður 22. janúar fyrir einu ári í Borgartúni 26 og hefur notið mikilla vinsælda. Staðurinn afgreiðir eldsnöggar, eldbakaðar, súrdeigsbotns pitsur en byltingarkenndur snúningsofninn nær gífurlegum hita og eldbakar pitsuna á aðeins tveimur mínútum. „Við munum snýta gamla staðnum, hann er kominn vel til ára sinna og þarfnast viðhalds. Honum verður gjörbreytt en við ætlum að vera með boltagláp áfram. Fólk mun áfram sjá sinn bolta en núna með Blackbox pitsum. Það búa 10-11 þúsund manns í Mosó og þar skortir á skemmtilega veitingastaði, aðra en KFC og Mosfellsbakarí. Ef Mosfellingur nennir ekki í bakaríið eða á KFC þá þarf að fara annað. Þessu viljum við breyta. Þetta er gamli heimavöllur Kaleo, þarna stigu þeir sín fyrstu skref. Staðurinn hefur verið til í langan tíma og bærinn sem bjó til Kaleo á auðvitað skilið að fá betri pitsur. Bæjarlistamaðurinn Steindi Jr. er þarna rétt hjá svo hann verður væntanlega fastagestur,“ segir Jón léttur. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mosfellsbær Veitingastaðir Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
„Það eru komnir nýir aðilar inn og tveir sköllóttir pitsusalar því búnir að sameinast, ég og Jói Ásbjörns,“ segir Jón Gunnar Geirdal en Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pitsustaðnum Blackbox í Borgartúni. Þeir ætla að stækka fyrirtækið og opna fleiri Blackbox staði, sá fyrsti verður í Mosfellsbæ og er húsnæðið þegar fundið – þar sem Hvíti riddarinn stóð keikur í mörg ár. „Við Jói þekkjumst síðan í gamla daga þegar við vorum saman á Mónó, þeirri frábæru útvarpsstöð. Pálma Guðmunds, sem nú er sjónvarpsstjóri Símans, datt í hug að búa til 70 mínútur og það fór svo í sjónvarp og ég tók yfir Mónó. Þetta gefur okkur vængi til að fara hratt og örugglega í stækkun,“ segir Jón. Blackbox Pizzeria var opnaður 22. janúar fyrir einu ári í Borgartúni 26 og hefur notið mikilla vinsælda. Staðurinn afgreiðir eldsnöggar, eldbakaðar, súrdeigsbotns pitsur en byltingarkenndur snúningsofninn nær gífurlegum hita og eldbakar pitsuna á aðeins tveimur mínútum. „Við munum snýta gamla staðnum, hann er kominn vel til ára sinna og þarfnast viðhalds. Honum verður gjörbreytt en við ætlum að vera með boltagláp áfram. Fólk mun áfram sjá sinn bolta en núna með Blackbox pitsum. Það búa 10-11 þúsund manns í Mosó og þar skortir á skemmtilega veitingastaði, aðra en KFC og Mosfellsbakarí. Ef Mosfellingur nennir ekki í bakaríið eða á KFC þá þarf að fara annað. Þessu viljum við breyta. Þetta er gamli heimavöllur Kaleo, þarna stigu þeir sín fyrstu skref. Staðurinn hefur verið til í langan tíma og bærinn sem bjó til Kaleo á auðvitað skilið að fá betri pitsur. Bæjarlistamaðurinn Steindi Jr. er þarna rétt hjá svo hann verður væntanlega fastagestur,“ segir Jón léttur.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mosfellsbær Veitingastaðir Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira