Börn með krabbamein fengu hár Atla að gjöf Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2019 06:30 Á myndinni eru þeir Atli Freyr til hægri og til vinstri er Breki Freyr bróðir hans. Þeir eru tvíburar. Atli ákvað að klippa sitt hár, en Breki er enn með sitt síða hár. Þeir æfa báðir fimleika og fótbolta. MYND/ERNIR Atli Freyr er í sjötta bekk. Hann æfir fimleika og fótbolta með Breiðabliki. Atli hefur nær alla sína ævi safnað hári og náði það alveg niður á rass, en seint á síðasta ári, eftir langa umhugsun, ákvað hann að láta klippa sig og gefa hárið til samtakanna Wigs for Kids sem búa til hárkollur fyrir börn sem glíma við krabbamein. Móðir Atla, Soffía Jónasdóttir, er barnalæknir sem lengi starfaði í Bandaríkjunum og því hafði Atli heyrt það hjá mömmu sinni að það væri hægt að gefa hárið. Spurður hvers vegna hann ákvað að láta klippa sig segir Atli:Á myndinni má sjá hversu sítt hárið á Atla var áður en það var klippt.MYND/SOFFÍA JÓNASDÓTTIR„Ég bara þarf það ekki og annað fólk þarf það meira.“ Ákvörðun Atla var þó langt frá því að vera skyndiákvörðun. Soffía móðir hans segir frá því að þau hafi verið búin að ræða það í nærri heilt ár, en eftir að hann vissi að það væri hægt að gefa það, reyndist honum auðveldara að taka ákvörðunina, þó hann segi það líka hafa verið skrítið. Þau pöntuðu tíma á hárgreiðslustofunni með mánaðarfyrirvara svo Atli hefði smá umhugsunartíma. Þegar kom að stóra deginum var Soffía vel undirbúin með poka og teygjur svo hægt væri að setja hárið beint í poka og varðveita það fyrir hárkollugerðina. Hún segir að hárgreiðslumeistarinn hafi aldrei klippt neinn áður sem ætlaði að gefa hárið og sagði síðar að Atli væri líklega með síðasta hár sem hann hafði nokkurn tíma klippt af karli eða strák. Atli vissi ekki hver myndi fá hárið en fyrir viku fékk Soffía móðir hans mynd af lítilli stúlku sem hafði fengið allt hárið hans Atla í hárkollu. Viðbrögð Atla voru fyrst að velta því fyrir sér hvort hún fyndi fyrir hárinu eins og hann gerði, en hann heldur nú að hún geri það ekki. Atli segir að honum hafi fundist það flott og gaman að fá myndina en hann hélt að hann myndi aldrei sjá mynd af einhverjum öðrum með hárið. Spurður hvort hann ætli að safna hári aftur svarar Atli því neitandi. Honum finnst þægilegt að vera stutthærður. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Atli Freyr er í sjötta bekk. Hann æfir fimleika og fótbolta með Breiðabliki. Atli hefur nær alla sína ævi safnað hári og náði það alveg niður á rass, en seint á síðasta ári, eftir langa umhugsun, ákvað hann að láta klippa sig og gefa hárið til samtakanna Wigs for Kids sem búa til hárkollur fyrir börn sem glíma við krabbamein. Móðir Atla, Soffía Jónasdóttir, er barnalæknir sem lengi starfaði í Bandaríkjunum og því hafði Atli heyrt það hjá mömmu sinni að það væri hægt að gefa hárið. Spurður hvers vegna hann ákvað að láta klippa sig segir Atli:Á myndinni má sjá hversu sítt hárið á Atla var áður en það var klippt.MYND/SOFFÍA JÓNASDÓTTIR„Ég bara þarf það ekki og annað fólk þarf það meira.“ Ákvörðun Atla var þó langt frá því að vera skyndiákvörðun. Soffía móðir hans segir frá því að þau hafi verið búin að ræða það í nærri heilt ár, en eftir að hann vissi að það væri hægt að gefa það, reyndist honum auðveldara að taka ákvörðunina, þó hann segi það líka hafa verið skrítið. Þau pöntuðu tíma á hárgreiðslustofunni með mánaðarfyrirvara svo Atli hefði smá umhugsunartíma. Þegar kom að stóra deginum var Soffía vel undirbúin með poka og teygjur svo hægt væri að setja hárið beint í poka og varðveita það fyrir hárkollugerðina. Hún segir að hárgreiðslumeistarinn hafi aldrei klippt neinn áður sem ætlaði að gefa hárið og sagði síðar að Atli væri líklega með síðasta hár sem hann hafði nokkurn tíma klippt af karli eða strák. Atli vissi ekki hver myndi fá hárið en fyrir viku fékk Soffía móðir hans mynd af lítilli stúlku sem hafði fengið allt hárið hans Atla í hárkollu. Viðbrögð Atla voru fyrst að velta því fyrir sér hvort hún fyndi fyrir hárinu eins og hann gerði, en hann heldur nú að hún geri það ekki. Atli segir að honum hafi fundist það flott og gaman að fá myndina en hann hélt að hann myndi aldrei sjá mynd af einhverjum öðrum með hárið. Spurður hvort hann ætli að safna hári aftur svarar Atli því neitandi. Honum finnst þægilegt að vera stutthærður.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira