Ævikvöldið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. janúar 2019 07:00 Samfélag sem kennir sig við velferð hefur ríkar skyldur. Ein þeirra er að láta sig hag eldri borgara varða. Allnokkuð skortir á það og dapurlegt dæmi um slíkt opinberaðist í frétt sem birtist hér í Fréttablaðinu undir lok síðustu viku með hinni sláandi fyrirsögn: Þeir elstu bæði einmana og vannærðir. Í stuttu máli fjallaði fréttin um niðurstöður rannsóknar Berglindar Soffíu Blöndal á næringarástandi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Í ljós kom að þátttakendur í rannsókn hennar nærðust ekki nægilega og þjáðust auk þess af þunglyndi, depurð og einmanaleika. Allir áttu það sameiginlegt að hafa minna en 200.000 krónur til ráðstöfunar á mánuði, sem varla flokkast undir gott hlutskipti. Hér á landi er staðan sem sagt sú að til er hópur aldraðra sem þjáist bæði af vannæringu og einmanaleika og getur fjárhags síns vegna ekki veitt sér mikið. Í velferðarsamfélagi eins og því íslenska á fólk ekki að þurfa að þjást af vannæringu. Ekki nema velferðarsamfélagið eigi að vera fyrir suma – og varla viljum við það. Komi í ljós að einstaklingur þjáist af vannæringu á það að teljast sjálfsögð og eðlileg skylda að fylgst sé með honum, og tryggt að hann fái nauðsynlega aðstoð og séu gefin góð ráð. Vannæring hefur skelfileg áhrif, ekki bara líkamleg heldur einnig andleg, eins og Berglind Soffía benti á í viðtali í Fréttablaðinu og nefndi hún meðal annars minnisleysi, kvíða og þunglyndi. Í rannsókn hennar kom fram að þegar þátttakendur voru spurður hversu oft þeir væru einmana var svarið gjarnan: „Allan sólarhringinn“. Svar sem hljómar óneitanlega eins og örvæntingaróp. Rétt mataræði lagar margt, en læknar ekki einmanaleika. Einstaklingur sem finnur ekki fyrir umhyggju annarra getur ekki annað en verið einmana. Þá þarf að finna leiðir til að auðvelda honum að komast í kynni við aðra, ekki senda honum þau skilaboð að þar sem hann sé nánast kominn að endastöð í lífinu þá sé bara eðlilegt að hann sé utangarðs. Við einmanaleika og vannæringu bætist síðan bág fjárhagsstaða. Vissulega er það svo að auður er engin trygging fyrir hamingju í lífinu. Um það mætti nefna fjölmörg dapurleg dæmi. Fátækt gerir heldur engan sælan þótt fjölmargir eigi ekki annan kost en að bíta á jaxlinn og búa við hana. Víst er að þátttakendur í þessari könnun Berglindar Soffíu búa ekki við það áhyggjulausa ævikvöld sem góðir og gegnir samfélagsþegnar eiga svo rækilega skilið að njóta. Margt er ógert í velferðarsamfélaginu og vissulega þarf að forgangsraða. Það þarf einmitt að gera á þann hátt að grípa til úrbóta um leið og meinsemdirnar opinberast en ekki láta þær hrúgast upp. Íslendingar, þar á meðal ráðamenn sem geta breytt hlutum, eiga að taka mark á könnunum eins og þessari sem lýsir ástandi sem engin ástæða er til að sætta sig við. Fólk sem á langri starfsævi vann samfélaginu mikið gagn á ekki að þurfa að þola það að samfélagið láti það afskipt, rétt eins og það sé ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag sem kennir sig við velferð hefur ríkar skyldur. Ein þeirra er að láta sig hag eldri borgara varða. Allnokkuð skortir á það og dapurlegt dæmi um slíkt opinberaðist í frétt sem birtist hér í Fréttablaðinu undir lok síðustu viku með hinni sláandi fyrirsögn: Þeir elstu bæði einmana og vannærðir. Í stuttu máli fjallaði fréttin um niðurstöður rannsóknar Berglindar Soffíu Blöndal á næringarástandi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Í ljós kom að þátttakendur í rannsókn hennar nærðust ekki nægilega og þjáðust auk þess af þunglyndi, depurð og einmanaleika. Allir áttu það sameiginlegt að hafa minna en 200.000 krónur til ráðstöfunar á mánuði, sem varla flokkast undir gott hlutskipti. Hér á landi er staðan sem sagt sú að til er hópur aldraðra sem þjáist bæði af vannæringu og einmanaleika og getur fjárhags síns vegna ekki veitt sér mikið. Í velferðarsamfélagi eins og því íslenska á fólk ekki að þurfa að þjást af vannæringu. Ekki nema velferðarsamfélagið eigi að vera fyrir suma – og varla viljum við það. Komi í ljós að einstaklingur þjáist af vannæringu á það að teljast sjálfsögð og eðlileg skylda að fylgst sé með honum, og tryggt að hann fái nauðsynlega aðstoð og séu gefin góð ráð. Vannæring hefur skelfileg áhrif, ekki bara líkamleg heldur einnig andleg, eins og Berglind Soffía benti á í viðtali í Fréttablaðinu og nefndi hún meðal annars minnisleysi, kvíða og þunglyndi. Í rannsókn hennar kom fram að þegar þátttakendur voru spurður hversu oft þeir væru einmana var svarið gjarnan: „Allan sólarhringinn“. Svar sem hljómar óneitanlega eins og örvæntingaróp. Rétt mataræði lagar margt, en læknar ekki einmanaleika. Einstaklingur sem finnur ekki fyrir umhyggju annarra getur ekki annað en verið einmana. Þá þarf að finna leiðir til að auðvelda honum að komast í kynni við aðra, ekki senda honum þau skilaboð að þar sem hann sé nánast kominn að endastöð í lífinu þá sé bara eðlilegt að hann sé utangarðs. Við einmanaleika og vannæringu bætist síðan bág fjárhagsstaða. Vissulega er það svo að auður er engin trygging fyrir hamingju í lífinu. Um það mætti nefna fjölmörg dapurleg dæmi. Fátækt gerir heldur engan sælan þótt fjölmargir eigi ekki annan kost en að bíta á jaxlinn og búa við hana. Víst er að þátttakendur í þessari könnun Berglindar Soffíu búa ekki við það áhyggjulausa ævikvöld sem góðir og gegnir samfélagsþegnar eiga svo rækilega skilið að njóta. Margt er ógert í velferðarsamfélaginu og vissulega þarf að forgangsraða. Það þarf einmitt að gera á þann hátt að grípa til úrbóta um leið og meinsemdirnar opinberast en ekki láta þær hrúgast upp. Íslendingar, þar á meðal ráðamenn sem geta breytt hlutum, eiga að taka mark á könnunum eins og þessari sem lýsir ástandi sem engin ástæða er til að sætta sig við. Fólk sem á langri starfsævi vann samfélaginu mikið gagn á ekki að þurfa að þola það að samfélagið láti það afskipt, rétt eins og það sé ekki til.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun