Erlent

Yfir þrjátíu látnir eftir að gullnáma hrundi í Afganistan

Sylvía Hall skrifar
Náma í Badakhshan-héraðinu.
Náma í Badakhshan-héraðinu. Vísir/Getty
Í það minnsta þrjátíu eru látnir eftir að gullnáma í norðaustur Afganistan hrundi í dag. Náman er staðsett á Kohistan svæðinu í Badakhshan-héraðinu. BBC greinir frá.

Þorpsbúar höfðu grafið um sextíu metra djúpan skurð í árfarveg í leit að gulli sem féll saman með þeim afleiðingum að yfir þrjátíu manns urðu undir og létust. Að minnsta kosti sjö slösuðust.

Björgunaraðilar hafa verið sendir á vettvang en þorpsbúar hafa ráðist í það að fjarlægja lík þeirra sem létust úr skurðinum. 

Námur á svæðinu sem um ræðir eru margar komnar til ára sinna og viðhald lélegt sem veldur því að öryggi í námunum er mjög ábótavant. Að sögn ríkisstjóra svæðisins hefur starfsemi þessi viðgengist í fjölda ára án eftirlits yfirvalda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×