Opnum vonandi dyrnar fyrir íslenska leikmenn í Ástralíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. janúar 2019 23:30 Fanndís, hér í leik gegn Tékklandi í undankeppni HM, nálgast hundrað leiki fyrir Íslands hönd. Fréttablaðið/ernir Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir skoraði á dögunum fyrsta mark sitt fyrir Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni þar sem hún leikur við hlið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Fanndís jafnaði metin skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 3-2 sigri Adelaide sem hefur unnið tvo leiki í röð og er með fimmtán stig eftir átta leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir er Adelaide búið að bæta stigamet félagsins í efstu deild. Liðið hefur aldrei komist í úrslitakeppnina, mest náð fjórtán stigum og lenti í neðsta sæti í fyrra en með íslensku landsliðskonurnar innanborðs hefur gengi liðsins snúist við. Eftir átta umferðir er Adelaide aðeins stigi frá toppsætinu og hefur aðeins tapað einum leik. Aðspurð sagði Fanndís að árangurinn hefði verið betri en hún bjóst við. „Þetta er búið að ganga framar vonum miðað við styrkleika liðanna í deildinni. Markmiðið var að gera betur en í fyrra þegar liðið lenti í neðsta sæti og þegar stutt er eftir eigum við möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Fanndís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í Ástralíu. Íslensku leikmennirnir eru komnir í leiðtogahlutverk. „Við Gunnhildur höfum reynt að segja þeim að allt sé hægt, þetta er ungt lið og við höfum verið að vinna í hugarfarinu með þeim. Þær voru kannski aðeins of varasamar en við finnum að andinn er orðinn betri. Það smitast út og við förum í alla leiki til að vinna þá sem skilar betri frammistöðu og úrslitum.“ Fanndís kann Gunnhildi bestu þakkir en Gunnhildur mælti með liðsfélaga sínum hjá landsliðinu þegar forráðamenn Adelaide voru að leita eftir sóknarsinnuðum leikmanni. „Ég verð að þakka henni, hún samdi við félagið þegar þjálfarinn spurði um framliggjandi leikmann. Ég var svo heppin að vera efst á blaði hjá henni,“ sagði Fanndís hlæjandi. Fagmennskan í deildinni og umgjörðin heillar Fanndísi sem hefur einnig leikið í Noregi, Frakklandi og á Íslandi. „Þetta er sterkari deild en bæði Pepsi-deildin og sú norska en stærstu liðin í Frakklandi, PSG og Lyon eru sterkari. Það er mikil fagmennska hérna, meiri en ég bjóst við og öll umgjörðin er frábær. Það koma frábærir leikmenn á láni frá Bandaríkjunum sem gerir þessa deild skemmtilega,“ sagði Fanndís sem gæti hugsað sér að koma aftur. „Leikjadagskráin hér passar fullkomlega fyrir bandarísku deildina og þær skandinavísku. Ég kaus að taka undirbúningstímabilið hér í sól og blíðu sem er talsvert betra en íslenski veturinn ef ég á að vera hreinskilin. Ég er alveg í skýjunum yfir að hafa stokkið á þetta því þetta gæti verið einstakt tækifæri. Ég myndi hiklaust mæla með þessu,“ sagði Fanndís og hélt áfram: „Liðin hérna horfa mikið til Bandaríkjanna en þau verða kannski opnari fyrir Íslandi núna eftir að hafa séð okkur Gunnhildi leika þótt liðin megi bara vera með fjóra erlenda leikmenn.“ Þrátt fyrir að vera að lifa atvinnumannsdrauminn hinum megin á hnettinum stefnir hún á að koma aftur í Pepsi-deildina og leika með Val í sumar. „Þetta er ævintýri sem tekur sinn enda, ég er á lánssamningi og ég mun snúa aftur í Val þegar tímabilinu lýkur hér. Mér finnst gaman að spila í Pepsi-deildinni og næ núna öllu tímabilinu eftir að hafa komið inn um mitt tímabil í fyrra. Þegar ég var í Frakklandi fann ég að ég vildi koma heim og spila í íslensku deildinni svo að ég er spennt að koma aftur,“ sagði hún glaðbeitt að lokum. Fótbolti Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir skoraði á dögunum fyrsta mark sitt fyrir Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni þar sem hún leikur við hlið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Fanndís jafnaði metin skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 3-2 sigri Adelaide sem hefur unnið tvo leiki í röð og er með fimmtán stig eftir átta leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir er Adelaide búið að bæta stigamet félagsins í efstu deild. Liðið hefur aldrei komist í úrslitakeppnina, mest náð fjórtán stigum og lenti í neðsta sæti í fyrra en með íslensku landsliðskonurnar innanborðs hefur gengi liðsins snúist við. Eftir átta umferðir er Adelaide aðeins stigi frá toppsætinu og hefur aðeins tapað einum leik. Aðspurð sagði Fanndís að árangurinn hefði verið betri en hún bjóst við. „Þetta er búið að ganga framar vonum miðað við styrkleika liðanna í deildinni. Markmiðið var að gera betur en í fyrra þegar liðið lenti í neðsta sæti og þegar stutt er eftir eigum við möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Fanndís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í Ástralíu. Íslensku leikmennirnir eru komnir í leiðtogahlutverk. „Við Gunnhildur höfum reynt að segja þeim að allt sé hægt, þetta er ungt lið og við höfum verið að vinna í hugarfarinu með þeim. Þær voru kannski aðeins of varasamar en við finnum að andinn er orðinn betri. Það smitast út og við förum í alla leiki til að vinna þá sem skilar betri frammistöðu og úrslitum.“ Fanndís kann Gunnhildi bestu þakkir en Gunnhildur mælti með liðsfélaga sínum hjá landsliðinu þegar forráðamenn Adelaide voru að leita eftir sóknarsinnuðum leikmanni. „Ég verð að þakka henni, hún samdi við félagið þegar þjálfarinn spurði um framliggjandi leikmann. Ég var svo heppin að vera efst á blaði hjá henni,“ sagði Fanndís hlæjandi. Fagmennskan í deildinni og umgjörðin heillar Fanndísi sem hefur einnig leikið í Noregi, Frakklandi og á Íslandi. „Þetta er sterkari deild en bæði Pepsi-deildin og sú norska en stærstu liðin í Frakklandi, PSG og Lyon eru sterkari. Það er mikil fagmennska hérna, meiri en ég bjóst við og öll umgjörðin er frábær. Það koma frábærir leikmenn á láni frá Bandaríkjunum sem gerir þessa deild skemmtilega,“ sagði Fanndís sem gæti hugsað sér að koma aftur. „Leikjadagskráin hér passar fullkomlega fyrir bandarísku deildina og þær skandinavísku. Ég kaus að taka undirbúningstímabilið hér í sól og blíðu sem er talsvert betra en íslenski veturinn ef ég á að vera hreinskilin. Ég er alveg í skýjunum yfir að hafa stokkið á þetta því þetta gæti verið einstakt tækifæri. Ég myndi hiklaust mæla með þessu,“ sagði Fanndís og hélt áfram: „Liðin hérna horfa mikið til Bandaríkjanna en þau verða kannski opnari fyrir Íslandi núna eftir að hafa séð okkur Gunnhildi leika þótt liðin megi bara vera með fjóra erlenda leikmenn.“ Þrátt fyrir að vera að lifa atvinnumannsdrauminn hinum megin á hnettinum stefnir hún á að koma aftur í Pepsi-deildina og leika með Val í sumar. „Þetta er ævintýri sem tekur sinn enda, ég er á lánssamningi og ég mun snúa aftur í Val þegar tímabilinu lýkur hér. Mér finnst gaman að spila í Pepsi-deildinni og næ núna öllu tímabilinu eftir að hafa komið inn um mitt tímabil í fyrra. Þegar ég var í Frakklandi fann ég að ég vildi koma heim og spila í íslensku deildinni svo að ég er spennt að koma aftur,“ sagði hún glaðbeitt að lokum.
Fótbolti Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti