Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 06:30 Nancy Pelosi tók við fundarhamri forseta fulltrúadeildarinnar þegar nýtt þing kom saman í gær. Vísir/EPA Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvörp í gær sem fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar frá því fyrir jól. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til landamæramúrsins sem Donald Trump forseti krefst og er talið nær öruggt að hann neiti að skrifa undir samþykki öldungadeildin frumvörpin. Ólíklegt er að samþykkt fulltrúadeildarinnar breyti nokkru fyrir þau hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna sem hafa setið heima eða unnið launalaust frá því að fjármagn um þriðjungs alríkisstofnana þraut á miðnætti 21. desember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, segir að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Tveir þingmenn flokksins þar hafa engu að síður kallað eftir því að bundinn verði endir á lokun alríkisstofnana, að sögn Washington Post. Þá sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu í gær þar sem því var hótað að Trump beitti neitunarvaldi sínu fælu frumvörpin ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrs.Biðja repúblikana um að taka já sem svari Þráteflið hófst þegar Trump forseti neitaði að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um fyrir jól þegar repúblikanar voru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Trump krefst að minnsta kosti fimm milljarða dollara til landamæramúrsins sem hann vill reisa við suðurlandamærin. Bandaríkjaþing hefur ekki getað samþykkt full fjárlög fyrir alríkisstjórnina í lengri tíma og hefur því reglulega samþykkt bráðabirgðaútgjaldafrumvörp til þess að fjármagna rekstur stofnana á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Þegar Trump drap frumvörpin fyrir jól stöðvaðist rekstur alríkisstofnananna vegna þess að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Frumvörpin sem demókratar samþykktu í gær eru þau sömu og flokkarnir náðu saman um í öldungadeildinni fyrir jól. Þau hefðu fjármagnað rekstur nær allra stofnana sem lokuðust þá. „Það sem við biðjum repúblikana í öldungadeildinni um að gera er að taka „já“ sem svar. Við sendum þeim til baka nákvæmlega orð fyrir orð það sem þeir hafa samþykkt,“ sagði Nancy Pelosi, nýr forseti fulltrúadeildarinnar úr röðum demókrata. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvörp í gær sem fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar frá því fyrir jól. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til landamæramúrsins sem Donald Trump forseti krefst og er talið nær öruggt að hann neiti að skrifa undir samþykki öldungadeildin frumvörpin. Ólíklegt er að samþykkt fulltrúadeildarinnar breyti nokkru fyrir þau hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna sem hafa setið heima eða unnið launalaust frá því að fjármagn um þriðjungs alríkisstofnana þraut á miðnætti 21. desember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, segir að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Tveir þingmenn flokksins þar hafa engu að síður kallað eftir því að bundinn verði endir á lokun alríkisstofnana, að sögn Washington Post. Þá sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu í gær þar sem því var hótað að Trump beitti neitunarvaldi sínu fælu frumvörpin ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrs.Biðja repúblikana um að taka já sem svari Þráteflið hófst þegar Trump forseti neitaði að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um fyrir jól þegar repúblikanar voru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Trump krefst að minnsta kosti fimm milljarða dollara til landamæramúrsins sem hann vill reisa við suðurlandamærin. Bandaríkjaþing hefur ekki getað samþykkt full fjárlög fyrir alríkisstjórnina í lengri tíma og hefur því reglulega samþykkt bráðabirgðaútgjaldafrumvörp til þess að fjármagna rekstur stofnana á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Þegar Trump drap frumvörpin fyrir jól stöðvaðist rekstur alríkisstofnananna vegna þess að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Frumvörpin sem demókratar samþykktu í gær eru þau sömu og flokkarnir náðu saman um í öldungadeildinni fyrir jól. Þau hefðu fjármagnað rekstur nær allra stofnana sem lokuðust þá. „Það sem við biðjum repúblikana í öldungadeildinni um að gera er að taka „já“ sem svar. Við sendum þeim til baka nákvæmlega orð fyrir orð það sem þeir hafa samþykkt,“ sagði Nancy Pelosi, nýr forseti fulltrúadeildarinnar úr röðum demókrata.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36