Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 23:15 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Lögregla í Marokkó hefur handtekið fjórtán einstaklinga fyrir að hafa lofsamað og fagnað morðunum á tveimur norrænum konum í Atlasfjöllunum um miðjan desember. Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. Í frétt VG segir að sakborningarnir fjórtán hafi allir verið ákærðir og þá hafi einn þeirra þegar verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar eða til sektargreiðslu sem nemur um 60 þúsund íslenskum krónum. Fyrir tveimur vikum var greint frá því að lögregla í Marokkó hefði handtekið doktorsnema fyrir að hafa fagnað morðunum í færslum á samfélagsmiðlum. Þá greinir VG einnig frá því að á meðal hinna fjórtán handteknu sé ritstjóri marokkósks vefmiðils. Honum er gefið að sök að hafa deilt myndbandi, sem sýnir hrottalegt morðið á annarri konunni, inn á hópspjall með öðrum blaðamönnum og lofsamað voðaverkið.Sjá einnig: „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóSvisslendingurinn ásamt sex öðrum leiddur fyrir dómara Fjölmargir hafa verið handteknir í tengslum við morðin á konunum tveimur, Louisu Vesterager Jespersen og Maren Ueland. Þar af hafa tuttugu og tveir verið handteknir vegna gruns um aðild að hryðjuverkum í tengslum við morðin. Fjórir menn sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að konurnar fundust látnar eru sagðir höfuðpaurar í málinu. Þeim er gefið að sök að hafa myrt Ueland og Jespersen og þá eru þeir taldir hafa svarið hryðjuverkasamtökunum ISIS hollustu sína. Þá var svissneskur ríkisborgari handtekinn skömmu fyrir áramót vegna málsins en hann er sagður hafa þjálfað nokkra af þeim sem grunaðir eru um aðild að morðunum. Í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum í Marokkó sem send var út í dag segir að sjö einstaklingar, þar á meðal áðurnefndur Svisslendingur, hafi þegar verið leiddir fyrir dómara í tengslum við hryðjuverkarannsóknina. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15 Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Lögregla í Marokkó hefur handtekið fjórtán einstaklinga fyrir að hafa lofsamað og fagnað morðunum á tveimur norrænum konum í Atlasfjöllunum um miðjan desember. Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. Í frétt VG segir að sakborningarnir fjórtán hafi allir verið ákærðir og þá hafi einn þeirra þegar verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar eða til sektargreiðslu sem nemur um 60 þúsund íslenskum krónum. Fyrir tveimur vikum var greint frá því að lögregla í Marokkó hefði handtekið doktorsnema fyrir að hafa fagnað morðunum í færslum á samfélagsmiðlum. Þá greinir VG einnig frá því að á meðal hinna fjórtán handteknu sé ritstjóri marokkósks vefmiðils. Honum er gefið að sök að hafa deilt myndbandi, sem sýnir hrottalegt morðið á annarri konunni, inn á hópspjall með öðrum blaðamönnum og lofsamað voðaverkið.Sjá einnig: „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóSvisslendingurinn ásamt sex öðrum leiddur fyrir dómara Fjölmargir hafa verið handteknir í tengslum við morðin á konunum tveimur, Louisu Vesterager Jespersen og Maren Ueland. Þar af hafa tuttugu og tveir verið handteknir vegna gruns um aðild að hryðjuverkum í tengslum við morðin. Fjórir menn sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að konurnar fundust látnar eru sagðir höfuðpaurar í málinu. Þeim er gefið að sök að hafa myrt Ueland og Jespersen og þá eru þeir taldir hafa svarið hryðjuverkasamtökunum ISIS hollustu sína. Þá var svissneskur ríkisborgari handtekinn skömmu fyrir áramót vegna málsins en hann er sagður hafa þjálfað nokkra af þeim sem grunaðir eru um aðild að morðunum. Í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum í Marokkó sem send var út í dag segir að sjö einstaklingar, þar á meðal áðurnefndur Svisslendingur, hafi þegar verið leiddir fyrir dómara í tengslum við hryðjuverkarannsóknina.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15 Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09
Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15
Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22