Hagfellt ár Hörður Ægisson skrifar 4. janúar 2019 07:00 Þótt stundum mætti halda annað af fréttaflutningi að dæma þá var nýliðið ár Íslendingum hagfellt í efnahagslegum skilningi. Útlit er fyrir að hagvöxtur muni mælast vel yfir 4 prósent – við upphaf ársins spáðu flestir um 3 prósenta vexti – og þá virðist líklegt að afgangur á viðskiptum við útlönd verði um tvöfalt meiri en upphaflega var gert gert ráð fyrir. Kaupmáttur launa hélt áfram að hækka verulega og hefur núna aukist um fjórðung frá 2015. Síðri tíðindi voru að verðbólgan, sem hafði mælst undir markmiði Seðlabankans samfellt í fjögur ár, hækkaði snögglega á seinni árshelmingi samhliða því að gengi krónunnar tók að veikjast vegna rekstrarerfiðleika WOW air og herskárra yfirlýsinga verkalýðsforystunnar. Á síðustu vikum hefur gengisveikingin að nokkru gengið til baka og þá hefur hráolía hrunið í verði. Hvort tveggja ætti að létta á verðbólguþrýstingnum og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum. Stundum vill gleymast að samsetning hagvaxtarins hverju sinni skiptir máli. Kröftugur vöxtur síðasta árs skýrist meðal annars af meiri íbúðafjárfestingu, sem fór í fyrsta sinn frá 2008 yfir langtímameðaltal sitt, en ekki hvað síst auknum útflutningstekjum. Slíkur vöxtur er góðs viti og til marks um að hann er sjálfbær og heilbrigður. Þótt einkaneysla hafi aukist um liðlega fimm prósent mælist hún enn sögulega lág sem hlutfall af landsframleiðslu. Enn sjást því engin merki um að heimilin séu að skuldsetja sig svo einhverju nemi til að standa undir aukinni neyslu heldur hefur þjóðhagslegur sparnaður haldið áfram að aukast. Þetta eru jákvæð tíðindi. Uppsveifla síðustu ára á því ekkert sammerkt með bóluárunum í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Í stóra samhengi hlutanna er ein merkilegasta efnahagsfrétt síðustu ára sú staðreynd að í framhaldi af skuldaskilum föllnu bankanna í ársbyrjun 2016 varð eignastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum jákvæð í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Hrein erlend staða batnaði enn frekar á síðasta ári, samtímis því að Íslendingar greiddu niður erlendar skuldir og lífeyrissjóðir fjárfestu í stórauknum mæli erlendis, og mældist um 14 prósent af landsframleiðslu við lok þriðja ársfjórðungs. Í evrópskum samanburði standa nú fá ríki betur en Ísland í þessum efnum. Hvaða máli skiptir þetta? Takist okkur að viðhalda þessari stöðu, þar sem Ísland er í reynd orðið að fjármagnsútflytjanda, ætti það meðal annars að endurspeglast í hærra jafnvægisgengi krónunnar. Við þær aðstæður gætu vextir farið lækkandi án þess að jafnvægi í hagkerfinu yrði raskað. Það er því til mikils að vinna að glutra ekki niður þessum árangri. Það eru vissulega, eins og ávallt, viðvörunarljós sem blikka við upphaf nýs árs. Þótt WOW air sé að líkindum komið fyrir vind þarf ferðaþjónustan að laga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Launakostnaður í greininni sem hlutfall af tekjum er orðinn of hár, rétt eins og í mörgum öðrum atvinnugreinum, og fyrirtækin hafa fáa aðra valkosti en að ráðast í hagræðingaraðgerðir, meðal annars með sameiningum í stærri einingar. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Við stöndum um margt á afar sterkum grunni en fíllinn í herberginu er auðvitað niðurstaða kjarasamninga á vinnumarkaði. Það skiptir sköpum fyrir framhaldið að skynsemin hafi þar yfirhöndina. Við skulum vona það besta en búast við hinu versta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt stundum mætti halda annað af fréttaflutningi að dæma þá var nýliðið ár Íslendingum hagfellt í efnahagslegum skilningi. Útlit er fyrir að hagvöxtur muni mælast vel yfir 4 prósent – við upphaf ársins spáðu flestir um 3 prósenta vexti – og þá virðist líklegt að afgangur á viðskiptum við útlönd verði um tvöfalt meiri en upphaflega var gert gert ráð fyrir. Kaupmáttur launa hélt áfram að hækka verulega og hefur núna aukist um fjórðung frá 2015. Síðri tíðindi voru að verðbólgan, sem hafði mælst undir markmiði Seðlabankans samfellt í fjögur ár, hækkaði snögglega á seinni árshelmingi samhliða því að gengi krónunnar tók að veikjast vegna rekstrarerfiðleika WOW air og herskárra yfirlýsinga verkalýðsforystunnar. Á síðustu vikum hefur gengisveikingin að nokkru gengið til baka og þá hefur hráolía hrunið í verði. Hvort tveggja ætti að létta á verðbólguþrýstingnum og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum. Stundum vill gleymast að samsetning hagvaxtarins hverju sinni skiptir máli. Kröftugur vöxtur síðasta árs skýrist meðal annars af meiri íbúðafjárfestingu, sem fór í fyrsta sinn frá 2008 yfir langtímameðaltal sitt, en ekki hvað síst auknum útflutningstekjum. Slíkur vöxtur er góðs viti og til marks um að hann er sjálfbær og heilbrigður. Þótt einkaneysla hafi aukist um liðlega fimm prósent mælist hún enn sögulega lág sem hlutfall af landsframleiðslu. Enn sjást því engin merki um að heimilin séu að skuldsetja sig svo einhverju nemi til að standa undir aukinni neyslu heldur hefur þjóðhagslegur sparnaður haldið áfram að aukast. Þetta eru jákvæð tíðindi. Uppsveifla síðustu ára á því ekkert sammerkt með bóluárunum í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Í stóra samhengi hlutanna er ein merkilegasta efnahagsfrétt síðustu ára sú staðreynd að í framhaldi af skuldaskilum föllnu bankanna í ársbyrjun 2016 varð eignastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum jákvæð í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Hrein erlend staða batnaði enn frekar á síðasta ári, samtímis því að Íslendingar greiddu niður erlendar skuldir og lífeyrissjóðir fjárfestu í stórauknum mæli erlendis, og mældist um 14 prósent af landsframleiðslu við lok þriðja ársfjórðungs. Í evrópskum samanburði standa nú fá ríki betur en Ísland í þessum efnum. Hvaða máli skiptir þetta? Takist okkur að viðhalda þessari stöðu, þar sem Ísland er í reynd orðið að fjármagnsútflytjanda, ætti það meðal annars að endurspeglast í hærra jafnvægisgengi krónunnar. Við þær aðstæður gætu vextir farið lækkandi án þess að jafnvægi í hagkerfinu yrði raskað. Það er því til mikils að vinna að glutra ekki niður þessum árangri. Það eru vissulega, eins og ávallt, viðvörunarljós sem blikka við upphaf nýs árs. Þótt WOW air sé að líkindum komið fyrir vind þarf ferðaþjónustan að laga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Launakostnaður í greininni sem hlutfall af tekjum er orðinn of hár, rétt eins og í mörgum öðrum atvinnugreinum, og fyrirtækin hafa fáa aðra valkosti en að ráðast í hagræðingaraðgerðir, meðal annars með sameiningum í stærri einingar. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Við stöndum um margt á afar sterkum grunni en fíllinn í herberginu er auðvitað niðurstaða kjarasamninga á vinnumarkaði. Það skiptir sköpum fyrir framhaldið að skynsemin hafi þar yfirhöndina. Við skulum vona það besta en búast við hinu versta.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun