Rafdraumar Þórarinn Þórarinsson. skrifar 4. janúar 2019 06:45 Líf hvers og eins er línulaga saga sem hefst við fæðingu og lýkur með dauðanum. Með alls konar útúrdúrum, endurlitum, áföllum, óvæntum gleðistundum, eftirsjá, bakþönkum og þessu óþolandi „ef ég hefði bara …“. Í ljósi þessarar sögulegu samfellu er mér meinilla við mót vikna, mánaða og ekki síst ára enda ganga þau fyrst og fremst út á að halda utan um alls konar leiðindi; telja saman daga og reikna á okkur vexti og dráttarvexti. Sonur minn flutti til Danmerkur 2010 þannig að ég er búinn að sakna hans, með stuttum og stopulum hléum, í átta ár. Vel rúmlega 2.500 daga. Helvíti bratt. Móðir hans var besti vinur minn löngu áður en hún varð kærastan mín, síðar eiginkona, að lokum fyrrverandi eiginkona og strax að loknum grunnskóla tók hún upp á þeirri skelfingu að gerast skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár. Það var langt og erfitt ár enda var þetta í fyrndinni þegar flöskuskeyti, sendibréf og fokdýr millilandasímtöl voru einu leiðirnar til þess að eiga samskipti milli landa. Strákurinn minn reyndi að hughreysta mig á köldum janúarmorgni fyrir átta árum þegar hann kvaddi með þeim orðum að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur: „We’ll always be together in electric dreams,“ með vísan í titillag 80s-myndar um þunglynda tölvu. Þó að þú sért órafjarri/ég sé þig sérhvern dag/ég þarf ekki að reyna/ég loka augunum/Við verðum alltaf saman/þó löng sé þessi leið/Við verðum alltaf saman/ saman í rafdraumum. (Þýðing: Gísli Ásgeirsson.) Enn er þetta huggun harmi gegn og ósköp má maður vera þakklátur fyrir Skype, Facetime, tölvupósta og Facebook-spjallið og allt þetta tölvudót þegar kemur að kveðjustund eftir gott jólafrí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Líf hvers og eins er línulaga saga sem hefst við fæðingu og lýkur með dauðanum. Með alls konar útúrdúrum, endurlitum, áföllum, óvæntum gleðistundum, eftirsjá, bakþönkum og þessu óþolandi „ef ég hefði bara …“. Í ljósi þessarar sögulegu samfellu er mér meinilla við mót vikna, mánaða og ekki síst ára enda ganga þau fyrst og fremst út á að halda utan um alls konar leiðindi; telja saman daga og reikna á okkur vexti og dráttarvexti. Sonur minn flutti til Danmerkur 2010 þannig að ég er búinn að sakna hans, með stuttum og stopulum hléum, í átta ár. Vel rúmlega 2.500 daga. Helvíti bratt. Móðir hans var besti vinur minn löngu áður en hún varð kærastan mín, síðar eiginkona, að lokum fyrrverandi eiginkona og strax að loknum grunnskóla tók hún upp á þeirri skelfingu að gerast skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár. Það var langt og erfitt ár enda var þetta í fyrndinni þegar flöskuskeyti, sendibréf og fokdýr millilandasímtöl voru einu leiðirnar til þess að eiga samskipti milli landa. Strákurinn minn reyndi að hughreysta mig á köldum janúarmorgni fyrir átta árum þegar hann kvaddi með þeim orðum að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur: „We’ll always be together in electric dreams,“ með vísan í titillag 80s-myndar um þunglynda tölvu. Þó að þú sért órafjarri/ég sé þig sérhvern dag/ég þarf ekki að reyna/ég loka augunum/Við verðum alltaf saman/þó löng sé þessi leið/Við verðum alltaf saman/ saman í rafdraumum. (Þýðing: Gísli Ásgeirsson.) Enn er þetta huggun harmi gegn og ósköp má maður vera þakklátur fyrir Skype, Facetime, tölvupósta og Facebook-spjallið og allt þetta tölvudót þegar kemur að kveðjustund eftir gott jólafrí.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun