Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 10:23 Icelandair tók í notkun Boeing 737 Max 8-vélar á liðnu ári. VÍSIR/JÓHANN K. Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. Liður í því er að félagið hefur undirritað samning við SMBC Aviation Capital um sölu og endurleigu á tveimur slíkum vélum en leigusamningarnir eru til tæplega 9 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um fjármögnun Icelandair sem félagið sendi frá sér síðdegis í gær. Þar er vísað til tilkynningar, sem send var út í lok desember, um að Icelandair hefði gengið frá samningi við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum á Boeing 737 MAX flugvélum félagsins. Vélarnar eru til afhendingar árin 2019 og 2020, þar sem áætlaður afhendingardagur síðustu vélanna er áætlaður í mars 2020. Þessi fjármögnun er talin nema um 200 milljónum bandaríkjadala á tímabilinu, 23 milljörðum króna, og er áætlað að sjóðsstaða félagsins muni hækka um 160 milljónir dala í kjölfar samningsins- „þar sem Icelandair Group hafði þegar greitt fyrirframgreiðslurnar með eigin sjóðum.“ Þar að auki hafi Icelandair og BOC Aviation samið um sölu og endurleigu á tveimur af þeim Boeing 737 flugvélum sem samningurinn nær yfir. Önnur þessara flugvéla verði afhent í ár en hin árið 2020. Leigutími þeirra véla er 12 ár með og hefur Icelandair kauprétt að loknum 30 mánaða leigutíma.Fjörutíu óveðsettar vélar Víkur þá að fyrrnefndum samningi um sölu og og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX flugvélum við SMBC Aviation Capital. Í samantekt félagsins segir að með þeim samningi sé „nú lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vélarnar voru fjármagnaðar með samningi um sölu og endurleigu við BOCOMM Leasing Aviation,“ og vísað til tilkynningar frá Icelandair sem gefin var út í maí árið 2017. Þá segjast stjórnendur Icelandair Group jafnframt gera ráð fyrir að boðið verði út hlutafé fyrir allt að 625 milljónir króna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Groupp, í samantektinni að fyrrnefndar aðgerðir séu í takt við stefnu félagsins. Hún kveði á um að Icelandair hafi „ávallt til staðar sterka lausafjárstöðu og sveigjanlegan efnahagsreikning,“ eins og Bogi lýsir því. „Í árslok 2018 var félagið með ríflega 250 milljónir USD í handbært fé. Auk þess á félagið 40 óveðsettar flugvélar. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfinu og grípa þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Bogi. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32 Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. Liður í því er að félagið hefur undirritað samning við SMBC Aviation Capital um sölu og endurleigu á tveimur slíkum vélum en leigusamningarnir eru til tæplega 9 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um fjármögnun Icelandair sem félagið sendi frá sér síðdegis í gær. Þar er vísað til tilkynningar, sem send var út í lok desember, um að Icelandair hefði gengið frá samningi við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum á Boeing 737 MAX flugvélum félagsins. Vélarnar eru til afhendingar árin 2019 og 2020, þar sem áætlaður afhendingardagur síðustu vélanna er áætlaður í mars 2020. Þessi fjármögnun er talin nema um 200 milljónum bandaríkjadala á tímabilinu, 23 milljörðum króna, og er áætlað að sjóðsstaða félagsins muni hækka um 160 milljónir dala í kjölfar samningsins- „þar sem Icelandair Group hafði þegar greitt fyrirframgreiðslurnar með eigin sjóðum.“ Þar að auki hafi Icelandair og BOC Aviation samið um sölu og endurleigu á tveimur af þeim Boeing 737 flugvélum sem samningurinn nær yfir. Önnur þessara flugvéla verði afhent í ár en hin árið 2020. Leigutími þeirra véla er 12 ár með og hefur Icelandair kauprétt að loknum 30 mánaða leigutíma.Fjörutíu óveðsettar vélar Víkur þá að fyrrnefndum samningi um sölu og og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX flugvélum við SMBC Aviation Capital. Í samantekt félagsins segir að með þeim samningi sé „nú lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vélarnar voru fjármagnaðar með samningi um sölu og endurleigu við BOCOMM Leasing Aviation,“ og vísað til tilkynningar frá Icelandair sem gefin var út í maí árið 2017. Þá segjast stjórnendur Icelandair Group jafnframt gera ráð fyrir að boðið verði út hlutafé fyrir allt að 625 milljónir króna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Groupp, í samantektinni að fyrrnefndar aðgerðir séu í takt við stefnu félagsins. Hún kveði á um að Icelandair hafi „ávallt til staðar sterka lausafjárstöðu og sveigjanlegan efnahagsreikning,“ eins og Bogi lýsir því. „Í árslok 2018 var félagið með ríflega 250 milljónir USD í handbært fé. Auk þess á félagið 40 óveðsettar flugvélar. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfinu og grípa þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Bogi.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32 Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32
Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00