Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 19:15 Óvíst er hvað bráðabirgðaviðgerð á vegklæðningu á Suðurlandsvegi dugir lengi en að minnsta kosti tíu ökumenn sprengdu dekk á bíl sínum eftir að hafa ekið í holur á veginum í morgun. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi segist ekki búast við varanlegri viðgerð fyrr en í vor. Töluverð umferð var um Suðurlandsveg snemma í morgun. Bæði Vegagerðin og lögreglan fengu fjölmargar tilkynningar vegna skemmda á veginum enda aðstæður ekki hinar ákjósanlegustu. Rigning, mikil þoka og lélegt skyggni var á Hellisheiði og holurnar ekki auðsjáanlegar. Holurnar í veginum voru á þeim stað þar sem vegurinn er einbreiður til vesturs og víravegrið aðskilur akstursstefnur. Við þær aðstæður var ekki hægt að fara í vegkantinn til þess að skipta um dekk og óku sumir ökumenn á sprungnu dekki niður undir vegamótin við Hellisheiðarvirkjun til þess að skipta um dekk án þess að vera í hættu.Karel Fannar Sveinbjörnsson hóf daginn á því að skipta um dekk á bílnum sínum eftir að hafa keyrt í holu á Hellisheiði.Vísir/Stöð 2Það er ekki skemmtilegt að lenda í þessu í morgunsárið? „Nei, sérstaklega ekki þegar maður á að vera mættur í vinnu. Það er ekki gaman að vera að skipta um dekk á miðri heiðinni. Alltof seinn í vinnu,“ sagði Karel Fannar Sveinbjörnsson á meðan hann skipti um dekk á bíl sínum í morgun.Voru margir sem að lentu í þessu? „Um það bil tíu bílar. Það voru allavega margir bílar stopp úti í vegkanti að skipta og löggan var komin frekar snemma,“ sagði Karel. Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hafi gert bráðabirgðaviðgerð á þeim stöðum þar sem holurnar voru verstar. Ekki er líklegt að farið verði í varanlegar viðgerðir fyrr en í vor. Hann sagði að á þremur stöðum á Hellisheiði sé vegurinn slæmur á um tveggja kílómetra kafla á hverjum stað. „Það er mjög asnalegt að Þjóðvegur 1 sé svona. Það er ekki boðlegt fyrir fólk sem þarf að keyra á milli Selfoss og Reykjavíkur í vinnu,“ sagði Karel. Búið er að leggja nýja klæðningu á veginn til austurs en fréttastofan skoðaði aðstæður aftur á vettvangi í dag eftir að birta tók. Nú er spurning við viðgerðirnar duga lengi.Lögregla vaktaði staðinn þar til starfsmenn Vgeagerðarinnar holufylltuVísir/JóhannK Samgöngur Tengdar fréttir Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Óvíst er hvað bráðabirgðaviðgerð á vegklæðningu á Suðurlandsvegi dugir lengi en að minnsta kosti tíu ökumenn sprengdu dekk á bíl sínum eftir að hafa ekið í holur á veginum í morgun. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi segist ekki búast við varanlegri viðgerð fyrr en í vor. Töluverð umferð var um Suðurlandsveg snemma í morgun. Bæði Vegagerðin og lögreglan fengu fjölmargar tilkynningar vegna skemmda á veginum enda aðstæður ekki hinar ákjósanlegustu. Rigning, mikil þoka og lélegt skyggni var á Hellisheiði og holurnar ekki auðsjáanlegar. Holurnar í veginum voru á þeim stað þar sem vegurinn er einbreiður til vesturs og víravegrið aðskilur akstursstefnur. Við þær aðstæður var ekki hægt að fara í vegkantinn til þess að skipta um dekk og óku sumir ökumenn á sprungnu dekki niður undir vegamótin við Hellisheiðarvirkjun til þess að skipta um dekk án þess að vera í hættu.Karel Fannar Sveinbjörnsson hóf daginn á því að skipta um dekk á bílnum sínum eftir að hafa keyrt í holu á Hellisheiði.Vísir/Stöð 2Það er ekki skemmtilegt að lenda í þessu í morgunsárið? „Nei, sérstaklega ekki þegar maður á að vera mættur í vinnu. Það er ekki gaman að vera að skipta um dekk á miðri heiðinni. Alltof seinn í vinnu,“ sagði Karel Fannar Sveinbjörnsson á meðan hann skipti um dekk á bíl sínum í morgun.Voru margir sem að lentu í þessu? „Um það bil tíu bílar. Það voru allavega margir bílar stopp úti í vegkanti að skipta og löggan var komin frekar snemma,“ sagði Karel. Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hafi gert bráðabirgðaviðgerð á þeim stöðum þar sem holurnar voru verstar. Ekki er líklegt að farið verði í varanlegar viðgerðir fyrr en í vor. Hann sagði að á þremur stöðum á Hellisheiði sé vegurinn slæmur á um tveggja kílómetra kafla á hverjum stað. „Það er mjög asnalegt að Þjóðvegur 1 sé svona. Það er ekki boðlegt fyrir fólk sem þarf að keyra á milli Selfoss og Reykjavíkur í vinnu,“ sagði Karel. Búið er að leggja nýja klæðningu á veginn til austurs en fréttastofan skoðaði aðstæður aftur á vettvangi í dag eftir að birta tók. Nú er spurning við viðgerðirnar duga lengi.Lögregla vaktaði staðinn þar til starfsmenn Vgeagerðarinnar holufylltuVísir/JóhannK
Samgöngur Tengdar fréttir Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30