Álframleiðsla og hringrásarhagkerfið Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 3. janúar 2019 07:30 Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður eru menn á besta aldri í góðum stöðum sem báðir hafa á síðustu dögum gert myndina Kona fer í stríð að umtalsefni í skrifum sínum. Þeim virðist mislíka mjög margt í myndinni. Það kemur reyndar ekki sérstaklega á óvart því fyrirfram hafa væntanlega fáir gert ráð fyrir að þeir ættu auðvelt með að samsama sig aðalsöguhetju myndarinnar, einhleypri konu og náttúruunnanda sem ekki þarf að bjarga. Guðni reynir enn að hefja málmbræðslu á Íslandi upp sem e.k. lausn á loftslagsvandanum og finnur það myndinni helst til foráttu að hún gengur út frá því að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman. Tesa Guðna er að álið sem hér er brætt úr súráli sem numið var með hræðilegum kostnaði fyrir umhverfið, yrði ella unnið með kolaorku. Samt hefur honum margoft verið bent á hversu rangt er að halda þessu fram. Enginn hefur enn sýnt fram á að álframleiðsla í heiminum sé undanskilin lögmáli framboðs og eftirspurnar. Heimsframleiðsla á áli er með öðrum orðum ekki fasti og alls ekki hægt að ganga út frá því að jafngildi þess áls sem framleitt er hér yrði framleitt annars staðar með óhreinni orku. Við höfum skapað hér á Íslandi aðstæður sem gera það aðlaðandi fyrir alþjóðleg risafyrirtæki að setja upp mengandi framleiðslu. Þessi fyrirtæki, sem flokkast hátt á listum yfir mestu mengunarvalda heims, starfa þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar og koma eingöngu til Íslands vegna þess að hér fá þau mjög ódýrt rafmagn – og aðgang að leiðitömu stjórnmálafólki og „þægilegum“ embættismönnum og stjórnsýslu. Okkar stóra verkefni næsta áratuginn er að koma upp hringrásarhagkerfi og draga úr neyslu í víðasta skilningi orðsins. Þannig náum við skjótum árangri í loftslagsmálum. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið því hann er hægt að endurvinna nánast endalaust. Þar á fókusinn að vera, að endurvinna álið sem við eigum nú þegar. Verndun náttúru með öflugri gróður- og jarðvegsvernd er mikilvæg loftslagsaðgerð. Orkufrekur málmiðnaður með tilheyrandi eyðileggingu náttúru, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda er það ekki.Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður eru menn á besta aldri í góðum stöðum sem báðir hafa á síðustu dögum gert myndina Kona fer í stríð að umtalsefni í skrifum sínum. Þeim virðist mislíka mjög margt í myndinni. Það kemur reyndar ekki sérstaklega á óvart því fyrirfram hafa væntanlega fáir gert ráð fyrir að þeir ættu auðvelt með að samsama sig aðalsöguhetju myndarinnar, einhleypri konu og náttúruunnanda sem ekki þarf að bjarga. Guðni reynir enn að hefja málmbræðslu á Íslandi upp sem e.k. lausn á loftslagsvandanum og finnur það myndinni helst til foráttu að hún gengur út frá því að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman. Tesa Guðna er að álið sem hér er brætt úr súráli sem numið var með hræðilegum kostnaði fyrir umhverfið, yrði ella unnið með kolaorku. Samt hefur honum margoft verið bent á hversu rangt er að halda þessu fram. Enginn hefur enn sýnt fram á að álframleiðsla í heiminum sé undanskilin lögmáli framboðs og eftirspurnar. Heimsframleiðsla á áli er með öðrum orðum ekki fasti og alls ekki hægt að ganga út frá því að jafngildi þess áls sem framleitt er hér yrði framleitt annars staðar með óhreinni orku. Við höfum skapað hér á Íslandi aðstæður sem gera það aðlaðandi fyrir alþjóðleg risafyrirtæki að setja upp mengandi framleiðslu. Þessi fyrirtæki, sem flokkast hátt á listum yfir mestu mengunarvalda heims, starfa þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar og koma eingöngu til Íslands vegna þess að hér fá þau mjög ódýrt rafmagn – og aðgang að leiðitömu stjórnmálafólki og „þægilegum“ embættismönnum og stjórnsýslu. Okkar stóra verkefni næsta áratuginn er að koma upp hringrásarhagkerfi og draga úr neyslu í víðasta skilningi orðsins. Þannig náum við skjótum árangri í loftslagsmálum. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið því hann er hægt að endurvinna nánast endalaust. Þar á fókusinn að vera, að endurvinna álið sem við eigum nú þegar. Verndun náttúru með öflugri gróður- og jarðvegsvernd er mikilvæg loftslagsaðgerð. Orkufrekur málmiðnaður með tilheyrandi eyðileggingu náttúru, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda er það ekki.Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar