Bíðum ekki í hundrað ár! Ögmundur Jónasson skrifar 3. janúar 2019 07:15 Eftir hundrað ár verða án efa skrifaðar bækur um hremmingar Kúrda fyrr á tíð. Þá verður vonandi afstaðin sú ofsóknarbylgja sem nú skellur á þeim í byggðum þeirra í Suðaustur-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi. Þá munu fjöldamorðin, limlestingarnar, nauðganirnar, frelsissviptingin, heimilismissirinn, atvinnumissirinn – allt af mannavöldum, þykja efni í sögulegan fróðleik frá fyrri tíð. Við eigum hins vegar ekki að bíða framtíðarinnar til að gráta hlutskipti Kúrda í fortíðinni. Parísardómstóllinn, sá hinn sami og þeir Bertrand Russell og Jean-Paul Sartre settu á laggirnar á sjöunda áratug síðustu aldar til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Víetnam og síðan hefur tekið fyrir fjölda annarra ámóta viðfangsefna, komst að þeirri niðurstöðu í fyrra eftir ítarlegar vitnaleiðslur að óyggjandi væri að framdir hefðu verið stórfelldir stríðsglæpir í Kúrdahéruðum Tyrklands. Vitað er að hið sama er að endurtaka sig í Kúrdahéruðum Norður-Sýrlands og fer spennan vaxandi þessa dagana, eins og fram hefur komið í fréttum. Þarna hafa Tyrkir verið í slagtogi með ISIS-sveitunum illræmdu um nokkurt skeið þótt stundum hafi þeir reynt að leika tveim skjöldum. Eftir að innrás þeirra hófst í janúar í fyrra og eftir að þeir náðu Afrin á sitt vald, var ekki lengur blöðum um að fletta hve náið samstarf Tyrkja var við ISIS. Kúrdar, kristnir menn og gyðingar voru hraktir frá heimilum sínum í Afrin og þau fengin ISIS-liðum í hendur. Hinar galvösku Kúrdakonur, annálaðar fyrir staðfestu og hugdirfsku í stríðinu við ISIS, voru komnar á bak við slæður og búrkur að valdboði innrásarhersins og ISIS. Og þá er spurningin, hvers vegna bíða í hundrað ár til að lesa um ofbeldi fyrri tíðar? Hví ekki mótmæla núna á meðan ofbeldið á sér stað? Tvö vitni frá Parísardómstólnum verða á opnum klukkutíma fundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu á laugardag. Fyrsta skrefið er að kynna sér málavöxtu. Það stendur til boða á laugardag.Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Sjá meira
Eftir hundrað ár verða án efa skrifaðar bækur um hremmingar Kúrda fyrr á tíð. Þá verður vonandi afstaðin sú ofsóknarbylgja sem nú skellur á þeim í byggðum þeirra í Suðaustur-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi. Þá munu fjöldamorðin, limlestingarnar, nauðganirnar, frelsissviptingin, heimilismissirinn, atvinnumissirinn – allt af mannavöldum, þykja efni í sögulegan fróðleik frá fyrri tíð. Við eigum hins vegar ekki að bíða framtíðarinnar til að gráta hlutskipti Kúrda í fortíðinni. Parísardómstóllinn, sá hinn sami og þeir Bertrand Russell og Jean-Paul Sartre settu á laggirnar á sjöunda áratug síðustu aldar til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Víetnam og síðan hefur tekið fyrir fjölda annarra ámóta viðfangsefna, komst að þeirri niðurstöðu í fyrra eftir ítarlegar vitnaleiðslur að óyggjandi væri að framdir hefðu verið stórfelldir stríðsglæpir í Kúrdahéruðum Tyrklands. Vitað er að hið sama er að endurtaka sig í Kúrdahéruðum Norður-Sýrlands og fer spennan vaxandi þessa dagana, eins og fram hefur komið í fréttum. Þarna hafa Tyrkir verið í slagtogi með ISIS-sveitunum illræmdu um nokkurt skeið þótt stundum hafi þeir reynt að leika tveim skjöldum. Eftir að innrás þeirra hófst í janúar í fyrra og eftir að þeir náðu Afrin á sitt vald, var ekki lengur blöðum um að fletta hve náið samstarf Tyrkja var við ISIS. Kúrdar, kristnir menn og gyðingar voru hraktir frá heimilum sínum í Afrin og þau fengin ISIS-liðum í hendur. Hinar galvösku Kúrdakonur, annálaðar fyrir staðfestu og hugdirfsku í stríðinu við ISIS, voru komnar á bak við slæður og búrkur að valdboði innrásarhersins og ISIS. Og þá er spurningin, hvers vegna bíða í hundrað ár til að lesa um ofbeldi fyrri tíðar? Hví ekki mótmæla núna á meðan ofbeldið á sér stað? Tvö vitni frá Parísardómstólnum verða á opnum klukkutíma fundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu á laugardag. Fyrsta skrefið er að kynna sér málavöxtu. Það stendur til boða á laugardag.Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun