Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2019 10:33 Í myndatexta Fréttablaðsins var þroskaður faðir tvegga stúlkubarna kallaður afi þeirra. Runólfur, formaður Félags eldri feðra, segir þetta lýsandi fyrir aldurfordóma sem vaða uppi í þessu samfélagi. Fbl/Anton Brink Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins í tengslum við myndatexta við mynd sem birtist í blaðinu á gamlaársdag. Þar segir að margt hafi verið um manninn á flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Gróubúð á Grandagarði. „Þessar stúlkur virtu fyrir sér flugeldapakkann Tralla, á meðan afi þeirra hafði mögulega augastað á einhverju örlitlu kraftmeira.“Æskudýrkun og aldursfordómar Meinið er að þar var ekki afi stúlknanna á ferð heldur faðir þeirra. Runólfur Ágústsson, sem er formaður Félags eldri feðra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar sem segir „Félag eldri feðra harmar þau inngrónu viðhorf upphafinnar æskudýrkunar og aldursfordóma sem endurspegluðust í mynd Fréttablaðsins af ritara félagsins, dr. Birni Karlssyni hvar hann var staddur ásamt ungum dætrum sínum í flugeldasölu hér í bæ á gamlársdag. Björn var þar titlaður og talinn afi stúlknanna.“Myndin umdeilda en hér er Dr. Björn að huga að flugeldum. Með honum á myndinni eru dætur hans Birna Eldey og Ásta Melrós.fbl/ernirRunólfur bendir á að blaðið hafi nú þegar leiðrétt fréttina en það sé „allt of algengt að einstaklingar sem komnir eru á miðjan aldur séu afskrifaðir sem virkir þátttakendur í okkar samfélagi. Í því samhengi og út frá þeim aldursfordómum sem koma hér fram hjá miðlinum bendir félagið sérstaklega á getu og hæfni félagmanna til barneigna og uppeldis sem að mati þess vex með auknum þokka, þroska og aldri. Eldri feður eru betri feður!“ Svo segir í yfirlýsingu sem Runólfur sendir frá sér fyrir hönd félagsins.Fórnarlambið vill sem minnst úr málinu gera Ritari félagsins, sá sem fyrir þessum mistökum varð, er ekki eins herskár og formaðurinn. Segir þetta aðallega vandræðalegt. Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi blaðsins og fyrrverandi ritstjóri hafi sett sig í samband við hann en Björn vildi sem minnst úr málinu gera. „Hún sagði að ljósmyndarinn hefði gert þessi mistök, að tala ekki við mig. Og baðst afsökunar, sem ég tók gilda.“ Félag eldri feðra er um þriggja ára gamall félagsskapur, óformlegur en félagsmenn eru um fimmtán talsins. Í þeim hópi eru auk Runólfs og Björns menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara og Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmanns.Uppfært 14:25 Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar var Björn í myndatexta kallaður Dr. Bjarni. Sem er allt annar maður. Þetta hefur nú verið lagfært. Dr. Björn sem og lesendur er beðinn afsökunar og mistökin hörmuð. Blm. Félagsmál Tengdar fréttir Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins í tengslum við myndatexta við mynd sem birtist í blaðinu á gamlaársdag. Þar segir að margt hafi verið um manninn á flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Gróubúð á Grandagarði. „Þessar stúlkur virtu fyrir sér flugeldapakkann Tralla, á meðan afi þeirra hafði mögulega augastað á einhverju örlitlu kraftmeira.“Æskudýrkun og aldursfordómar Meinið er að þar var ekki afi stúlknanna á ferð heldur faðir þeirra. Runólfur Ágústsson, sem er formaður Félags eldri feðra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar sem segir „Félag eldri feðra harmar þau inngrónu viðhorf upphafinnar æskudýrkunar og aldursfordóma sem endurspegluðust í mynd Fréttablaðsins af ritara félagsins, dr. Birni Karlssyni hvar hann var staddur ásamt ungum dætrum sínum í flugeldasölu hér í bæ á gamlársdag. Björn var þar titlaður og talinn afi stúlknanna.“Myndin umdeilda en hér er Dr. Björn að huga að flugeldum. Með honum á myndinni eru dætur hans Birna Eldey og Ásta Melrós.fbl/ernirRunólfur bendir á að blaðið hafi nú þegar leiðrétt fréttina en það sé „allt of algengt að einstaklingar sem komnir eru á miðjan aldur séu afskrifaðir sem virkir þátttakendur í okkar samfélagi. Í því samhengi og út frá þeim aldursfordómum sem koma hér fram hjá miðlinum bendir félagið sérstaklega á getu og hæfni félagmanna til barneigna og uppeldis sem að mati þess vex með auknum þokka, þroska og aldri. Eldri feður eru betri feður!“ Svo segir í yfirlýsingu sem Runólfur sendir frá sér fyrir hönd félagsins.Fórnarlambið vill sem minnst úr málinu gera Ritari félagsins, sá sem fyrir þessum mistökum varð, er ekki eins herskár og formaðurinn. Segir þetta aðallega vandræðalegt. Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi blaðsins og fyrrverandi ritstjóri hafi sett sig í samband við hann en Björn vildi sem minnst úr málinu gera. „Hún sagði að ljósmyndarinn hefði gert þessi mistök, að tala ekki við mig. Og baðst afsökunar, sem ég tók gilda.“ Félag eldri feðra er um þriggja ára gamall félagsskapur, óformlegur en félagsmenn eru um fimmtán talsins. Í þeim hópi eru auk Runólfs og Björns menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara og Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmanns.Uppfært 14:25 Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar var Björn í myndatexta kallaður Dr. Bjarni. Sem er allt annar maður. Þetta hefur nú verið lagfært. Dr. Björn sem og lesendur er beðinn afsökunar og mistökin hörmuð. Blm.
Félagsmál Tengdar fréttir Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00