Afmælisbarnið Davíð Þorláksson skrifar 2. janúar 2019 07:00 Það finnst fæstum gaman að eiga afmæli í kringum jól og áramót. Afmælisbörnin eiga það til að gleymast í öllu tilstandinu. Lokanir vegna frídaga og vörutalninga gera það að verkum að afmælisgjafirnar verða oft óspennandi. Ný þurrkublöð eða ilmspjald í bílinn jafnvel það eina sem er í boði. Þannig hefur það verið með afmælisbarn gærdagsins, EES-samninginn. Í gær voru 25 ár liðin frá því að hann tók gildi. Samningurinn ber aldurinn vel og hefur fært okkur foreldrum hans mikla gæfu. Hann hefur fært okkur frelsi á ýmsum sviðum og aðgang að innri markaði Evrópu sem er gulls ígildi fyrir útflutningsgreinar og þar með alla landsmenn. Það verður þó seint sagt að hinir íslensku foreldrar samningsins hafi sinnt honum sérstaklega vel. Það hefur gengið hægt og misvel að innleiða þær reglur Evrópusambandsins sem okkur ber að gera á grundvelli hans. Þar hafa norsku foreldrarnir staðið sig mun betur. Það er líka leiðinleg tilhneiging hjá íslensku foreldrunum að fara of oft mest íþyngjandi leiðirnar að því að innleiða reglur samningsins. Þar er nýja persónuverndarlöggjöfin nýjasta dæmið. Við þyrftum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðstofnana til að taka af allan vafa um það. Þótt samningurinn sé nú orðinn hálfþrítugur þarf samt sýna honum ást og umhyggju. Við þurfum að standa okkur betur í að uppfylla skyldur okkar við hann. Við njótum mun meira góðs af honum heldur en Evrópusambandið. Það er því alls ekki sjálfsagt að við fáum að njóta hans eins lengi og við viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það finnst fæstum gaman að eiga afmæli í kringum jól og áramót. Afmælisbörnin eiga það til að gleymast í öllu tilstandinu. Lokanir vegna frídaga og vörutalninga gera það að verkum að afmælisgjafirnar verða oft óspennandi. Ný þurrkublöð eða ilmspjald í bílinn jafnvel það eina sem er í boði. Þannig hefur það verið með afmælisbarn gærdagsins, EES-samninginn. Í gær voru 25 ár liðin frá því að hann tók gildi. Samningurinn ber aldurinn vel og hefur fært okkur foreldrum hans mikla gæfu. Hann hefur fært okkur frelsi á ýmsum sviðum og aðgang að innri markaði Evrópu sem er gulls ígildi fyrir útflutningsgreinar og þar með alla landsmenn. Það verður þó seint sagt að hinir íslensku foreldrar samningsins hafi sinnt honum sérstaklega vel. Það hefur gengið hægt og misvel að innleiða þær reglur Evrópusambandsins sem okkur ber að gera á grundvelli hans. Þar hafa norsku foreldrarnir staðið sig mun betur. Það er líka leiðinleg tilhneiging hjá íslensku foreldrunum að fara of oft mest íþyngjandi leiðirnar að því að innleiða reglur samningsins. Þar er nýja persónuverndarlöggjöfin nýjasta dæmið. Við þyrftum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðstofnana til að taka af allan vafa um það. Þótt samningurinn sé nú orðinn hálfþrítugur þarf samt sýna honum ást og umhyggju. Við þurfum að standa okkur betur í að uppfylla skyldur okkar við hann. Við njótum mun meira góðs af honum heldur en Evrópusambandið. Það er því alls ekki sjálfsagt að við fáum að njóta hans eins lengi og við viljum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar