Guðmundur: Stórkostleg og hetjuleg barátta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2019 21:34 Ísland tapaði í kvöld fyrir gestgjöfum Þýskalands á HM í handbolta, 24-19. Ungt lið Íslands stóð lengi vel í því þýska, þrátt fyrir að hafa misst bæði Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson af velli vegna meiðsla. Báðir eru meðal reynslumestu manna íslenska liðsins. „Ég vil byrja að hrósa liðinu fyrir stórkostlega og hetjulega baráttu. Þeir gáfu allt í leikinn og þeir voru til algerrar fyrirmyndar,“ sagði stoltur þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn við Tómas Þór Þórðarson. „Mér finnst varnarleikurinn góður stóran hluta leiksins, en það var ekki einfalt að standa vörnina. Þeir komu með svakalegar árásir og stundum keyrðu þeir af fullum krafti inn í vörnina og drógu menn með sér. Þeir fiskuðu okkur út af með tvær stundum fyrir mjög litlar sakir,“ sagði Guðmundur. „Í fyrri hálfleik gekk okkur mjög vel. Við náðum að komast yfir en þá förum við allt í einu að leita að línunni og gefum nokkrar lélegar línusendingar. Við vorum í raun að afhenda þeim boltann.“ Guðmundur segir að það hafi líka verið sárt að nýta illa þau dauðafæri sem íslensku sóknarmennirnir náðu að skapa sér í leiknum. „Á útivelli fyrir framan 20 þúsund áhorfendur er það of mikið. En þrátt fyrir það erum við að berjast í síðari hálfleik og erum að nálgast þá. Þá klikkum við á tveimur vítum og nýtum ekki færi sem við sköpum í horninu. Þegar uppi er staðið er fimm marka munur á liðunum og það þarf ekki mikið til að breyta því,“ sagði Guðmundur sem segir að brottvísanir íslenska liðsins hafi sömuleiðis verið dýrkeyptar. „Það er að hluta til reynsluleysi um að kenna. Við hverju er að búast þegar við erum með útilínu sem er með meðalaldur rétt í kringum 20 ár?“ „Þetta er ekki einfalt verkefni fyrir þessa drengi og auðvitað söknuðum við Arons Pálmarssonar sem er okkar besti maður. Það var agalegt að geta ekki notað hann meira í dag,“ sagði þjálfarinn að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld fyrir gestgjöfum Þýskalands á HM í handbolta, 24-19. Ungt lið Íslands stóð lengi vel í því þýska, þrátt fyrir að hafa misst bæði Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson af velli vegna meiðsla. Báðir eru meðal reynslumestu manna íslenska liðsins. „Ég vil byrja að hrósa liðinu fyrir stórkostlega og hetjulega baráttu. Þeir gáfu allt í leikinn og þeir voru til algerrar fyrirmyndar,“ sagði stoltur þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn við Tómas Þór Þórðarson. „Mér finnst varnarleikurinn góður stóran hluta leiksins, en það var ekki einfalt að standa vörnina. Þeir komu með svakalegar árásir og stundum keyrðu þeir af fullum krafti inn í vörnina og drógu menn með sér. Þeir fiskuðu okkur út af með tvær stundum fyrir mjög litlar sakir,“ sagði Guðmundur. „Í fyrri hálfleik gekk okkur mjög vel. Við náðum að komast yfir en þá förum við allt í einu að leita að línunni og gefum nokkrar lélegar línusendingar. Við vorum í raun að afhenda þeim boltann.“ Guðmundur segir að það hafi líka verið sárt að nýta illa þau dauðafæri sem íslensku sóknarmennirnir náðu að skapa sér í leiknum. „Á útivelli fyrir framan 20 þúsund áhorfendur er það of mikið. En þrátt fyrir það erum við að berjast í síðari hálfleik og erum að nálgast þá. Þá klikkum við á tveimur vítum og nýtum ekki færi sem við sköpum í horninu. Þegar uppi er staðið er fimm marka munur á liðunum og það þarf ekki mikið til að breyta því,“ sagði Guðmundur sem segir að brottvísanir íslenska liðsins hafi sömuleiðis verið dýrkeyptar. „Það er að hluta til reynsluleysi um að kenna. Við hverju er að búast þegar við erum með útilínu sem er með meðalaldur rétt í kringum 20 ár?“ „Þetta er ekki einfalt verkefni fyrir þessa drengi og auðvitað söknuðum við Arons Pálmarssonar sem er okkar besti maður. Það var agalegt að geta ekki notað hann meira í dag,“ sagði þjálfarinn að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira