Guðmundur: Stórkostleg og hetjuleg barátta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2019 21:34 Ísland tapaði í kvöld fyrir gestgjöfum Þýskalands á HM í handbolta, 24-19. Ungt lið Íslands stóð lengi vel í því þýska, þrátt fyrir að hafa misst bæði Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson af velli vegna meiðsla. Báðir eru meðal reynslumestu manna íslenska liðsins. „Ég vil byrja að hrósa liðinu fyrir stórkostlega og hetjulega baráttu. Þeir gáfu allt í leikinn og þeir voru til algerrar fyrirmyndar,“ sagði stoltur þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn við Tómas Þór Þórðarson. „Mér finnst varnarleikurinn góður stóran hluta leiksins, en það var ekki einfalt að standa vörnina. Þeir komu með svakalegar árásir og stundum keyrðu þeir af fullum krafti inn í vörnina og drógu menn með sér. Þeir fiskuðu okkur út af með tvær stundum fyrir mjög litlar sakir,“ sagði Guðmundur. „Í fyrri hálfleik gekk okkur mjög vel. Við náðum að komast yfir en þá förum við allt í einu að leita að línunni og gefum nokkrar lélegar línusendingar. Við vorum í raun að afhenda þeim boltann.“ Guðmundur segir að það hafi líka verið sárt að nýta illa þau dauðafæri sem íslensku sóknarmennirnir náðu að skapa sér í leiknum. „Á útivelli fyrir framan 20 þúsund áhorfendur er það of mikið. En þrátt fyrir það erum við að berjast í síðari hálfleik og erum að nálgast þá. Þá klikkum við á tveimur vítum og nýtum ekki færi sem við sköpum í horninu. Þegar uppi er staðið er fimm marka munur á liðunum og það þarf ekki mikið til að breyta því,“ sagði Guðmundur sem segir að brottvísanir íslenska liðsins hafi sömuleiðis verið dýrkeyptar. „Það er að hluta til reynsluleysi um að kenna. Við hverju er að búast þegar við erum með útilínu sem er með meðalaldur rétt í kringum 20 ár?“ „Þetta er ekki einfalt verkefni fyrir þessa drengi og auðvitað söknuðum við Arons Pálmarssonar sem er okkar besti maður. Það var agalegt að geta ekki notað hann meira í dag,“ sagði þjálfarinn að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld fyrir gestgjöfum Þýskalands á HM í handbolta, 24-19. Ungt lið Íslands stóð lengi vel í því þýska, þrátt fyrir að hafa misst bæði Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson af velli vegna meiðsla. Báðir eru meðal reynslumestu manna íslenska liðsins. „Ég vil byrja að hrósa liðinu fyrir stórkostlega og hetjulega baráttu. Þeir gáfu allt í leikinn og þeir voru til algerrar fyrirmyndar,“ sagði stoltur þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn við Tómas Þór Þórðarson. „Mér finnst varnarleikurinn góður stóran hluta leiksins, en það var ekki einfalt að standa vörnina. Þeir komu með svakalegar árásir og stundum keyrðu þeir af fullum krafti inn í vörnina og drógu menn með sér. Þeir fiskuðu okkur út af með tvær stundum fyrir mjög litlar sakir,“ sagði Guðmundur. „Í fyrri hálfleik gekk okkur mjög vel. Við náðum að komast yfir en þá förum við allt í einu að leita að línunni og gefum nokkrar lélegar línusendingar. Við vorum í raun að afhenda þeim boltann.“ Guðmundur segir að það hafi líka verið sárt að nýta illa þau dauðafæri sem íslensku sóknarmennirnir náðu að skapa sér í leiknum. „Á útivelli fyrir framan 20 þúsund áhorfendur er það of mikið. En þrátt fyrir það erum við að berjast í síðari hálfleik og erum að nálgast þá. Þá klikkum við á tveimur vítum og nýtum ekki færi sem við sköpum í horninu. Þegar uppi er staðið er fimm marka munur á liðunum og það þarf ekki mikið til að breyta því,“ sagði Guðmundur sem segir að brottvísanir íslenska liðsins hafi sömuleiðis verið dýrkeyptar. „Það er að hluta til reynsluleysi um að kenna. Við hverju er að búast þegar við erum með útilínu sem er með meðalaldur rétt í kringum 20 ár?“ „Þetta er ekki einfalt verkefni fyrir þessa drengi og auðvitað söknuðum við Arons Pálmarssonar sem er okkar besti maður. Það var agalegt að geta ekki notað hann meira í dag,“ sagði þjálfarinn að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira