Guðmundur: Stórkostleg og hetjuleg barátta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2019 21:34 Ísland tapaði í kvöld fyrir gestgjöfum Þýskalands á HM í handbolta, 24-19. Ungt lið Íslands stóð lengi vel í því þýska, þrátt fyrir að hafa misst bæði Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson af velli vegna meiðsla. Báðir eru meðal reynslumestu manna íslenska liðsins. „Ég vil byrja að hrósa liðinu fyrir stórkostlega og hetjulega baráttu. Þeir gáfu allt í leikinn og þeir voru til algerrar fyrirmyndar,“ sagði stoltur þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn við Tómas Þór Þórðarson. „Mér finnst varnarleikurinn góður stóran hluta leiksins, en það var ekki einfalt að standa vörnina. Þeir komu með svakalegar árásir og stundum keyrðu þeir af fullum krafti inn í vörnina og drógu menn með sér. Þeir fiskuðu okkur út af með tvær stundum fyrir mjög litlar sakir,“ sagði Guðmundur. „Í fyrri hálfleik gekk okkur mjög vel. Við náðum að komast yfir en þá förum við allt í einu að leita að línunni og gefum nokkrar lélegar línusendingar. Við vorum í raun að afhenda þeim boltann.“ Guðmundur segir að það hafi líka verið sárt að nýta illa þau dauðafæri sem íslensku sóknarmennirnir náðu að skapa sér í leiknum. „Á útivelli fyrir framan 20 þúsund áhorfendur er það of mikið. En þrátt fyrir það erum við að berjast í síðari hálfleik og erum að nálgast þá. Þá klikkum við á tveimur vítum og nýtum ekki færi sem við sköpum í horninu. Þegar uppi er staðið er fimm marka munur á liðunum og það þarf ekki mikið til að breyta því,“ sagði Guðmundur sem segir að brottvísanir íslenska liðsins hafi sömuleiðis verið dýrkeyptar. „Það er að hluta til reynsluleysi um að kenna. Við hverju er að búast þegar við erum með útilínu sem er með meðalaldur rétt í kringum 20 ár?“ „Þetta er ekki einfalt verkefni fyrir þessa drengi og auðvitað söknuðum við Arons Pálmarssonar sem er okkar besti maður. Það var agalegt að geta ekki notað hann meira í dag,“ sagði þjálfarinn að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld fyrir gestgjöfum Þýskalands á HM í handbolta, 24-19. Ungt lið Íslands stóð lengi vel í því þýska, þrátt fyrir að hafa misst bæði Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson af velli vegna meiðsla. Báðir eru meðal reynslumestu manna íslenska liðsins. „Ég vil byrja að hrósa liðinu fyrir stórkostlega og hetjulega baráttu. Þeir gáfu allt í leikinn og þeir voru til algerrar fyrirmyndar,“ sagði stoltur þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn við Tómas Þór Þórðarson. „Mér finnst varnarleikurinn góður stóran hluta leiksins, en það var ekki einfalt að standa vörnina. Þeir komu með svakalegar árásir og stundum keyrðu þeir af fullum krafti inn í vörnina og drógu menn með sér. Þeir fiskuðu okkur út af með tvær stundum fyrir mjög litlar sakir,“ sagði Guðmundur. „Í fyrri hálfleik gekk okkur mjög vel. Við náðum að komast yfir en þá förum við allt í einu að leita að línunni og gefum nokkrar lélegar línusendingar. Við vorum í raun að afhenda þeim boltann.“ Guðmundur segir að það hafi líka verið sárt að nýta illa þau dauðafæri sem íslensku sóknarmennirnir náðu að skapa sér í leiknum. „Á útivelli fyrir framan 20 þúsund áhorfendur er það of mikið. En þrátt fyrir það erum við að berjast í síðari hálfleik og erum að nálgast þá. Þá klikkum við á tveimur vítum og nýtum ekki færi sem við sköpum í horninu. Þegar uppi er staðið er fimm marka munur á liðunum og það þarf ekki mikið til að breyta því,“ sagði Guðmundur sem segir að brottvísanir íslenska liðsins hafi sömuleiðis verið dýrkeyptar. „Það er að hluta til reynsluleysi um að kenna. Við hverju er að búast þegar við erum með útilínu sem er með meðalaldur rétt í kringum 20 ár?“ „Þetta er ekki einfalt verkefni fyrir þessa drengi og auðvitað söknuðum við Arons Pálmarssonar sem er okkar besti maður. Það var agalegt að geta ekki notað hann meira í dag,“ sagði þjálfarinn að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira