Segir íbúa í Eyjafirði vilja taka upplýsta ákvörðun um fiskeldi Sighvatur Jónsson skrifar 19. janúar 2019 11:42 Fundurinn á Akureyri fer fram í Hofi. Þar fá íbúar tækifæri til að kynna sér mögulegt laxeldi í firðinum. Getty Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir að íbúar vilji taka upplýsta ákvörðun um hvort af fiskeldi verði á svæðinu. Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði stendur nú yfir. Ráðstefnan í Hofi hófst klukkan 11 í morgun. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vill með ráðstefnunni fræða fólk og auka skilning þess á fiskeldi. Sjö fræðimenn ræða um áhrif fiskeldis í Eyjafirði, meðal annars frá Hafrannsóknarstofnun og Háskólanum á Hólum. Eitt leyfi til fiskeldis í firðinum er til umræðu eftir að Skipulagsstofnun féllst fyrr í vetur á tillögu fyrirtækisins Akvafuture um 20 þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. Fyrirtækið fyrirhugar framkvæmdir á sex aðskilum eldissvæðum í innanverðum Eyjafirði, frá Hjalteyri að Svalbarðseyri. Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar, segir fiskeldi mikið rætt í samfélaginu. Nú sé til skoðunar svokallað burðarþol, það er hversu mikið fiskeldi Eyjafjörður þolir. Á kynningarfund í Dalvík í nóvember hafi komið fram áhugi fundargesta á frekari upplýsingum um kosti og galla fiskeldis. „Þá tókum við þá ákvörðun, Atvinnuþróunarfélagið greip boltann á lofti og stakk upp á því að við myndum halda kynningu fræðimanna og fagaðila og þeir töluðu út frá gögnum og rannsóknum, og kynntu eldi, galla og kosti, tækifæri og ógnanir. Og það er þessi ráðstefna sem varð til, það er enginn eldismaður, sem slíkur, að tala, heldur enginn veiðimaður heldur eru þetta bara vísindamenn.“ Sigmundur Einar segir að fleiri fyrirtæki en Akvafuture hafi lýst yfir áhuga á því að starfrækja fiskeldi í Eyjafirði. „Ég met það svo að við séum með skynsamt fólk hér sem vill taka upplýsta ákvörðun en ekki hafna einhverju eða leyfi eitthvað án þess að vita hvað getur fylgt og hvaða tækifæri eru möguleg,“ sagði Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar. Hann bjóst við á annað hundrað gestum á ráðstefnunni þegar fréttastofa heyrði í honum í morgun. Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir að íbúar vilji taka upplýsta ákvörðun um hvort af fiskeldi verði á svæðinu. Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði stendur nú yfir. Ráðstefnan í Hofi hófst klukkan 11 í morgun. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vill með ráðstefnunni fræða fólk og auka skilning þess á fiskeldi. Sjö fræðimenn ræða um áhrif fiskeldis í Eyjafirði, meðal annars frá Hafrannsóknarstofnun og Háskólanum á Hólum. Eitt leyfi til fiskeldis í firðinum er til umræðu eftir að Skipulagsstofnun féllst fyrr í vetur á tillögu fyrirtækisins Akvafuture um 20 þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. Fyrirtækið fyrirhugar framkvæmdir á sex aðskilum eldissvæðum í innanverðum Eyjafirði, frá Hjalteyri að Svalbarðseyri. Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar, segir fiskeldi mikið rætt í samfélaginu. Nú sé til skoðunar svokallað burðarþol, það er hversu mikið fiskeldi Eyjafjörður þolir. Á kynningarfund í Dalvík í nóvember hafi komið fram áhugi fundargesta á frekari upplýsingum um kosti og galla fiskeldis. „Þá tókum við þá ákvörðun, Atvinnuþróunarfélagið greip boltann á lofti og stakk upp á því að við myndum halda kynningu fræðimanna og fagaðila og þeir töluðu út frá gögnum og rannsóknum, og kynntu eldi, galla og kosti, tækifæri og ógnanir. Og það er þessi ráðstefna sem varð til, það er enginn eldismaður, sem slíkur, að tala, heldur enginn veiðimaður heldur eru þetta bara vísindamenn.“ Sigmundur Einar segir að fleiri fyrirtæki en Akvafuture hafi lýst yfir áhuga á því að starfrækja fiskeldi í Eyjafirði. „Ég met það svo að við séum með skynsamt fólk hér sem vill taka upplýsta ákvörðun en ekki hafna einhverju eða leyfi eitthvað án þess að vita hvað getur fylgt og hvaða tækifæri eru möguleg,“ sagði Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar. Hann bjóst við á annað hundrað gestum á ráðstefnunni þegar fréttastofa heyrði í honum í morgun.
Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15